Heimasíða Lindarbergs

Reiðhestarnir


Nokkrir gullmolar

Á þessari síðu eru reiðhestarnir í Lindarbergi og hestar sem hafa fylgt okkur í gegnum tíðina. Við eigum bæði skemmtilega reiðhesta sem við höfum inni á veturna líka og svo hesta sem við tökum inn á vorin og eru notaðir í ferðir og smalamennskur. Einnig má sjá hérna barnahestana sem krakkarnir hafa haft í láni frá Gröf og Grafarkoti. En þau eru búin að vera alveg ótrúlega heppin að fá hross í láni hjá ömmu og afa :)

Breki frá Fagranesi, móvindótturIS2003157195

F. Fáfnir frá Fagranesi
M. Gjóla frá Innri-Fagradal


Breki eða ,,snjósleðinn" eins og hann er oftast kallaður var fenginn í hestakaupum á Höskuldsstöðum í Skagafirði. Slétt skipti á honum og Polaris snjósleða. Þetta er aðalhestur Ragga, fer vel með knapann og er ekki að eyða kröftunum í of mikinn fótaburð, mjög mjúkur á tölti og brokki.


Kátur frá Grafarkoti, rauður IS2003155418

F. Gammur frá Steinnesi
M. Kímni frá Grafarkoti
Kátur er besti hestur í heimi, að eigandans sögn og það hafa fleiri en einn og fleiri en tveir fengið að heyra það. haha en að öllu gamni slepptu þá er þetta flugrúmur hreingengur æðislegur reið og ferðahestur.

Kjalar frá Grafarkoti,
rauðskjóttur IS2003155419

F: Eiður frá Oddhóli
M. Snót frá Miðhópi.

 

Þetta er aðalsmalahestur Kollu, er úti allan veturinn og tekinn heim þegar vorar og notaður í hestaferðir og smalamennskur. Er nautsterkur og góður í þetta job á bænum. Felldur haustið 2018

Kóði frá Grafarkoti rauður IS2002155411

F. Eiður frá Oddhóli
M. Kórea frá GrafarkotiKóði er enn í Lindarbergi, kom hingað í vetrardvöl árið 2011 og hefur ekki farið aftur heim. Felldur haustið 2018.

Vottur frá Grafarkoti
rauðurIS2004155418

F. Órator frá Grafarkoti
M. Gráða frá GrafarkotiVottur er æðislegur hestur, hefur verið notaður í allt, Dívurnar, keppnir og hestaferðir. Algjör snillingur sem vill allt fyrir mann gera.
Haustið 2014 seldum við Vott til Finnlands, en þar hefur eigandinn keppt mikið á honum  í unglingaflokki og staðið sig vel. 


Kári frá Helguhvammi
Kári er undan Ugg frá Grafarkoti og Kviku frá Hvoli. Kári er hreingengur og þægur hestur sem allir geta riðið. Seldur haustið 2017 til Finnlands


BARNAHESTAR
Við höfum verið með nokkra barnahesta, fyrstu tveir hestarnir sem hafa hjálpað okkur mikið í uppeldinu eru snillingarnir hennar Stellu, Töggur og Gautur. Báðir ofsalega traustir, Gautur algjör frekja í húsi en svo dásamlegur hestur í reið, fer ekki hraðar en milliferðartölt, mjúkur og fínn. Svo er Töggur fjalltraustur en viljugur. Rakel Gígja gat riðið honum í hestaferðum 6 - 8 ára, lærði rosalega af því, fékk mikið jafnvægi og endaði stundum inn í miðjum hóp en Töggur passaði alltaf sína :)


Uggur frá Grafarkoti brúnblesóttur

F. Gígjar frá Auðsholtshjáleigu
M. Ótta frá Grafarkoti

Uggur tók við af Tögg hjá Rakel, hann hefur farið með henni í gegnum 2 ár af reiðnámskeiðum, hún er búin að keppa á honum á Grunnskólamótunum og fleira. Lærði helling af þessum sérvitra snillingi. Síðan tók Rökkvi við honum veturinn 2013, var með hann á reiðnámskeiði og reið með í taumi úti.
Hér má sjá myndband af honum:Kopar frá Grafarkoti. brúnnIS2005155412

F. Órator frá Grafarkoti
M. Gráða frá GrafarkotiRakel Gígja fékk Kopar í þjálfun hjá ömmu sinni og afa veturinn 2013. En því miður veiktist Kopar og fékk hrossasótt og náði klárinn sér ekki og fórst. Kopar var ofsalega ljúfur og góður hestur, albróðir Votts, mjög hreyfingafallegur, hágengur töffari en vantaði smá meiri vilja sem gerði hann að mjög góðum hesti fyrir unga dömu. Hans er sárt saknað !!!


Freyðir frá Grafarkoti rauðurIS2002155412

F. Eiður frá Oddhóli
M. Sveifla frá Ytra-Dalsgerði


Þessi snillingur kom eins og himnasending í Lindarberg eftir áfall prinsessunnar með Koparmissinn. Freyði fékk Rakel í láni hjá Indriða afa sínum. Hann er æðislegur hestur, mjög rúmur á brokki og tölti og líkar dömunni vel að vera indiáni og fara hratt. Rakel notaði Freyði á námskeið í vetur og fékk svo að hafa hann í allt sumar þangað til afi fékk hann í smalamennskurnar í haust vel þjálfaðan. Freyðir er algjör draumur, mjög taumléttur og bara gerir það sem hann er beðinn um.


Gifta frá Grafarkoti rauðIS1998255410

F. Skinfaxi frá Þóreyjarnúpi
M. Hjálp frá StykkishólmiGiftu á Kolla langamma, hún kom og bjargaði málunum í sumar. Æðisleg hryssa, rúm tölthryssa og mjög viljug. Algjör prímadonna og frekja í umgengni en launar manni það vel þegar komið er á bak, við fengum líka að njóta þess að hafa hana með í hestaferðum þegar krakkarnir voru ekki með. En Rökkvi elskaði Giftu og þetta mjúka tölt sem hann er ekki vanur, þekkir bara hágenga og langstíga og hæga brokkið hans Uggs áður en hann kynntist Giftu. Frábært að hafa fengið hana í láni í sumar.