Heimasíða Lindarbergs

30.08.2021 11:01

Íslandsmeistarar í 4. flokki, 8 manna bolta.Frábæru sumri að ljúka í fótboltanum hjá Rökkva, þeir voru efstir í sínum riðli og sigruðu svo úrslitakeppnina um helgina. Kepptu við ÍA/Skallarím, Grindavík og Tindastól og sigruðu 2 lið og gerðu 1 jafntefli og enduðu því sem ÍSLANDSMEISTARAR !!!!
Hér er allt um riðlakeppnina.


06.08.2021 10:42

FM fjör 2021Útilega sumarsins var á FM í Borgarnesi. Fórum suður á þriðjudegi og forkeppni í barnaflokki og unglingaflokki voru á miðvikudegi. Indriði Rökkvi og Griffla frá Grafarkoti stóðu sig rosalega vel þótt að hjartað hafi stoppað að slá í smástund þegar Griffla fór á kýrstökk en Indriði lagaði það og fengu þau flotta einkunn 8,40 og 2. sætið og héldu því svo í úrslitunum sem voru á sunnudeginum. Rakel Gígja keppti á Trygglind frá Grafarkoti í unglingaflokki og þar klikkaði líka stökkið en hryssan snarnegldi niður þegar Rakel ætlaði að byrja að hægja hana og þá fékk hún lága einkunn fyrir þann hluta og enduðu þær í 13. sæti með eink 8,20. En sem betur fer tóku þær líka þátt í tölti og eftir forkeppni voru þær efstar með eink 7,0 en enduðu eftir úrslit á laugardegi í 3. sæti með eink. 6,61.


Sólon Helgi var með allan tímann í fellihýsinu og stóð sig eins og hetja, þvílíkt þægilegur þrátt fyrir allt stússið. Raggi þurfti að eyða 2 dögum af mótinu í heyskap sem var reyndar frábært eftir á því það ringdi svo í viku. 04.08.2021 10:55

Raggi fékk afmælisgjöf

03.07 á fertugsafmæli Ragga fæddist hestur undan Grásíðu frá Grafarkoti og Eldi frá Torfunesi, hann heitir Galdur. Síðan ákváðum við að halda Grásíðu aftur og fór hún undir Drang frá Steinnesi. Video af Eldi frá Torfunesi, ungum í kynbótadómi. 

19.06.2021 17:27

Gæðingamót Þyts og úrtaka fyrir FM

Mótið var haldið 12. og 13. júní sl og kepptu krakkarnir á 2 hrossum hvort. Rakel keppti á Sögn frá Steinnesi í 100 m skeiði og Trygglind frá Grafarkoti í unglingaflokki, þær enduðu í 3 sæti með eink 8,32. Rökkvi keppti á Vídalín frá Grafarkoti og Grifflu frá Grafarkoti. Griffla fór á kýrstökki í forkeppninni en Vídalín stóð sig vel og enduðu þeir efstir í forkeppninni með 8,27 í eink. Rökkvi valdi svo Grifflu í úrslitunum og sigruðu þau með eink 8,37.
Fleiri myndir inn í myndaalbúmi, en hér fyrir neðan eru video af sýningunum. 

08.06.2021 14:13

06.06.2021 Áróra kastaðiÁróra kastaði 06.06 þessari sætu hryssu undan Blakki frá Þykkvabæ. Erum ekkert smá ánægð með hana. Köllum hana Blikku til að byrja með allavega :) 


24.05.2021 23:41

Sauðburði lauk í dag ...

Síðasta kindin bar í dag 24.05 og því ber að fagna :) 

En um helgina fórum við á Hóla, Rakel keppti á Trygglind í fjórgangi og tölti. Ásta keppti á Gjólu í fjórgangi og Glitra í tölti T2, mamma keppti á Grifflu í tölti T1 og Fanney keppti á Flein í tölti T1. 
Rakel og Trygglind urðu í 2 sæti í báðum greinum, fengu 6,20 í fjórgangi og 6,56 í tölti. 
Hér fyrir neðan eru video af sýningunum og eitt af mömmu og Grifflu. 30.04.2021 14:23

Mót vetrarins 2021

Ekki hefur verið mikið um mótahald í vetur útaf Covid-19 en krakkarnir hafa keppt á 2 mótum í Skagafirði í vetur með fínum árangri. Rakel keppti á Grifflu frá Grafarkoti í fjórgangsmóti og Rökkvi á Vídalín. Rakel var efst eftir úrslitin ásamt annarri dömu og tapaði 1. sætinu eftir sætaröðun dómara. Þær stöllu hlutu í einkunn 6,467. Rökkvi og Vídalín enduðu í 5 sæti og hlutu 5,33 í einkunn. 

Síðan fóru þau á FNV mót á Króknum, þar keppti Rakel í fjórgangi á Trúboða frá Grafarkoti og enduðu þau í 3 sæti með eink 6,50 og í tölti á Flein frá Grafarkoti og enduðu þau í 4 sæti með eink 6,50. Rökkvi keppti á Vídalín í tölti T7 og endaði í 2 sæti með eink 6,33.

Rakel og Trúboði frá Grafarkoti í forkeppninni.


Rakel og Fleinn frá Grafarkoti í úrslitum í tölti: 

01.12.2020 09:00

Haustið 2020Líflömb haustið 2020, vorum afskaplega sátt við hópinn okkar sl haust. Hér fyrir neðan má sjá dóma gimbra og hrúta sem við settum á. 
Gimbrar:

Hrútar: 
Settum 2 hrúta á af heimabúinu og svo gaf Indriði afi Rökkva hrút frá Heydalsá, golsubíldóttur, sokkóttur á öllum. Geggjaður á litinn og verður gaman að fá lömbin næsta vor undan honum. Settum á 1 hrút undan Berki sem er hrútur undan Berki frá Efri-Fitjum og síðan hrút undan Amor sem er hrútur frá Sæðingastöðinni sem er líka undan Berki frá Efri-Fitjum. 


Einnig vorum við ánægð með útkomuna í sláturhúsinu, meðalvigt 18,2 gerð 10,5 og fita 6,9 og 36,6 kg eftir kindina.


 

21.09.2020 20:22

Fleiri folöld 2020

Við héldum 2 hryssum frá Grafarkoti á sl ári. Eða Rakel Gígja fékk að halda Grásíðu frá Grafarkoti, móður Grágásar og Grámanns sem hún hefur fengið að kynnast vel. Hélt henni undir Hvin frá Blönduósi og fékk rauðskjótta hryssu sem verður grá. Hún er kölluð Regn eins og í hryssan í myndinni um Svarta folann. 
Síðan héldum við Urt frá Grafarkoti undir Freyði frá Leysingjastöðum og fengum brúna hryssu sem heitir Rán. Fleiri myndir inn í myndaalbúmi

22.07.2020 22:28

Reykjavíkurmeistaramót 2020

Þar sem Íslandsmótið gekk ekki alveg upp langaði Rakel Gigju svakalega að fara aftur og keppa í tölti á Trygglind. Ákveðið var með stuttum fyrirvara að skella sér, Ásta fór líka og keppti í tölti t3 á Myllu sinni. 


Þetta var þeirra mót og komust þær beint í A - úrslit og enduðu í 4 sæti með eink 6,72. Ofsalega gaman að hafa skellt sér á þetta mót. Dagskráin hjá fjölskyldunni þessa daga var ansi strembin, forkeppni hjá Rakel á fimmtudegi, Kolla, Sólon og Rakel fóru suður en Rökkvi og Raggi norður á Akureyri á N1 mótið í fótbolta þar sem Rökkvi keppti með Hvöt og stóðu þeir sig vel. Kolla og Sólon fóru svo alveg norður á Akureyri eftir forkeppni í tölti í Reykjavík. Rakel fór í vinnuna. Mótið á Akureyri kláraðist svo á laugardeginum og þá var brunað heim. Og svo fóru allir suður á sunnudeginum ásamt hryssunum til að taka þátt í úrslitunum í töltinu. Nóg að gera en þess virði :)

13.07.2020 22:13

Íslandsmót barna og unglinga 2020Rakel Gígja keppti á Íslandsmóti barna og unglinga í sumar, keppti á Trygglind í tölti og fjórgangi og á Grifflu í slaktaumatölti. Gekk mjög vel á Trygglind í fjórgangi þótt þær kæmust ekki í úrslit en fetið og stökkið aftra því að hryssan nái að vera í toppbaráttunni. En töltið var hennar aðalgrein á mótinu en það eru ekki alltaf jólin, önnur hraðabreytingin klikkaði og þá var þetta búið. Hryssan og daman glæsilegar í braut að vanda. 
En Griffla stóð svo sannarlega fyrir sínu, þær stöllur komust í b úrslit og enduðu í 8 sæti með eink. 6,62 
Við gistum á frábærum stað, Hvoli 2 og fengum að geyma merarnar þar í frábærri aðstöðu. Frábært að þurfa ekki að keyra og gefa þeim og setja út, sérstaklega þegar maður rúntar um með 2 mánaða gamalt barn. Fleiri myndir inn í myndaalbúminu Sumar 2020

29.06.2020 21:43

Sólon Helgi skírður 28.06Sólon Helgi var skírður 28.06 í Hvammstangakirkju og héldum við smá veislu í safna
ðarheimilinu með okkar nánasta fólki. Guðmæður Sólons eru ofurkonurnar Eyrún og Elísa, okkar maður er ekki í slæmum málum hvað það varðar. 
Ekki veit ég hvar ég væri án tengdamæðra minna þegar kemur að veislum. Eydís tók fullt af myndum fyrir okkur og er albúm á síðunni með nokkrum af þeim. 
Rakel Gígja varð svo 16 ára 29. júní og fékk hún líka afmælisköku og söng í veislunni. Fleiri myndir hér: http://lindarberg.123.is/photoalbums/294016/ 
23.05.2020 23:42

Áróra köstuð (21.05)Áróra kastaði 21.05, rauðri hryssu undan Viðari frá Skeiðvöllum. Þannig að við eigum 2 alsystur undan Viðari, eina jarpa og eina rauða. 17.05.2020 12:05

Hæfileikamótun LHUm helgina var 3ja helgin í æfingabúðum hjá Rakel Gígju í verkefni sem kallast Hæfileikamótun LH og var sett á laggirnar í haust. 

Á heimasíðu LH segir að með nýju fyrirkomulagi í afreksmálum LH hefur verið ákveðið að setja af stað verkefni fyrir unga og metnaðarfulla knapa, það kallast Hæfileikamótun LH. Verkefnið verður á ársgrundvelli og er fyrsta skref og undirbúningur fyrir U-21 árs landslið. Ný afreksstefna LH verður birt á heimasíðu sambandsins á næstunni.

Hæfileikamótun LH fór af stað 2020, þar munu koma saman til æfinga ungir og hæfileikaríkir knapar víðsvegar af landinu. Verkefnið samanstendur af 6 hópum sem verða staðsettir í hverjum landshluta fyrir sig. Fjöldi knapa í hóp er 8. Gjaldgengir í hópinn eru unglingar á aldrinum 14-17 ára (unglingaflokkur). Frábært tækifæri fyrir unga knapa til að undirbúa sig með markvissri kennslu til að takast á við verkefni bæði hérlendis og á erlendum vettvangi t.d. Norðurlandamóti.

Þetta er flott verkefni og gaman að hafa markvissa þjálfun í gangi. 16.05.2020 15:41

Ronja seldRonja var seld hálf óvænt til Þýskalands á dögunum en það var nú alls ekki ætlunin að selja hana að svo stöddu. En alltaf þurfa bestu hrossin að fara og erfitt að sleppa tækifæri þegar sala er í boði. Hún er 10 vetra og búin að vera með okkur frá upphafi í Lindarbergi og er fyrsta hrossið okkar frá Lindarbergi. 
Krakkarnir hafa bæði keppt á henni á innanhúsmótum Þyts og síðan varð Rakel Gígja íslandsmeistari á henni í hindrunarstökki 2016 á Hólum. 
Myndir af drottningunni sem er ein af þeim sem gleymist aldrei, gæðingur með geðslag upp á 100.