Heimasíða Lindarbergs

Færslur: 2021 Ágúst

30.08.2021 11:01

Íslandsmeistarar í 4. flokki, 8 manna bolta.Frábæru sumri að ljúka í fótboltanum hjá Rökkva, þeir voru efstir í sínum riðli og sigruðu svo úrslitakeppnina um helgina. Kepptu við ÍA/Skallarím, Grindavík og Tindastól og sigruðu 2 lið og gerðu 1 jafntefli og enduðu því sem ÍSLANDSMEISTARAR !!!!
Hér er allt um riðlakeppnina.


06.08.2021 10:42

FM fjör 2021Útilega sumarsins var á FM í Borgarnesi. Fórum suður á þriðjudegi og forkeppni í barnaflokki og unglingaflokki voru á miðvikudegi. Indriði Rökkvi og Griffla frá Grafarkoti stóðu sig rosalega vel þótt að hjartað hafi stoppað að slá í smástund þegar Griffla fór á kýrstökk en Indriði lagaði það og fengu þau flotta einkunn 8,40 og 2. sætið og héldu því svo í úrslitunum sem voru á sunnudeginum. Rakel Gígja keppti á Trygglind frá Grafarkoti í unglingaflokki og þar klikkaði líka stökkið en hryssan snarnegldi niður þegar Rakel ætlaði að byrja að hægja hana og þá fékk hún lága einkunn fyrir þann hluta og enduðu þær í 13. sæti með eink 8,20. En sem betur fer tóku þær líka þátt í tölti og eftir forkeppni voru þær efstar með eink 7,0 en enduðu eftir úrslit á laugardegi í 3. sæti með eink. 6,61.


Sólon Helgi var með allan tímann í fellihýsinu og stóð sig eins og hetja, þvílíkt þægilegur þrátt fyrir allt stússið. Raggi þurfti að eyða 2 dögum af mótinu í heyskap sem var reyndar frábært eftir á því það ringdi svo í viku. 04.08.2021 10:55

Raggi fékk afmælisgjöf

03.07 á fertugsafmæli Ragga fæddist hestur undan Grásíðu frá Grafarkoti og Eldi frá Torfunesi, hann heitir Galdur. Síðan ákváðum við að halda Grásíðu aftur og fór hún undir Drang frá Steinnesi. Video af Eldi frá Torfunesi, ungum í kynbótadómi. 
  • 1