Heimasíða Lindarbergs

Færslur: 2020 September

21.09.2020 20:22

Fleiri folöld 2020

Við héldum 2 hryssum frá Grafarkoti á sl ári. Eða Rakel Gígja fékk að halda Grásíðu frá Grafarkoti, móður Grágásar og Grámanns sem hún hefur fengið að kynnast vel. Hélt henni undir Hvin frá Blönduósi og fékk rauðskjótta hryssu sem verður grá. Hún er kölluð Regn eins og í hryssan í myndinni um Svarta folann. 
Síðan héldum við Urt frá Grafarkoti undir Freyði frá Leysingjastöðum og fengum brúna hryssu sem heitir Rán. Fleiri myndir inn í myndaalbúmi

  • 1