Heimasíða Lindarbergs

Færslur: 2020 Júlí

22.07.2020 22:28

Reykjavíkurmeistaramót 2020

Þar sem Íslandsmótið gekk ekki alveg upp langaði Rakel Gigju svakalega að fara aftur og keppa í tölti á Trygglind. Ákveðið var með stuttum fyrirvara að skella sér, Ásta fór líka og keppti í tölti t3 á Myllu sinni. 


Þetta var þeirra mót og komust þær beint í A - úrslit og enduðu í 4 sæti með eink 6,72. Ofsalega gaman að hafa skellt sér á þetta mót. Dagskráin hjá fjölskyldunni þessa daga var ansi strembin, forkeppni hjá Rakel á fimmtudegi, Kolla, Sólon og Rakel fóru suður en Rökkvi og Raggi norður á Akureyri á N1 mótið í fótbolta þar sem Rökkvi keppti með Hvöt og stóðu þeir sig vel. Kolla og Sólon fóru svo alveg norður á Akureyri eftir forkeppni í tölti í Reykjavík. Rakel fór í vinnuna. Mótið á Akureyri kláraðist svo á laugardeginum og þá var brunað heim. Og svo fóru allir suður á sunnudeginum ásamt hryssunum til að taka þátt í úrslitunum í töltinu. Nóg að gera en þess virði :)

13.07.2020 22:13

Íslandsmót barna og unglinga 2020Rakel Gígja keppti á Íslandsmóti barna og unglinga í sumar, keppti á Trygglind í tölti og fjórgangi og á Grifflu í slaktaumatölti. Gekk mjög vel á Trygglind í fjórgangi þótt þær kæmust ekki í úrslit en fetið og stökkið aftra því að hryssan nái að vera í toppbaráttunni. En töltið var hennar aðalgrein á mótinu en það eru ekki alltaf jólin, önnur hraðabreytingin klikkaði og þá var þetta búið. Hryssan og daman glæsilegar í braut að vanda. 
En Griffla stóð svo sannarlega fyrir sínu, þær stöllur komust í b úrslit og enduðu í 8 sæti með eink. 6,62 
Við gistum á frábærum stað, Hvoli 2 og fengum að geyma merarnar þar í frábærri aðstöðu. Frábært að þurfa ekki að keyra og gefa þeim og setja út, sérstaklega þegar maður rúntar um með 2 mánaða gamalt barn. Fleiri myndir inn í myndaalbúminu Sumar 2020
  • 1