Heimasíða Lindarbergs

Færslur: 2020 Febrúar

07.02.2020 17:21

SkógarlífLeikritið Skógarlíf var sett upp í nýrri leikgerð leikstjórans Gretu Clough sem unnið hefur til alþjóðlegra verðlauna bæði sem leikskáld og sviðslistamaður. Um heimsfrumsýningu var því að ræða. Leikgerðin er byggð á The Jungle book eftir Rudyard Kipling.

Á vef leikflokksins segir að áhorfendur fái að kynnast fjölbreyttum og skemmtilegum sögupersónum, tónlist og hönnun undir indverskum áhrifum í framsetningu fjölbreytts og hæfileikaríks hóps fólks úr Húnaþing vestra.

Sýningarnar voru 3 og lék Rakel aðalhlutverkið í sýningunni, sjálfan Mogli. Rökkvi tók líka þátt í sýningunni og var það hans frumraun í leik. Þau stóðu sig frábærlega bæði tvö og vorum við foreldrarnir afar stolt af þeim. 

"Það er alveg með ólíkindum hversu eitt samfélag getur verið megnugt. Algjörlega frábær sýning og flott sviðsmynd/lýsing."

"Alveg frábær sýning og ég hvet þá sem ekki hafa pantað sér miða á sýninguna að drífa sig í því. Leikarar, svið, ljós, búningar, leikstjórn, já og allt hitt algjörlega frábært. "

"Virkilega flott sýning."

Þetta eru ummæli sem Skógarlíf í uppsetningu Leikflokks Húnaþings vestra fékk af sínum sýningum sem haldnar hafa verið fyrir nánast fullu húsi.  • 1