Heimasíða Lindarbergs

Færslur: 2019 Desember

01.12.2019 18:14

Þrjú hross seld í ár.

Þróunarvinna með forvarnarbóluefni gegn sumarexems í hrossum sem eru flutt út er á lokastigi, leitað var eftir þægum hrossum í sumar til að taka þátt í verkefninu. Þessi hross þurftu að vera þæg og auðveld. Fara þau til Sviss í mars 2020 og munu flest fara í reiðskóla, eða til eigenda sem eru að leita að þægum hrossum. Við seldum 3 hross í þetta verkefni, Huldu, Gígju og Riddara. 
Hulda er undan Höttu frá Árbakka og Garpi frá Hvoli, Gígja er undan Urtu frá Grafarkoti og Gretti frá Grafarkoti og Riddari er undan Uglu frá Grafarkoti og Blæ frá Miðssitju. 


01.12.2019 17:39

Uppskeruhátíð æskunnar

Rakel Gígja og Indriði Rökkvi fengu viðurkenningu fyrir þátttöku í æskulýðsstarfinu og árangur í keppni á Uppskeruhátíð æskunnar hjá Þyt sem var haldin í Dæli fyrir skömmu.
Rakel Gígja var í 2. sæti í unglingaflokki og Rökkvi í 3. sæti í barnaflokki. Stóðu sig vel í þeim keppnum sem þau tóku þátt í og Rökkvi keppti í fyrsta skipti á útimótum. 
Rakel Gígja fékk einnig skírteinið sitt fyrir knapamerki 4 en hún fékk 9,0 í einkunn fyrir verklega hlutann þar. 
  • 1