Heimasíða Lindarbergs

Færslur: 2019 Júlí

23.07.2019 21:04

Gæðingamót Þyts 2019Á Gæðingamóti Þyts sem haldið var 13. júlí sl. voru nokkur hross skráð til leiks frá Grafarkoti. 
Í barnaflokki keppti Indriði Rökkvi á Vídalín frá Grafarkoti og enduðu þeir í 2. sæti með eink. 8,39 eftir sætaröðun um 1. sætið. Rökkvi keppti einnig í brokkkappreiðum og endaði í 2. sæti á Freyði frá Grafarkoti. Frænka Rökkva tók líka þátt í pollaflokki, Helga Hrönn og var Rökkvi góður að lána frænku sinni Freyði. 
Í unglingaflokki keppti Rakel Gígja á Trygglind frá Grafarkoti og sigruðu þær flokkinn með eink 8,54 eftir sætaröðun um 1. sætið. 
Eydís tók fullt af myndum á mótinu og settum við nokkrar hingað inn á síðuna inn í myndaalbúm. Takk Eydís :) 


Video af sýningunum þeirra. 

08.07.2019 23:14

Íslandsmót 2019


Rakel Gígja keppti á Íslandsmótinu á Trygglind frá Grafarkoti í T4, slaktaumatölti, unglinga. Keppti í greininni í fyrsta skipti og stóð sig frábærlega enda á æðislegri hryssu sem er að stíga sín fyrstu skref í keppni. Þær uppskáru B úrslita sæti og enduðu í 9. sæti með eink 6,75.Video af skvísunum: 

 

Fleiri myndir sem Eydís tók. 


01.07.2019 13:00

Folöld 2019

Í ár fengum við 3 folöld, allt hryssur.

Feykja frá Höfðabakka kastaði rauðri hryssu 23. maí undan Lord frá Vatnsleysu. Hún fékk nafnið Alfa.


2. júní kastaði Áróra frá Grafarkoti jarpri hryssu undan Viðari frá Skeiðvöllum. Hún fékk nafnið Viðja.

 

11. júní kastaði svo Ugla frá Grafarkoti brúnskjóttri hryssu (verður grá) undan Hvin frá Blönduósi. Hefur fengið nafnið Ráðgáta.

 

  • 1