Heimasíða Lindarbergs

Færslur: 2019 Febrúar

19.02.2019 13:44

Fjórgangur í Norðlensku mótaröðinniFyrsta mótið í Norðlensku mótaröðinni var haldið laugardaginn 16.02 sl. Keppt var í fjórgangi, öll Lindarbergsfjölskyldan ákvað að taka þátt. Rökkvi keppti á Vídalín í V5 í barnaflokki, Rakel keppti á Grámanni frá Grafarkoti í V3 í unglingaflokki, Raggi keppti á Ronju frá Lindarbergi í V5 í 3. flokki og Kolla keppti á Grágás frá Grafarkoti í V3 í 2. flokki. Öllum gekk vel og komu 4 bikarar heim, misstórir emoticon

Niðurstöður mótsins:
1. flokkur

1 Bergrún Ingólfsdóttir / Þórbjörn frá Tvennu 7,17
2 Kolbrún Grétarsdóttir / Jaðrakan frá Hellnafelli 7,07
3-4 Elvar Logi Friðriksson / Erla frá Grafarkoti 6,57
3-4 Fanney Dögg Indriðadóttir / Ísó frá Grafarkoti 6,57
5 Hallfríður Sigurbjörg Óladóttir / Abel frá Flagbjarnarholti 6,33

2. flokkur

1 Sveinn Brynjar Friðriksson / Skandall frá Varmalæk 1 6,40
2-3 Marie Holzemer / Stjörnu-Blesi frá Hjaltastaðahvammi 6,20
2-3 Sverrir Sigurðsson / Drift frá Höfðabakka 6,20
4 Kolbrún Stella Indriðadóttir / Grágás frá Grafarkoti 6,17
5-6 Rósanna Valdimarsdóttir / Sprækur frá Fitjum 6,10
5-6 Julia Katharina Peikert / Óskar frá Garði 6,10
7 Halldór P. Sigurðsson / Frosti frá Höfðabakka 5,87

3. flokkur

1 Eva-Lena Lohi / Kolla frá Hellnafelli 6,04
2 Malin Person / Sæfríður frá Syðra-Kolugili 5,83
3 Ragnar Smári Helgason / Ronja frá Lindarbergi 5,58
4 Jóhannes Ingi Björnsson / Gróp frá Grafarkoti 5,54
5 Þröstur Óskarsson / Gáski frá Hafnarfirði 4,58

Ungmennaflokkur

1 Anna Herdís Sigurbjartsdóttir / Áldrottning frá Hryggstekk 6,10
2 Ásdís Brynja Jónsdóttir / Klaufi frá Hofi 6,07
3 Sólrún Tinna Grímsdóttir / Eldborg frá Þjóðólfshaga 1 5,30

Unglingaflokkur

1 Rakel Gígja Ragnarsdóttir / Grámann frá Grafarkoti 6,40
2 Eysteinn Tjörvi K. Kristinsson / Þokki frá Litla-Moshvoli 6,20
3 Bryndís Jóhanna Kristinsdóttir / Kjarval frá Hjaltastaðahvammi 5,90
4 Margrét Jóna Þrastardóttir / Smári frá Forsæti 5,73
5 Ásdís Freyja Grímsdóttir / Pipar frá Reykjum 5,50 

Barnaflokkur

1 Dagbjört Jóna Tryggvadóttir / Freyja frá Brú 6,08
2 Indriði Rökkvi Ragnarsson / Vídalín frá Grafarkoti 5,79
3 Linda Fanney Sigurbjartsdóttir / Blær frá Hvoli 4,92

4 pollar tóku þá í pollaflokknum og stóðu sig að sjálfsögðu svakalega vel, en það voru Herdís Erla Elvarsdóttir á Grifflu frá Grafarkoti, Ýmir Andri Elvarsson á Ísó frá Grafarkoti, Vigdís Alfa Gunnarsdóttir á Möskva frá Gröf og Kara Sigurlína Reynisdóttir á Heklu frá Grindavík


Hér er video af Indriða Rökkva og Vídalín frá Grafarkoti, Rakel Gígja var svo góð að lána honum hann í verkefnið.


Hérna er svo video af Rakel Gígju og Grámanni frá Grafarkoti en þau sigruðu unglingaflokk með 6,40 í einkunn.

11.02.2019 11:12

Fyrsta mótið í áhugamannadeildinni

Fór með Frosta frá Höfðabakka á fyrsta mótið í áhugamannadeildinni, okkur gekk nú betur á æfingum en á mótinu sjálfu en hann gerði allt, hefði mátt vera slakari. Hlutum 5,60 í einkunn. Liðið var aftur á móti samanlagt með mikið betri árangur núna en á fyrsta móti í fyrra. Erum í 8. sæti eftir fyrsta mótið með 82 stig. 

Hér fyrir neðan má sjá stöðuna í liðakeppninni eftir fyrsta mót:

Lið Stig Sæti
Stjörnublikk 129,5 1
Vagnar & Þjónusta 103,5 2
Barki 102 3
Hest.is 101 4
Heimahagi 98,5 5
Garðatorg eignamiðlun 93 6
Kæling 93 6
Sindrastaðir 82 8
Lið Snaps og Fiskars 71 9
Furuflís 54 10
Eldhestar 53,5 11
Tølthestar 52 12
Geirland-Varmaland 45,5 13
Landvit - Marwear 39 14
Penninn Eymundsson - Logoflex 32 15
Hraunhamar 26,5 16
  • 1