Heimasíða Lindarbergs

Færslur: 2019 Janúar

28.01.2019 09:29

Vetur

Miklar frosthörkur hafa verið undanfarna daga, en samt er ekki hægt að kvarta yfir veðrinu. Logn alla daga en frostið fór upp í - 15 gráður um helgina í Lindarbergi. Í Grafarkoti fór það alveg í -18 gráður... BIRRRR
Tók myndir af folaldsmerunum og folöldunum um helgina. Fleiri myndir inn í myndaalbúmi.


15.01.2019 09:40

Aría !!!

Rökkvi hefur undanfarin ár fengið í þjálfun algjöra snillinga úr eldri deildinni í Grafarkoti. Í miklu uppáhaldi eru snillingarnir Ígull og Freyðir. Hestar sem hann gjörsamlega elskar út af lífinu og það má helst enginn annar fara á þá nema hann. Við ætlum að leyfa þeim að vera úti frameftir vetri af því að við ákváðum að prufa Aríu frá Grafarkoti aðeins í vetur, hún er hvorki meira né minna en 22 vetra. Í góðu lagi með fætur og verður því gaman fyrir hann að leika sér á henni í vetur.

04.01.2019 20:52

Gleðilegt nýtt ár

Gleðilegt nýtt ár, árið hefur alveg verið betra veðurlega séð en margt var samt sem áður brallað. Tvær stuttar hestaferðir voru farnar sem er óvanalegt á þessum árstíma, en við fórum á Landsmót hestamanna þar sem Rakel Gígja keppti í fyrsta skipti í unglingaflokki, Rökkvi og Raggi fóru til Vestamannaeyja á Orkumótið í fótbolta og var það skemmtilegasta mót sem Rökkvi hefur farið á. Annars var farið á nokkur fótbolta og hestamannamót á árinu, Rakel Gígja tók þátt í leikritinu Snædrottningunni í haust, Raggi er að keppa í körfu með Kormáki og Kolla tók þátt í áhugamanndeildinni í hestaíþróttum svo eitthvað sé nefnt. Stærsta stundin okkar fjölskyldunnar á árinu var án efa ferming Rakelar sem var 22. apríl.
Gimbrahópurinn okkar í haust var án efa sá besti, sæddum frekar mikið á árinu og hefur okkur tekist að bæta bygginguna, sérstaklega mikill munur á lærunum. 


  • 1