Heimasíða Lindarbergs

Færslur: 2018 Ágúst

30.08.2018 11:05

Dælismótið 2018Ég (Kolla) tók þátt í fyrsta skipti á Dælismótinu, en það er mót þar sem 6 lið keppa og aðeins keppt í úrslitum. Keppti á Stuðli frá Grafarkoti í T2 (bjórtölti) og endaði í 2. sæti. Lið Grafarkots endaði í 2. sæti í heildina og vann búningaverðlaunin. Mjög skemmtilegt mót, verst var að enginn tími var til að njóta kvöldsins og borða góðan mat þar sem kindurnar biðu í Helguhvammi eftir að vera sóttar. 
Aðrir liðsmenn Grafarkots voru mamma (Hedda) á Grifflu í tölti T3, Logi á Grámanni í fjórgangi og Eva á Örðu í fimmgangi. Hedda og Griffla enduðu í 2. sæti, Logi og Grámann í 4. sæti og Eva og Arða í 5. sæti. 


Fleiri myndir inn í myndaalbúmi á síðunni.

16.08.2018 13:59

Fyrsta hestaferð sumarsinsFyrsta hestaferð sumarsins var farin af stað 14. ágúst, þetta hefur nú aldrei skeð hjá okkur því sumrin hafa alltaf verið þannig hjá okkur að við höfum verið eitthvað á ferðinni allt sumarið. Fórum í 3 daga yfir að Bessastöðum og aftur til baka. Stefnt á að fara eitthvað aftur í næstu viku. Myndir inn í myndaalbúmi hér á síðunni :) 


16.08.2018 10:27

Þremur merum haldið í sumar

Við ákváðum að halda þremur merum í sumar, en fengum að halda Feykju frá Höfðabakka aftur, héldum svo Áróru frá Grafarkoti og Uglu frá Grafarkoti.
Feykja fór undir Lord frá Vatnsleysu þannig að við verðum með í Lordspartýinu. 


Síðan fór Áróra undir einn ungan og efnilegan, Viðar frá Skeiðvöllum, sem er sonur Framherja frá Flagbjarnarholti og Væntingar frá Kaldbak. Hann er 4. vetra og var byggingadæmur í vor og hlaut 8,46 fyrir byggingu.


Að lokum að þá fór Ugla aftur undir Hvin frá Blönduósi. Við eigum 2 afkvæmi Hvins sem okkur líkar mjög vel við þannig að okkur fannst spennandi að prufa hann meira. Ugla hefur gefið okkur fín hross sem eru hreingeng með góðar gangtegundir en teljum að það gæti hentað henni betur að fara undir hesta með frekar ýktar hreyfingar til að fá meira fas og fótaburð.

16.08.2018 10:05

Íþróttamót Þyts 2018Íþróttamót Þyts var haldið 11. og 12. ágúst sl á Kirkjuhvammsvelli. Fulltrúi Lindarbergs á þessu móti var Rakel Gígja og keppti hún á Vídalín og Grágás. Vídalín bæði í tölti og fjórgangi og Grágás í fjórgangi. Valdi svo að fara með Vídalín í bæði úrslitin. Þau eru alltaf að bæta sig saman og gaman að sjá hvað Vídalín hefur bætt sig á brokki eftir að hann var skorinn við stagi. 

Tölt T3 unglingaflokkur A úrslit
Sæti Knapi Hross Litur Aðildarfélag knapa Einkunn
1 Eysteinn Tjörvi K. Kristinsson Þokki frá Litla-Moshvoli Rauður/ljós-blesótt Þytur 6,50
2 Rakel Gígja Ragnarsdóttir Vídalín frá Grafarkoti Jarpur/milli-einlitt Þytur 6,17
3 Brynhildur Gígja Ingvarsdóttir Diddi frá Þorkelshóli 2 Rauður/milli-einlitt Sörli 6,11
4 Bryndís Jóhanna Kristinsdóttir Kjarval frá Hjaltastaðahvammi Rauður/milli-stjörnótt Þytur 5,61

Fjórgangur V2 unglingaflokkur A úrslit

Sæti Knapi Hross Litur Aðildarfélag knapa Einkunn
1 Eysteinn Tjörvi K. Kristinsson Þokki frá Litla-Moshvoli Rauður/ljós-blesótt Þytur 6,50
2 Brynhildur Gígja Ingvarsdóttir Diddi frá Þorkelshóli 2 Rauður/milli-einlitt Sörli 6,37
3 Rakel Gígja Ragnarsdóttir Vídalín frá Grafarkoti Jarpur/milli-einlitt Þytur 6,23
4 Bryndís Jóhanna Kristinsdóttir Kjarval frá Hjaltastaðahvammi Rauður/milli-stjörnótt Þytur 6,10
5 Margrét Jóna Þrastardóttir Gáski frá Hafnarfirði Rauður/milli-stjörnótt Þytur 5,67


07.08.2018 08:47

ULM 2018

Verslunarmannahelginni var eytt í Þorlákshöfn á Unglingalandsmóti UMFÍ. Rakel Gígja keppti í fótbolta og hestaíþróttum. Kærkomin útilega með fjölskyldunni og fengum við meira að segja 2 geggjaða daga veðurlega séð sem telst met í sumar held ég bara 
Horfðum á Unni Maríu í hlaupi og Júlíu Jöru í fótbolta líka ásamt fleiri USVH snillingum 


Rakel Gígja, Ásdís og Bryndís kepptu í fótboltanum í blönduðu liði sem var búið til á mótinu, kepptu með stelpum úr Val, Selfossi og fleiri liðum. Stóðu sig vel og voru farnar að spila mjög vel saman. 
Rökkvi er enn of ungur til að taka þátt en prufaði að keppa í frjálsum þar sem 10 ára og yngri fengu að spreyta sig í hinum ýmsu greinum. Síðan var farið á kvöldvökurnar og mætti þar hver snillingurinn á fætur öðrum sem eldra fólkinu (okkur) fannst mismikið varið í en unga fólkið ánægt með þessar stjörnur, Jói P og Króli, Emmsjé Gauti.... og ég veit ekki hvað og hvað.

Rakel Gígja keppti á Vídalín og Grágás í fjórgangi V2 og tölti T3. Valdi Vídalín í töltúrslitin og Grágás í fjórgangsúrslitin. Fór þriðja inn í töltúrslitin en vann sig upp í annað sætið og hlutu þau Vídalín 6,22 í einkunn. Grágás var önnur inn í fjórgangsúrslitin og héldu þær sínu sæti og hlutu 5,77 í einkunn.

Eydís tók video af forkeppninni í tölti T3 af Vídalín og Rakel Gígju, Þar hlutu þau 5,80 í einkunn, þeim gekk enn betur í úrslitunum og hlutu sínu hæðstu einkunn á ferlinum þar. 

??  • 1