Heimasíða Lindarbergs

Færslur: 2018 Júlí

13.07.2018 11:09

Síðasta folaldið er fætt á árinu

Áróra kastaði 5. júlí rauðskjóttum hesti undan Trymbli frá Stóra - Ási. Hann er svo sætur að hann fékk nafnið Rúrik.


Myndir af foreldrunum Áróru og Trymbli :) 13.07.2018 10:59

Fótbolti og aftur fótbolti

Raggi og Rökkvi fóru saman til Vestmannaeyja á Orkumótið í fótbolta, en það er fyrir stráka í 6. flokki. Rökkvi keppti með Hvöt og var þetta mikið ævintýri. Liðinu gekk vel, vann sig upp um nokkra riðla. Hér fyrir neðan eru myndir frá mótinu og frá því þegar hann hitti goðin sín í júní.
 

Rakel er svo að keppa á íslandsmótinu með 4. flokki kvenna hjá Tindastóli. Þeim hefur gengið nokkuð vel í sumar en erfitt að keppa með Tindastóli og búa í Húnaþingi vestra. En hefur mjög gaman af þessu og því reynt að komast á sem flesta leiki og hægt er.

13.07.2018 09:36

Rakel Gígja á LM

Rakel Gígja keppti á LM í fyrsta skipti í unglingaflokki, hún og Vídalín stóðu sig eins vel og þau geta saman. Fengu 8,15 í eink sem var lægra en þau fengu í úrtökunni í úrslitunum. En forkeppni á LM er riðin eins og úrslit, þeas hægt tölt, brokk og yfirferð. Dómararnir ekki sammála með hæga töltið, fékk 8,50 fyrir það hér heima en frá 7,7 - 8,4 á LM. Etv farið of hratt. En allt fer þetta í reynslubankann.

  • 1