Heimasíða Lindarbergs

Færslur: 2018 Maí

23.05.2018 11:20

Vorið lætur bíða eftir sér.

Ekki hefur vorið verið gott hjá okkur í ár. Veðrið búið að vera vægast sagt ógeðslegt, ömurlegt að horfa oft upp á féð úti í slydduhríð eða miklu roki og rigningu. En í dag á 1 gemlingur eftir að bera. Svo krossar maður bara putta og vonar að það fái ekki margar júgubólgu í þessu tíðarfari. 
Hér eru myndir frá einum góðum degi í vor.Rakel Gígja er búin að taka verklegt próf í knapamerki 3, gekk það ágætlega. Hún var á hryssunni Gróp frá Grafarkoti sem er systir Grifflu og Grósku og er mjög lík þeim systrum. Verður mjög flott hryssa með frekari þjálfun.09.05.2018 09:02

Sauðburður 2018

Sauðburðuinn hófst 18. apríl og í dag 9. maí eru 20 eftir. Báru 12 fyrir fermingu, aðeins tekið forskot á sæluna með því að stelast til að hleypa til 30. nóv. En síðan báru þær sem voru sæddar og svo um mánaðarmótin byrjuðu hinar. Þetta hefur gengið ágætlega, fyrir utan að margar þrílembur, sérstaklega yngri eru með allavega 1 dautt. Höfum aldrei verið með jafn mikinn lambadauða, en oft eru þetta bara fóstur sem koma. 


Hér má sjá nokkrar myndir og fleiri í myndaalbúmi.

  • 1