Heimasíða Lindarbergs

Færslur: 2018 Apríl

25.04.2018 10:20

Rakel Gígja fermdÞá er stóri dagurinn liðinn, en Rakel Gígja fermdist 22. apríl sl. Dagurinn var yndislegur í alla staði, byrjaði skrautlega en á meðan við Rakel fórum í greiðslu og förðun að þá voru strákarnir að hugsa um dýrin og gera allt klárt. Síðan varð ein kind að bera rétt fyrir 10.00 þannig að stressið var orðið mikið þegar við vorum loksins komin öll út í bíl kl. 10.28 og keyrum af stað að þá sjáum við að allar kindurnar sem eiga að vera inni í bragga eru komnar út emoticon þá voru góð ráð dýr, allir í sparifötunum að reka þær aftur inn. En allt tókst þetta og við náðum í tæka tíð í kirkjuna. 
Veislan var svo æðisleg enda komu Höfðabakkasystkinin nálægt hlutunum, Elísa sá um skreytingar og stjórnaði öllu eins og herforingi. Þórhallur sá um matinn og var hann auðvitað æðislegur eins og honum einum er lagið. Fengum mikla aðstoð frá fjölskyldunni í frágangi og undirbúningi. Stella, Unnur og Óla sáu um eftirréttina sem voru æðislega fallegar kökur. Eydís sá svo um myndashowið og var það mjög skemmtilegt hjá henni.
Fleiri myndir inn í myndaalbúmi á síðunni.

23.04.2018 09:36

Sýningin Hestar fyrir alla 2018
Á sýningu Þyts, Hestar fyrir alla, tóku krakkarnir þátt í 2 atriðum. Rakel var fánaberi í opnunaratriðinu og Rökkvi reið með ásamt Lindu vinkonu sinni. Síðan tóku þau þátt í munsturreið Þytskrakka. Ég (Kolla) tók svo þátt í atriði með áhugamannadeildarliðinu mínu, Liði Sindrastaða. 
Hér má sjá myndir, fleiri í myndaalbúmi.

12.04.2018 12:14

Á spretti

Lindarberg er komið á kortið emoticon
Hulda Geirsdóttir kom í heimsókn til okkar allra í liði Sindrastaða og vorum við í síðasta þættinum ,,Á spretti" á RÚV þetta árið. Ef ýtt er á myndina hér fyrir neðan má sjá þáttinn.09.04.2018 10:02

Goðamót Þórs og lokamót Húnvetnsku liðakeppninnar

Mikil helgi að baki, Rökkvi fór norður að keppa á Goðamóti Þórs í fótbolta í 6 fl KK. Rökkvi fór í fyrsta skipti einn og stóð sig ofsalega vel. Skoraði 14 mörk þrátt fyrir að vera bakvörður nánast allan tímann. Kom allavega mjög sáttur strákur heim eftir helgina.

Raggi og Rakel kepptu svo á lokamóti Húvetnsku liðakeppninnar. Raggi keppti á Vídalín í T7 og voru þeir efstir eftir forkeppnina og eftir úrslit voru þeir efstir ásamt Öllu frænku jöfn í efsta sætinu með eink 6,25. En eftir sætaröðun var staðan enn jöfn þannig að þau fóru í bráðabana sem Alla sigraði.


Rakel keppti á Grágás frá Grafarkoti og sigruðu þær tölt T3 unglinga með 6,50 í eink.  Rakel sigraði síðan einstaklingskeppnina í unglingaflokki og Raggi var í 2. sæti í 3. flokki.

Úrslit mótsins:

Pollaflokkur

Herdís Erla Elvarsdóttir og Ísó frá Grafarkoti

 

Barnaflokkur Tölt T7

    1. sæti Guðmar Hólm Ísólfsson og Daníel frá Vatnsleysu 7,25

    2. sæti Dagbjört Jóna Tryggvadóttir og Dropi frá Hvoli 6,75

 

Unglingar Tölt T3    1. sæti Rakel Gígja Ragnarsdóttir og Grágás frá Grafarkoti 6,50

    2. sæti Eysteinn Tjörvi Kristinsson og Þokki frá Litla Moshvoli 5,75

    3. sæti Margrét Jóna Þrastardóttir og Gáski frá Hafnarfirði 5,67

    4. sæti Bryndís Jóhanna Kristinsdóttir og Kjarval frá Hjaltastaðahvammi 5,42

 

3. flokkur Tölt T7    1. sæti Aðalheiður Sveina Einarsdóttir og Melrós frá Kolsholti 2 6,25

    2. sæti Ragnar Smári Helgason og Vídalín frá Grafarkoti 6,25

    3. sæti Jóhannes Ingi Björnsson og Þór frá Stórhól 5,63

    4. sæti Sigurður Björn Gunnlaugsson og Amor frá Fremri-Fitjum 5,25

    5. sæti Sigrún Eva Þórisdóttir og Freisting frá Hvoli 5,0

    6. sæti Theódóra Dröfn Skarphéðinsdóttir og Dimma frá Holtsmúla 4,88

 

2. flokkur Tölt T3

    1. sæti Birna Olivia Ödquist og Ármey frá Selfossi 7.08

    2. sæti Eva Dögg Pálsdóttir og Stuðull frá Grafarkoti 6,67

    3. sæti Ásta Guðný Unnsteinsdóttir og Gljá frá Grafarkoti 6,0

    4. sæti Fanndís Ósk Pálsdóttir og Máni frá Melstað 5,92

    5. sæti Jóhann Albertsson og Stúdent frá Gauksmýri 5,92

    6. sæti Matthildur Hjálmarsdóttir og Frakkur frá Bergsstöðum 5,0

 

1. flokkkur Tölt T3

    1. sæti Kolbrún Grétarsdóttir og Stapi frá Feti 7,33

    2. sæti Jónína Lilja Pálmadóttir og Sigurrós frá Syðri-Völlum 6,75

    3. sæti Herdís Einarsdóttir og Gróska frá Grafarkoti 6,67

    4. sæti Bergrún Ingólfsdóttir og Gustur frá Kálfholti 6,67

    5. sæti Friðrik Már Sigurðsson og Valkyrja frá Lambeyrum 6,58

B-úrslit 1. flokkur

    6. sæti Jóhann Magnússon og Brana frá Þóreyjarnúpi 6,42

    7. sæti Elvar Lofi Friðriksson og Grámann frá Grafarkoti 6,33

 

Skeið 100 m

    1. sæti Guðjón Örn Sigurðsson og Lukka frá Úthlið 8,37sek

    2. sæti Jóhann Magnússon og Fröken frá Bessastöðum 8,41 sek

    3. sæti Halldór Pétur Sigurðsson og Sía frá Hvammstanga 10,34 sek

 

NIÐURSTÖÐUR EINSTAKLINGSKEPPNI OG LIÐAKEPPNI

Barnaflokkur:

        1. sæti Dagbjört Jóna Tryggvadóttir 34 stig

        2. sæti Guðmar Hólm Ísólfsson 30 stig

        3. sæti Indriði Rökkvi Ragnarsson 22 stig

 

    Unglingaflokkur:

        1. sæti Rakel Gígja Ragnarsdóttir 36 stig

        2. sæti Eysteinn Tjörvi Kristinsson 31 stig

        3. sæti Bryndís Jóhanna Kristinsdóttir 30 stig

        

    3. Flokkur:

        1. sæti Aðalheiður Sveina Einarsdóttir 30 stig

        2. sæti Ragnar Smári Helgason 24 stig

        3. sæti Eva-Lena Lohi 23 stig

 

    2. Flokkur:

        1. sæti Eva Dögg Pálsdóttir 25 stig

        2. Birna Olivia Agnarsdóttir Ödquist 20 stig

        3.-4. sæti Sverrir Sigurðsson 15 stig

        3.-4. sæti Pálmi Geir Ríkharðsson 15 stig

 

    1. Flokkur

        1. sæti Elvar Logi Friðiksson 30 stig

        2. sæti Kolbrún Grétarsdóttir 25 stig

        3. sæti Fanney Dögg Indriðadóttir 23 stig


Hér fyrir neðan má sjá myndir og video frá helginni:

Video frá mótinu, okkar menn sýndir á fyrstu mínútunni!!!
03.04.2018 13:47

Firmakeppni Þyts 2018

Tókum þátt í Firmakeppni Þyts sem haldin var miðvikudaginn 28. mars sl. Gamla settið ætlaði nú ekki að taka þátt en þar sem vantaði keppendur að þá hentist Raggi á Ronju eftir að Rökkvi var búinn að sigra á henni barnaflokkinn. Enduðu þau í þriðja sæti svo í karlaflokki.
Rakel sigraði á Vídalín unglingaflokk og Kolla endaði í 5 efstu í kvennaflokki á Æsi frá Grafarkoti, lítið tömdum hesti sem við erum svo heppin að hafa í þjálfun í Lindarbergi.
02.04.2018 11:45

Kvennatölt Norðurlands 2018

Kvennatölt Norðurlands var haldið á skírdag og fóru nokkrar Þytskonur á mótið. Metþáttaka var á mótinu en yfir 100 skráningar voru á mótinu. Rakel keppti á Grágás í tölti í 2. flokki og voru þær í 2. sæti eftir forkeppni með eink 6,13 og enduðu í 3. sæti eftir úrslit með eink 6,33. Flott hjá þeim saman :) 

Mamma keppti á Grósku, Eva á Stuðli og Fanney á Trygglind í 1. flokki T3 og komust Eva og Stuðull í b úrslit og Fanney og Trygglind í a úrslit og enduðu í 3. sæti. Efnileg þessi hryssa sem við erum svo heppin að eiga hlut í :) 

Forkeppni T7
1.Pernilla Therese Göranson og Eldur frá Hvalnesi - 6,36
2.Rakel Gígja Ragnarsdóttir og Grágás frá Grafarkoti - 6,13
3-4. Sigrid Redl og Lárus frá Syðra-Skörðugili - 6,03
3-4. Iveta Borcová og Mósi frá Uppsölum - 6,03
5. Unnur Rún Sigurpálsdóttir og Knár frá Ytra- Vallholti - 5,9
6-7.Aníta Lind Björnsdóttir og Gloría frá Krossum- 5,87
6-7. Sigrún Eva Þórisdóttir og Dropi - 5,87
8. Freydís Þóra Bergsdóttir og Ötull frá Narfastöðum- 5,83
9.Lydía Ýr Gunnarsdóttir og Geysir frá Hofsósi - 5,60
10.Katrín Von Gunnarsdóttir og Kátína frá Steinnesi - 5,60
11-13.Helga Rósa Pálsdóttir og Grettir frá Síðu - 5,53
11-13. Auður Karen Auðbjörnsdóttir og María frá Blönduósi - 5,53
11-13. Lydía Þorgeirsdóttir og Rómur frá Gauksmýri - 5,53
14-16.Kristín Ellý Sigmarsdóttir og Krókur frá Bæ - 5,37
14-16. Stine Kragh og Þór frá Stórhóli - 5,37
14-16.Kolbrún Ágústa Guðnadóttir og Perla frá Seljabrekku - 5,37
17. Nicolina Marklund og Oktavía frá Vatnsleysu - 5,3
18. Sigrún Þórðardóttir og Krummi frá Höfðabakka - 5,2
19-21. Helga Rósa Pálsdóttir og Fengur frá Síðu - 5,10
19-21. Malin Maria Ingvarsson og Hlynur frá Víðivöllum Fremri - 5,10
19-21. Iveta Borcová og Kaldi frá Ósi - 5,10
22. Þórdís Halldórsdóttir og Kneif frá Syðra-Skörðugili - 4,87
23. Lina Andrea Johansson og Vakandi frá Varmalæk 1 -4,77
24. Aníta Lind Elvarsdóttir og Kraftur frá Bakka - 4,70
25-26. Auður Karen Auðbjörnsdóttir og Koldís frá Þverá - 4,60
25-26. Ingibjörg Rós Jónsdóttir og Elva frá Miðsitju - 4,60
27.Vibeke Thoresen og Þrymur frá Syðstu Fossum - 4,5
28. Ingibjörg Rós Jónsdóttir og Prins frá Bjarnastaðarhlíð 4,37
29. Inga Ingólfsdóttir og Ósk frá Butru - 4,10

A-úrslit


1.sæti Pernilla Therese Göranson og Eldur frá Hvalnesi - 6,83
2.sæti Freydís Þóra Bergsdóttir og Ötull frá Narfastöðum 6,75
3.sæti Rakel Gígja Ragnarsdóttir og Grágás frá Grafarkoti - 6,33
4.sæti Iveta Borcová og Mósi frá Uppsölum - 6,17
5.sæti Sigrid Redl og Lárus frá Syðra-Skörðugili - 6,0
6. Unnur Rún Sigurpálsdóttir og Knár frá Ytra- Vallholti - 5,83

Hér fyrir neðan er video af Rakel Gígju og Grágás í forkeppni og úrslitum.


Hér eru svo nokkar myndir af skvísunum sem ég tók á mótinu.  • 1