Heimasíða Lindarbergs

Færslur: 2018 Mars

27.03.2018 09:00

Þriðja mótið í Húnvetnsku liðakeppninni

Nú fer að styttast í annan endann á mótum vetrarins, þriðja mótið í Húnvetnsku liðakeppninni lokið. Lindarbergsfólkið keppti allt og gekk nokkuð vel. Rökkvi og Ronja tóku þátt í barnaflokki og hlutu 5,39 í eink. Rakel keppti í fimmgangi unglinga og T2. Vídalín var ekki í stuði, en svona eru bara sumir dagar en Ígull stóð sig vel og enduðu þau í 2. sæti með eink 4,67. Ígull þarf nú meira pláss fyrir skeið en svona litla höll, var aðeins fjórtakta :) 

Raggi keppti á Styrk í þrígangi og þeim gekk frábærlega í forkeppninni en töltið var smá bras í úrslitunum, ungur og óreyndur hestur en með geggjað fet og fengu þeir frá 7,5 - 8,0 fyrir það.

Kolla keppti á Stuðli í T2 og í dag gekk allt upp hjá þeim, enduðu í 2. sæti með eink 6,63


 

Pollar: 

Herdís Erla Elvarsdóttir og Ísó frá Grafarkoti

 

Barnaflokkur þrígangur1. sæti Guðmar Hólm Ísólfsson og Nútíð frá Leysingjastöðum 6,78

2. sæti Dagbjört Jóna Tryggvadóttir og Freyja frá Brú 6,06

3. sæti Indriði Rökkvi Ragnarsson og Ronja frá Lindarbergi 5,39 

Unglingar fimmgangur F21. sæti Bryndís Jóhanna Kristinsdóttir og Snilld frá Tunguhlíð 5,31

2. sæti Rakel Gígja Ragnarsdóttir og Ígull frá Grafarkoti 4,67

3. sæti Eystinn Tjörvi K. Kristinsson og Viljar frá Skjólbrekku 4,19


Tölt T-2 opinn flokkur (6. sæti færist ekki upp í A-úrslit)1. sæti Kolbrún Grétarsdóttir og Stapi frá Feti 7,04

2. sæti Kolbrún Stella Indriðadóttir og Stuðull frá Grafarkoti 6,63

3. sæti Fanney Dögg Indriðadóttir og Griffla frá Grafarkoti 6,38

4. sæti Karitas Aradóttir og Sómi Kálfsstöðum 6,29

5. sæti Sverrir Sigurðsson og Krummi frá Höfðabakka 5,75

6. sæti Þórhallur Magnús Sverrisson og Frosti frá Höfðabakka 5,79

7. sæti Helga Rós Níelsdóttir og Erill frá Stóru-Hildisey 5,25

8. sæti Margrét Jóna Þrastardóttir og Smári frá Forsæti 5,08

9. sæti Dagbjört Jóna Tryggvadóttir og Funi frá Fremri-Fitjum 4,92

10. sæti Stine Kragh og Þór frá Stórhóli 3,96 

  1. 1. flokkur fimmgangur F2

1. sæti Fanney Dögg Indriðadóttir og Eva frá Grafarkoti 6,67

2. sæti Elvar Logi Friðriksson og Glitri frá Grafarkoti 6,33

3. sæti Jóhann Magnússon og Atgeir frá Bessastöðum 6,19

4. sæti Jónína Lilja Pálmadóttir og Káinn frá Syðri-Völlum 5,67

5. sæti Kolbrún Grétarsdóttir og Ræll frá Gauksmýri 5,62

 

2. flokkur fimmgangur F2

1. sæti Eva Dögg Pálsdóttir og Arða frá Grafarkoti 5,76

2. sæti Fríða Marý Halldórsdóttir og Stella frá Efri-Þverá 5,64

3. sæti Gréta Karlsdóttir og Heba frá Grafarkoti 5,62

4. sæti Helga Rós Níelsdóttir og Frægur frá Fremri-Fitjum 5,24

5. sæti Sverrir Sigurðsson og Drift frá Höfðabakka 4,71

 

3. flokkur þrígangur1. sæti Aðalheiður S. Einarsdóttir og Melrós frá Kolsholti 2 6,28

2. sæti Ragnar Smári Helgason og Styrkur frá Króki 6,06

3. sæti Eva-Lena Lohi og Kolla frá Hellnafelli 5,83

4. sæti Jennelie Hedman og Mökkur frá Efri-Fitjum 5,28

5. sæti Sigrún Eva Þórisdóttir og Freisting frá Hvoli 5,17Fleiri myndir inn í myndaalbúmi á síðunni.

23.03.2018 10:22

Áhugamannadeild Spretts lokið

Ofsalega var gaman að taka þátt í áhugamannadeildinni 2018. Mikill lærdómur að taka þátt í þessu ævintýri í skemmtilegum félagsskap, gaman að æfa markvisst að einhverju, vera í liði og með þjálfara. Ísólfur er frábær þjálfari með mikinn metnað og alltaf ALL IN í því sem hann tekur sér fyrir hendur. Hann keyrði td suður á miðvikudaginn sl til að taka æfingu með okkur í höllinni en þurfti svo að fara aftur norður um kvöldið, ekki allir sem hefðu lagt það á sig. 

Ég var svo heppin að fá hross í láni frá mömmu og pabba og mikla aðstoð frá mömmu með hrossin svo þetta verkefni væri gerlegt fyrir mig, fékk þrjú góð hross sem ég er alltaf að læra meira og meira á. Í gærkvöldi keppti ég á Grósku frá Grafarkoti, sem var mesta verkefnið fyrir mig af því að við höfum ekkert verið saman í keppni, ég reið svo hæga töltið of hratt en við hlutum 5,57 í eink en Gróska hefur farið alveg upp í 6,90 í töltkeppni. Svo knapinn þarf að halda áfram að æfa sig, video af okkur hér að neðan :)Ekki datt mér heldur í hug að fá RÚV í heimsókn í Lindarberg, en það var gaman að geta sýnt þeim svona aðeins öðruvísi hesthús og fjárhús en eru á flestum stöðum :) Hópurinn á lokahófi deildarinnar og ein frá Sindrastöðum emoticon


 

14.03.2018 15:07

Nýr traktor !!!

Stór frétt í Lindarbergi en það er kominn nýr traktor og með húsi. Eftir svona vetur að þá gáfumst við upp á að eiga húslausan traktor með ámoksturstækjum. Svo gamli var seldur og keyptum New Holland í staðin.14.03.2018 14:13

Fjórgangur í Húnvetnsku liðakeppninni

Þá er fjórgangi lokið í Húnvetnsku liðakeppninni, við kepptum öll fjögur og gekk okkur öllum vel. Rökkvi keppti í fyrsta skipti, var ofsalega spenntur fyrir en eftir ánægður enda gekk honum svakalega vel. Keppti á Ronju frá Lindarbergi sem er algjör snillingur og enduðu þau í 3. sæti með eink 5,92. Rakel keppti á Vídalín í unglingaflokki og enduðu þau í 2. sæti með eink 6,00, Kolla keppti á Grágás og enduðu þær í 4. sæti í 2. flokki með eink 6,23 og Raggi keppti á Styrk frá Króki sem er hestur á sjötta og fór í fyrsta skipti í keppni og enduðu þeir í 2. sæti í 3. flokki með eink 5,79.
Hér fyrir neðan má sjá úrslit mótsins en margir frá Grafarkoti voru að keppa og stóðu sig allir með prýði.


Pollaflokkur: 

Herdís Erla Elvarsdóttir og Heba frá Grafarkoti

Barnaflokkur fjórgangur V51. sæti Guðmar Hólm Ísólfsson og Kórall frá Kanastöðum 6,58 
2. sæti Dagbjört Jóna Tryggvadóttir og Dropi frá Hvoli 6,17
3. sæti Indriði Rökkvi Ragnarsson og Ronja frá Lindarbergi 5,92

Unglingaflokkur fjórgangur V31. sæti Eysteinn Tjörvi K. Kristinsson og Þokki frá Litla Moshvoli 6,13
2. sæti Rakel Gígja Ragnarsdóttir og Vídalín frá Grafarkoti 6,00
3. sæti Bryndís Jóhanna Kristinsdóttir og Kjarval frá Hjaltastaðahvammi 5,97
4. sæti Margrét Jóna Þrastardóttir og Smári frá Forsæti 5,23

3. flokkur fjórgangur V51. sæti Aðalheiður Sveina Einarsdóttir og Brúnkolla frá Bæ 5,83
2. sæti Ragnar Smári Helgason og Styrkur frá Króki 5,79
3. sæti Sigurður Björn Gunnlaugsson og Amor frá Fremri-Fitjum 5,50
4. sæti Eva-Lena Lohi og Kolla frá Hellnafelli 5,38
5. sæti Þröstur Óskarsson og Prins frá Hafnarfirði 4,79

2. flokkur fjórgangur V3A úrslit:
1. sæti Sverrir Sigurðsson og Krummi frá Höfðabakka 6,57
2. sæti Birna Olivia Ödquist og Ármey frá Selfossi 6,47
3. sæti Pálmi Geir Ríkharðsson og Laufi frá Syðri-Völlum 6,30
4. sæti Kolbrún Stella Indriðadóttir og Grágás frá Grafarkoti 6,23
5. sæti Eva Dögg Pálsdóttir og Arða frá Grafarkoti 5,73

B úrslit:
6. sæti Ásta Guðný Unnsteinsdóttir og Mylla frá Hvammstanga 5,77
7. sæti Stine Kragh og Þór frá Stórhóli 5,63
8. sæti Greta Brimrún Karlsdóttir og Sena frá Efri-Fitjum 5,57
9. sæti Fanndís Ósk Pálsdóttir og Máni frá Melstað 5,50
10. sæti Lýdía Þorgeirsdóttir og Veðurspá frá Forsæti 5,40

1, flokkur, fjórgangur V3

1. sæti Ísólfur Líndal Þórisson og Nútíð frá Leysingjastöðum 7.00
2. sæti Kolbrún Grétarsdóttir og Jaðrakan frá Hellnafelli 6,60
3. sæti Herdís Einarsdóttir og Griffla frá Grafarkoti 6,40
4. sæti Elvar Logi Friðriksson og Gljá frá Grafarkoti 6,33
5. sæti Jónína Lilja Pálmadóttir og Stella frá Syðri-Völlum 6,0714.03.2018 13:16

T2 í áhugamannadeildinni 2018

Kolla tók þátt í T2 í áhugamannadeildinni á Stuðli frá Grafarkoti. Allt gekk upp hjá þeim og voru þau að vonast eftir aðeins hærri einkunn en þau fengu frá 5,4 upp í 6,3 og enduðu með 5,77. En gengu sátt frá borði þar sem allt gekk upp.
Kolla Grétars tók myndir af mótinu og má sjá nokkrar hér fyrir neðan:
Video af sýningunni:

  • 1