Heimasíða Lindarbergs

Færslur: 2018 Febrúar

26.02.2018 15:25

Húnvetnska liðakeppnin hafin

Fyrsta mótið í Húnvetnsku liðakeppninni var haldið sunnudaginn 18. febrúar sl. Keppt var í TREC í fyrsta skipti, Trec er vinsælt keppnisform meðal frístundahestamanna víða um heim. TREC er þrautakeppni sem kallar fram það besta í góðum reiðhesti. Fjölhæfni og geðslag íslenska hestsins eru talin vel til þess fallin að nota í TREC. Hesturinn þarf að vera vel taminn, kjarkaður og hlýðinn til að farnast vel í greininni. Nánar um reglur Þyts í greininni má sjá í frétt hér á heimasíðu félagsins.

Krakkarnir tóku þátt, Rökkvi keppti í fyrsta skipti í barnaflokki og Rakel í fyrsta skipti í unglingaflokki. Rökkvi og Ígull stóðu sig með ágætum, hafði nú gengið betur á æfingum en ekkert alltaf. Ígull var nú ekki alltaf að nenna að fara í gegnum þetta hlið en þeir höfðu gott af þessum æfingum saman félagarnir. 
Rakel og Ronja stóðu sig vel saman, sigruðu sinn flokk. Hér fyrir neðan má sjá úrslitin og myndir frá mótinu sem Eydís tók. Fleiri myndir inn á heimasíðunni.Barnaflokkur:


1. sæti Dagbjört Jóna Tryggvadóttir  og Dropi frá Hvoli 91 stig

2. sæti Indriði Rökkvi Ragnarsson og Ígull frá Grafarkoti 59 stig

Unglingaflokkur:


1. sæti Rakel Gígja Ragnarsdóttir og Ronja frá Lindarbergi 84 stig

2. sæti Margrét Jóna Þrastardóttir og Melodý frá Framnesi 68 stig

3. sæti Bryndís Kristinsdóttir og Kjarval frá Hjaltastaðahvammi 62 stig

4. sæti Eysteinn Kristinsson og Glóð frá Þórukoti 40 stig


16.02.2018 09:55

Hross inni veturinn 2018

Hrossin sem við erum búin að vera með inni í vetur eru Vídalín frá Grafarkoti, Ronja frá Lindarbergi, Hiti frá Lindarbergi, Rimma frá Lindarbergi, Ræningi frá Lindarbergi, Döggvar frá Lindarbergi, Hildigunnur frá Kollaleiru, Ígull frá Grafarkoti og Túlkur frá Grafarkoti. 

Vorum með Hildigunni í prufu fyrir Rakel Gígju en Hildigunnur er í eigu vinar okkar Péturs Vopna sem lánaði okkur hana. Hildigunnur er alvön keppnishryssa í unglinga og ungmennaflokki, þá aðallega í fjórgangi. Frábær hryssa en aðeins of stórt númer fyrir Gígjuna eins og staðan er í dag, því miður.
Svo Pétur tekur hana til sín og verður þá kominn með frábært reiðhross aftur :)

Rakel er með Vídalín í knapamerki 3, Rökkvi er með Ígul og Túlk og allir rífast svo um Ronju. Tryppin skiptast svo á okkur Ragga :)

Vídalín og Rimma


Túlkur, Ígull tv og Hiti og Ræningi th.

Ronja og Túlkur tv og Döggvar og Ræningi th.

Smá myndbrot af rekstri nú í febrúar:

14.02.2018 09:30

Þessi vetur !!!

Ekki getum við verið ánægð með veðrið í vetur, búið að vera svo rysjótt veður, gott í 2 daga og vont í 2 daga... Svo hestamennskan er ekkert auðveld, eins og staðan er í dag er hægt að ríða út á malbikinu og komast þannig upp í höll, reiðvegurinn er á kafi.
En ég ákvað í haust að fara vel út fyrir þægingdarammann, fékk tilboð um að vera með í liði í áhugamannadeildinni sem ég tók, þótt ég væri nú ekki með neina hesta í þetta :) En fæ í láni hross hjá mömmu og pabba svo ég er mjög heppin. Keppti í fjórgangi á Grágás, gekk svona la la, hún var of há á tölti og brokki svo stressið fór aðeins með okkur báðar. Vonandi er bara sviðskrekkurinn afstaðinn !!!
Rakel er búin að fara á 1 fótboltamót á Akureyri með Tindastól, þær stóðu sig vel og var hápunkturinn hjá minni þegar hún skoraði sigurmark á lokamínútunum í síðasta leiknum. Rökkvi fékk svo að fara inn á völlinn með Tindastólsmönnum í Bikarúrslitaleiknum í körfubolta og var ekkert smá ánægður að leiða Hannes Másson :)


Fleiri myndir frá fyrsta mótinu í áhugamannadeildinni sem Kolla Grétars tók og inn á RÚV.is sjá viðtal sem tekið var við mig eftir keppnina emoticon


Að lokum eitt video af Sælunni, en þessi kind er met, það sem henni dettur ekki í hug að gera. Finnst skemmtilegast að fá að aðstoða okkur við að moka hesthúsið og bara fá að vera með okkur. Held hún hafi verið hundur í fyrra lífi.
  • 1