Heimasíða Lindarbergs

Færslur: 2017 September

22.09.2017 15:35

Til gamans !!!

Ræktunarbúsýning á Króknum fyrir nokkrum árum !!!

20.09.2017 10:11

Veðurblíða 19.09.2017

Haustið hefur verið ofsalega gott hérna fyrir norðan. Tók nokkrar myndir í gærkvöldi af kindunum á heimatúninu. 

19.09.2017 14:39

Gígja frá GrafarkotiÞessi hryssa er til sölu, er nýfarin að tölta og því aðeins misjöfn á því, var aðeins tamin í fyrravetur en var svo lítil að henni var leyft að þroskast meira fyrir töltsetningu. Síðan var hún tekin inn seinni partinn sl vetur og er mjög þæg og góð. En hennar helsti galli er að hún er smá, var samt ofsalega dugleg í hestaferðum í sumar. Hentar því vel fyrir nettan knapa. Gígja er brúnblesótt, hringeygð. Er undan Gretti frá Grafarkoti og Urtu frá Grafarkoti. 13.09.2017 12:16

Smalamennskur, göngur, réttir og lífgimbrar valdar

Viðburðarríkri helgi lokið, búið að smala, fara í göngur og réttir, vigta, láta meta og velja lífgimbrar. Við erum ánægð með skrautlegan hóp lamba þetta árið, sæddum ekkert í ár en betri helmingurinn lofaði að það mætti aldeilis bæta úr því í haust. Í mælingunum var minni bakvöðvi og þá aðallega undan einum hrút sem er mórauður hrútur undan Höfðingja af sæðingastöðinni, en einnig var miklu minni fita sem getur verið ástæða fyrir minni bakvöðva en við náðum flottum lífgimbrum og erum ánægð með hópinn sem settur var á. Búið að lóga nánast öllu, vigtin er 17,3, fita 7 og gerð 9,7 sem er bara ásættanlegt, sérstaklega þar sem við lóguðum helmingnum 21. ágúst. 


Fleiri myndir má sjá hér 
Smá video af okkur Pílu að leggja af stað í göngurnar, hún er alltaf til í að gelta þessi :) :) 

04.09.2017 14:31

Tign frá HafrafellstunguVið Eydís fórum haustið 2016 í heimsókn til Eyrúnar frá Tannstaðabakka, að Hafrafellstungu í Öxarfirði að sækja 2 forystugimbrar. Eydís gaf Gústa sína í jólagjöf og heitir hún Skikkja og er svarblesótt, sokkótt. Ég fékk móbotnóttblesótta og sokkótta. Og við erum mjög ánægð með hana, hleypur á undan fénu þegar við smölum heim og er ekkert of stygg eða með of mikil læti. Svo það var alveg þess virði að keyra 1.100 km á einum degi emoticon


04.09.2017 12:04

Haustið byrjar vel !!!

Eftir svona sunnudag eins og var í gær er ekki annað en að segja að haustið byrji vel. 18 stiga hiti og sólarlaust, ekki hægt að biðja um meira. 
Helgin fór í kindastúss, núna var smalað (eins og venjulega er gert fimmtudeginum fyrir göngur). Við fórum upp með Grímsánni og smöluðum Kjóafellið og þar fyrir ofan suður. Förum upp að Káraborg og rekum þar niður í Helguhvammi. Menn á hjólum fara ofan og ná í fé alveg upp í Þrælsfell. Báðir krakkarnir komu með okkur og stóðu sig vel, Rakel kom í fyrsta skipti með í fyrra. 
Myndir frá helginni komnar inn í myndaalbúm hér á síðunni: http://lindarberg.123.is/photoalbums/ 


  • 1