Heimasíða Lindarbergs

Færslur: 2017 Ágúst

27.08.2017 09:53

Dælis open 2017

Rakel Gígja keppti með Grafarkoti á Dælis Open 2017 í fjórgangi. Skemmtilegt mót sem er liðakeppni og aðeins keppt í úrslitum.

Rakel endaði fjórða sæti í fjórgangi
  
Dóra var kalt en hafði það bara kósý :) Og Erlu fannst biðin eftir grillinu vera orðin frekar löng :)
  
Mamma var í 3. sæti í tölti á Grifflu. Sigrún í fjórða á Frosta. Flottar vinkonurnar :)
Loginn flottur :)

Hér eru fínar myndir af Vídalín og Rakel sem Eydís tók !!!


25.08.2017 15:39

Sumarið 2017

Viðburðarríkt sumar á enda, sá hvað við höfum gert mikið í sumar þegar ég fór í gegnum myndir til að setja inn í albúm hérna á síðunni. Finnst svo gott að hafa þessa síðu til að varðveita þessar myndir á einhverjum stað. Finnst oft gaman (sérstaklega á veturna) að skoða fallegar sumarmyndir og rifja upp. http://lindarberg.123.is/photoalbums/ 
23.08.2017 15:08

Haustvertíðin byrjar snemma

Haustvertíðin byrjar snemma þetta árið en 21.08 sl settum við 40% af lömbunum í sláturhúsið eða 65 talsins. Þar sem sláturverð mun að öllum líkindum lækka um allt að 35% eftir 4. sept svo að það þýðir ekkert að hugsa út í fallþunga og fór því allt sem var þyngra en 33 kg en frekar illa smalaðist þar sem þetta var jú aðeins 19. ágúst þegar reynt var að sækja féð.

Fallþunginn var 17,5 kg, gerð 9,75 og fita 6,94

 
23.08.2017 14:17

Íþróttamót Þyts 2017

Þá er mótum sumarsins lokið en íþróttamót Þyts var haldið 18. og 19. ágúst sl. Rakel Gígja keppti bæði á Grágás og Vídalín. Ákvað að keppa svo í úrslitum á Vídalín og enduðu þau í 2. sæti í tölti og fjórgangi með eink 6,0. Við sjáum greinilegan mun hvað Vídalín er sáttari eftir að hafa verið skorinn við stagi og þau alltaf að verða betri og betri saman :)

Indriði Rökkvi tók þátt í pollaflokknum á Túlk frá Grafarkoti.

10.08.2017 10:51

Kíktum á Norðausturlandið um Versló

Við skruppum í smá útilegu um verslunarmannahelgina með mömmu og pabba. Fórum í Ásbyrgi og tjölduðum þar fyrstu nóttina, löbbuðum svo þar um og skoðuðum. Keyrðum svo að Hljóðaklettum og Dettifossi og keyrðum svo að Mývatni og tjölduðum þar seinni nóttina. Fórum í jarðböðin á Mývatni sem var mjög gaman að prufa. Kíktum svo á heimleiðinni í sund á Akureyri og í jólahúsið. Fín verslunarmannahelgi :) 

Fullt af myndum úr ferðalaginu og frá fleiru í sumar hér: http://lindarberg.123.is/photoalbums/283152/ 05.08.2017 12:00

Hestaferð 2017

Við fórum í ótrúlega skemmtilega hestaferð í sumar.Hvammstangi - Hvoll í Vesturhópi - Mosfell A-hún - Bólstaðarhlíð A-hún - Efri Byggð í Skagafirði - Hof í Vatnsdal - Gröf í Víðidal - Hvammstangi Nokkrar myndir frá ferðinni komnar inn í myndaalbúm.
 Fleiri myndir inn í myndaalbúmi á síðunni: http://lindarberg.123.is/photoalbums/283447/ 

  • 1