Heimasíða Lindarbergs

Færslur: 2017 Júlí

16.07.2017 18:47

Íslandsmóti 2017 lokið

Íslandsmóti 2017 lokið, við ákv að Rakel myndi bara keppa á föstudeginum þar sem foreldrarnir voru að klára heyskap og mikið að gera enda FM nýlokið. En við sjáum nú ekki eftir að hafa leyft henni að spreyta sig því hún komst í b úrslit í tölti barna á Vídalín og enduðu þau í 11. sæti. Kom vissulega á óvart að komast í úrslit og fórum við því aftur norður á laugardeginum en öll b úrslit voru riðin þá.
En Rakel keppti líka í hindrunarstökki, sú grein hefur ekki verið í boði í mörg ár á Íslandsmóti. En Rakel keppti á Ronju frá Lindarbergi og sigruðu þær greinina. Mjög gaman, Rakel var búin að fara sjálf upp í reiðhöll og æfa með brokkspírum en þessar voru aðeins hærri á Hólum en Ronja er alltaf til í allt og stóð sig auðvitað vel að vanda. Þær voru mjög flottar enda mikið æfðar saman í knapamerki, í hindrunarstökki barna eru 4 atriði dæmd, áseta, undirbúningur, uppstökk og gangtegund. Semsagt enginn tími en það er tími hjá unglingum og ungmennum.
  
Snillingarnir Ronja tv og Vídalín th.
  
Flottu Þytskrakkarnir
 
Verðlaunaafhending í tölti og hindrunarstökki

 07.07.2017 10:16

Folöld 2017

Við héldum 3 merum í fyrra, Höttu héldum við nú upphaflega bara til að eiga kjöt í kistunni. Spurning hvort við getum staðið í þessu áfram? Var nú nógu erfitt í fyrra að lóga folaldinu undan Koldísi. 
En Æra fór undir Rey frá Efri-Fitjum og fengum við móálóttan stjörnóttan verðandi gæðing. Síðan fór Áróra undir Sólon frá Skáney og fengum við rauðstjörnótta hryssu. 


Rakel að skoða dömuna undan Áróru og Sólon. En Áróra fór svo undir Trymbil frá Stóra-Ási 

06.07.2017 09:30

FM 2017

Skemmtunin heldur áfram, Fjórðungsmótið gekk vel. Rakel Gígja og Griffla unnu sér rétt í A úrslitum eftir forkeppni í barnaflokki með eink 8,33. Og héldu sínu sæti í úrslitum með eink 8,34. Var frekar mikill æsingur á tímabili í úrslitunum og eftir smá atvik í einni beygjunni að þá varð Grifflan frekar heit en þær voru samt flottar eins og alltaf :) 

Video af vinkonunum í forkeppni:


Video af þeim í úrslitum hér að neðan:
Síðan keppti Rakel Gígja á Vídalín í tölti og enduðu þau í sjöunda sæti með eink 5,50. 


Restin af fjölskyldunni hafði það svo bara gott í útilegu, en Kolla og krakkarnir fóru á þriðjudegi suður með fellihýsið, svo þetta var ansi löng útilega. Raggi kom á fimmtudeginum og náði að sjá Rakel í forkeppninni í barnaflokknum. Myndir af mótinu má sjá hér: http://lindarberg.123.is/photoalbums/283285/ 
  • 1