Heimasíða Lindarbergs

Færslur: 2017 Júní

20.06.2017 10:02

Heimalingarnir urðu 8

8 heimalingar skottast um í Lindarbergi þetta sumarið. Voru 9 en ein varð veik og náði sér aldrei. 
Þetta eru algjör krútt og láta dekra við sig allan daginn. Vilja mikið vera inni enda er ,,mamma" þeirra þar en við keyptum fóstru. Fötu sem við blöndum í ca 7 lítrum í af mjólk og í fötunni er hitaelement sem heldur mjólkinni heitri. Fleiri myndir inn í myndaalbúmi: http://lindarberg.123.is/photoalbums/ 
  

 


Aðeins að stríða Pílu, hún ákveður þá að halda sig fjarri :) 
19.06.2017 10:37

Trygglind frá Grafarkoti

Við erum svo heppin að eiga hlut í þessari hryssu með Eydísi, mömmu og pabba, verður spennandi að halda áfram með hana. En Tóti Eymunds sýndi hana í kynbótadómi á Hólum. 
Aðaleinkunn: 7,94
Sköpulag: 8,16
Kostir: 7,78


Höfuð: 8,0
2) Skarpt/þurrt J) Gróf eyru

Háls/herðar/bógar: 8,5
3) Grannur 4) Hátt settur 5) Mjúkur

Bak og lend: 8,5
3) Vöðvafyllt bak 7) Öflug lend

Samræmi: 8,5
4) Fótahátt 5) Sívalvaxið
Grönn um brjóst

Fótagerð: 8,0
3) Mikil sinaskil C) Beinar kjúkur

Réttleiki: 7,0
Afturfætur: C) Nágengir
Framfætur: C) Nágengir

Hófar: 8,0
7) Hvelfdur botn

Prúðleiki: 7,5

Tölt: 8,0
3) Há fótlyfta H) Stirt

Brokk: 8,0
5) Há fótlyfta

Skeið: 6,0
A) Ferðlítið B) Óöruggt

Stökk: 8,0
4) Hátt C) Sviflítið

Vilji og geðslag: 8,0
4) Þjálni

Fegurð í reið: 8,5
3) Góður höfuðb.

Fet: 8,5
1) Taktgott

Hægt tölt: 8,0

Hægt stökk: 8,0

11.06.2017 14:26

Gæðingamót Þyts og úrtaka fyrir FMÍ gær var úrtaka fyrir FM og Gæðingamót Þyts haldið á Hvammstanga. Rakel Gígja keppti á tveimur hrossum, Vídalín frá Grafarkoti og Grifflu frá Grafarkoti. Vídalín og Rakel fengu í forkeppninni 8,38 og Griffla og Rakel fengu í forkeppninni 8,41. Hún ákvað að keppa á Grifflu í úrslitunum þar sem þetta var þeirra fyrsta keppni saman, vita hvernig Griffla tæki þessu öllu og þær stóðu sig með prýði, hlutu 8,61 í úrslitunum og 1. sæti. Einnig var Rakel Gígja valin knapi mótsins.
Indriði Rökkvi keppti á Túlk frá Grafarkoti í pollaflokki en hann er nýkominn með hann frá langömmu sinni :) 

Forkeppni:
Barnaflokkur:
1 Rakel Gígja Ragnarsdóttir / Griffla frá Grafarkoti 8,41 
2 Rakel Gígja Ragnarsdóttir / Vídalín frá Grafarkoti 8,38 
3 Guðmar Hólm Ísólfsson Líndal / Daníel frá Vatnsleysu 8,33 
4 Bryndís Jóhanna Kristinsdóttir / Kjarval frá Hjaltastaðahvammi 8,28 
5 Dagbjört Jóna Tryggvadóttir / Dropi frá Hvoli 8,28 
6 Bryndís Jóhanna Kristinsdóttir / Frakkur frá Bergsstöðum Vatnsnesi 8,13 
7 Dagbjört Jóna Tryggvadóttir / Sparibrúnn frá Hvoli 8,03 
8 Margrét Jóna Þrastardóttir / Smári frá Forsæti 7,97 

Úrslit:
Barnaflokkur:
1 Rakel Gígja Ragnarsdóttir / Griffla frá Grafarkoti 8,61 
2 Guðmar Hólm Ísólfsson Líndal / Daníel frá Vatnsleysu 8,57 
3 Bryndís Jóhanna Kristinsdóttir / Kjarval frá Hjaltastaðahvammi 8,26 
4 Margrét Jóna Þrastardóttir / Smári frá Forsæti 8,09 
5 Dagbjört Jóna Tryggvadóttir / Dropi frá Hvoli 7,94 

Pollar:
Nr Knapi Hestur
1 Indriði Rökkvi Ragnarsson Túlkur frá Grafarkoti
2 Jólín Björk Kamp Kristinsdótti Glóey frá Gröf Vatnsnesi
3 Jakob Friðriksson Líndal Niður frá Lækjamóti
4 Herdís Erla Elvarsdóttir og Brana frá Laugardal  

Hér fyrir neðan eru video og myndir frá mótinu, var óvart smá móða á símanum þegar Raggi tók Vídalín upp.          


  • 1