Heimasíða Lindarbergs

Færslur: 2017 Maí

20.05.2017 00:12

Systur

Rakel finnst ekkert leiðinlegt að þjálfa í Grafarkoti með ömmu sinni. Hér er Rakel á Grifflu og Hedda amma á Grósku. Þetta eru alsystur undan Græsku og Gretti frá Grafarkoti.

10.05.2017 09:42

SauðburðurSauðburðurinn gengur vel, í dag 10. maí eru aðeins 19 kindur eftir. Veðrið er búið að vera frábært það sem af er vori þangað til akkúrat í dag en kalsa rigning og hvasst er úti. Allt féð var rekið heim í lítið hólf sem við gerðum við bæinn. 
Við erum búin að fá tvær fjórlembur sem hefur aldrei gerst áður hjá okkur, síðan eru þrílemburnar líka fleiri en voru sónaðar. Svo við kvörtum ekki yfir lambafjölda, fjárfestum því í svokallaðri fóstru fyrir sumarið til að auðvelda pelagjöf. En líklega verða nokkrir heimalingar hjá okkur. 
Litaúrvalið er svakalega fjölbreytt þetta árið, svart er algengasti liturinn, svo hvítt, síðan erum við með mórautt, móbotnótt, grámórautt, grámórubotnótt, grámóruflekkótt, móflekkótt, svarbotnuflekkótt, svarbotnótt, grátt, svarkrúnóttblesótt sokkótt.
Myndir frá sauðburði komnar inn á heimasíðuna: http://lindarberg.123.is/photoalbums/282832/ 

  • 1