Heimasíða Lindarbergs

Færslur: 2017 Apríl

26.04.2017 14:03

Innimótum lokið árið 2017

Þá eru innimótin búin þetta árið, lokamótið í Húnvetnsku liðakeppninni var 1. apríl og keppt var í tölti og keppti Rakel Gígja á hryssunni Grágás frá Grafarkoti. Þær eru alltaf að æfast meira og meira og gekk vel hjá þeim og enduðu þær í 2. sæti.

Húnvetnska liðakeppnin, barnaflokkur T3:

1.sæti Guðmar Hólm Ísólfsson og Daníel frá Vatnsleysu 5,78 (gulur)
2.sæti Rakel Gígja Ragnarsdóttir og Grágás frá Grafarkoti 5,50 (bleikur)
3.sæti Bryndís Jóhanna Kristinsdóttir og Kjarval frá Hjaltastaðahvammi 5,44 (bleikur)
4.sæti Dagbjört Jóna Tryggvadóttir og Dropi frá Hvoli 5,06 (gulur)
5.sæti Margrét Jóna Þrastardóttir og Smári frá Forsæti 4,44 (fjólublár)

Á skírdag var síðan hið skemmtilega kvennatölt Norðurlands, þar fékk Kolla að keppa á hryssunni Grágás og stóðu þær sig vel og fóru beint í A úrslit og enduðu í 6 sæti með einkunnina 6,44.  Margar Þytskonur fóru á mótið og stóðu sig auðvitað vel og voru allar nema 1 í a úrslitum í 1. flokki frá Þyt. ÁFRAM ÞYTUR !!!!

1 flokkur A-úrslit - Tölt T3
1. Kolbrún Grétarsdóttir, Karri frá Gauksmýri - 7,00
2. Rósanna Valdimarsdóttir, Sprækur frá Fitjum - 6,94
3. Herdís Einarsdóttir, Gróska frá Grafarkoti - 6,83
4. Karitas Aradóttir, Sómi frá Kálfsstöðum - 6,78
5. Fanney Dögg Indriðadóttir, Aur frá Grafarkoti - 6,56
6. Kolbrún Stella Indriðadóttir, Grágás frá Grafarkoti - 6,44

7. Þóranna Másdóttir, Ganti frá Dalbæ - 6,39


Raggi keppti síðan á föstudaginn langa í Karlatölti Norðurlands í Þytsheimum á hryssunni Villimey frá Grafarkoti, þau sigruðu B úrslitin ásamt 1 öðru pari sem var jöfn þeim og fóru upp í a úrslitin og enduðu þar í 6. sæti.

1. Steingrímur Magnússon og Flinkur frá Íbishóli - 6,33
2. Óskar Einar Hallgrímsson og Frostrós frá Höfðabakka - 5,75
3. Óli Steinar Sólmundsson og Stjarna frá Selfossi - 5,67
4. Kristinn Arnar Karlsson og Kjarval frá Hjaltastaðahvammi - 5,67
5. Guðmundur Sigurðsson og Sól frá Sólheimum I - 5,42
6. Ragnar Smári Helgasson og Villimey frá Grafarkoti - (kom upp úr B-úrslitum) 5,33
7. Jón Ingi Björgvinsson og Skuggi frá Brekku - (kom upp úr B-úrslitum) 5,17

Síðan var síðasta innimótið sameiginlegt lokamót þriggja deilda var haldið síðasta dag vetrar í reiðhöllinni á Svaðastöðum. Áhugamannadeild G. Hjálmarssonar og Æskulýðsdeild Akureyrar, Húnvetnska liðakeppnin og Skagfirska mótaröðin sendu sína fulltrúa á mótið í 2.flokki, ungmenna- unglinga- og barnaflokki og einungis voru riðin úrslit. Riðin voru 11 úrslit, b-úrslit í tölti og fjórgangi í 2.flokki og a-úrslit í öllum hinum flokkunum ásamt skeiði í gegnum höllina. 
Frá Grafarkoti fóru Hedda, Eva og Rakel Gígja. Hedda byrjaði á báðum hryssunum sem hún keppti á, í b úrslitum, sigraði b úrslit bæði í fjórgangi og tölti og gerði sér lítið fyrir og sigraði bæði a úrslitin. Frábært kvöld hjá Heddu með alsysturnar Grifflu og Grósku frá Grafarkoti.
Rakel Gígja keppti á Grágás í tölti og fjórgangi og endaði önnur í fjórgangi og þriðja í tölti. 

   • 1