Heimasíða Lindarbergs

Færslur: 2017 Mars

16.03.2017 10:28

Skagfirska mótaröðin T3 og V2


Við mamma fórum í gær með stelpurnar okkar, Rakel Gígju og Evu Dögg á mót á Króknum. Keppt var í tölti T3 og fjórgangi V2. Rakel Gígja fór með Vídalín og Grágás. Keppti í úrslitum í tölti á Vídalín og endaði í fjórða sæti og keppti í úrslitum í fjórgangi á Grágás og enduðu þær í öðru sæti. 
Eva keppti á Stuðli í fjórgangi og tölti og endaði í öðru sæti í tölti og þriðja sæti í fjórgangi. Myndir frá gærkvöldinu hér fyrir neðan, en Þytskrakkarnir fjölmenntu á mótið. Gaman að sjá hvað þau eru öll dugleg og flott.

Úrslit hér fyrir neðan:

Tölt T3 úrslit Börn
Nr Knapi Hestur Eink
1 Guðmar Hólm Daníel frá Vatnsleysu 6,28
2 Katrín Ösp Svartálfur frá Sauðarkróki 5,72
3 Bryndís Jóhanna Kjarval frá Hjaltastaðahvammi 5,28
4 Rakel Gígja Vídalín frá Grafarkoti 5,06

5 Kristinn Örn Rauðka frá Tóftum 4,94
6 Dagbjört Jóna Dropi frá Hvoli 4,89
7 Arndís Lilja Geirsdóttir Grettir frá Síðu 4,61

Tölt T3 unglingar úrslit

sæti Knapi Hestur Eink
1 Karítas Aradóttir Sómi frá Kálfsstöðum 6,07
2 Eysteinn Tjörvi Þokki frá Litla-Moshvoli 5,77

3 Kristín Ellý Sigurbjörg frá Björgum 5,50
4 Guðmar Freyr Fönix frá Hliðartúni 5,10

Tölt T3 ungmenni úrslit
Sæti Knapi Hestur Eink
1 Viktoria Eik Kolbeinn frá Sauðarkróki 6,28
2 Eva Dögg Stuðull frá Grafarkoti 6,22
3 Sigrún Rós Halla frá Kverná 6,06
4 Guðrún Harpa Jaki frá Síðu 5,17

Fjórgangur börn úrslit
Nr Knapi Hestur Eink
1 Guðmar Hólm Kórall frá Kanastöðum 6,3
2 Rakel Gígja Grágás frá Grafarkoti 5,87
3 Bryndís Jóhanna Kjarval frá Hjaltastaðahvammi 5,83
4 Dagbjört Jóna Dropi frá Hvoli 5,77

5 Kristinn Örn Rauðka frá Tóftum 5,13

Fjórgangur V2 Unglingar úrslit
Sæti Knapi Hestur Eink
1 Freydís Þóra Ötull frá Narfastöðum 5,67
2 Anna Sif Ræll frá Hamraendum 6,43
3 Guðmar Freyr Glói frá Dallandi 5,67
4 Kristín Ellý Dögg frá Bæ 5,67
5 Stefanía Sigfúsdóttir Höfði frá Sauðarkróki 5,60

Fjórgangur V2 Ungmennaflokkur úrslit
Sæti Knapi Hestur Eink
1 Ásdís Ósk Koltinna frá Varmalæk 6,93
2 Viktoría Eik Kolbeinn frá Sauðarkróki 6,33
3 Eva Dögg Stuðull frá Grafarkoti 6,20
4 Sigrún Rós Halla frá Kverná 6,10
5 Ragnheiður Petra Vestri frá Krossanesi 5,50     

Fleiri myndir inn í myndaalbúminu.


14.03.2017 21:05

Helst að frétta

Ekki erum við dugleg að setja hér inn, síðan var upphaflega ætluð til að vera eins konar dagbók fyrir okkur enda finnst okkur gaman að skoða og rifja upp. Veturinn hefur verið ljúfur, maður lifandi. Tvisvar sinnum komið smá snjór, þessu gætum við vanist.

Annars er bara allt í sinni venjulegu rútínu, Rakel æfir fótbolta, á píanó, fimleika, hestafimleika, er í keppnisþjálfun og knapamerki 2. Rökkvi æfir fótbolta, á gítar og keppnisþjálfun. Það er sko munaður að búa hérna og börnin manns geta æft þetta allt án þess að foreldrarnir þurfi að vinna margar aukavinnur.
Okkur er farið að hlakka mikið til vorsins, held að lömbin sem fæðist í vor verði þau allra skrautlegustu sem hafa fæðst hér. En hrútarnir sem við notuðum eru svarflekkóttur, mórauður, svarbotnóttur og hvítur (sem gefur liti). Verst að geta ekki fjölgað meira.
Hestalífið gengur sinn vanagang nema Rökkvi hefur verið að prufa sig áfram með ný hross. Ætlar að taka Freyði sinn inn í vor, er núna með hestinn Ígul frá Grafarkoti sem kom aftur heim þegar Jón Ágúst flutti í bæinn. Ígull er æðislegur 18 vetra hestur, gerir allt fyrir 9 ára knapann. Hér er hann sko dekraður :)
Rakel Gígja er að þjálfa Vídalín í keppnisþjálfun og Ronju í knapamerki. Það er búið að vera smá bras á Vídalín við aukna þjálfun og sem betur fer fengum við Ingunni dýralækni til að koma og skoða hann og hnykkja. Þá komst hún að því að hann er með stag og verður hann skorinn á næstu dögum. Við vonumst til að honum fari að líða betur og vera sáttari með knapann :)
Við Raggi hossumst svo bara á einhverjum tryppum, misefnilegum ho ho

Inn í myndaalbúm eru komnar myndir frá vetrinum en krakkarnir og Kolla hafa keppt í Húnvetnsku liðakeppninni í vetur. Einnig eru myndir frá Firmakeppni Þyts en þar prufaði Rakel sem var indiáni meri á fimmta vetur Trygglind frá Grafarkoti og Rökkvi var tómatur.
     

Hér fyrir neðan er video af Trygglind og Rakel Gígju í firmakeppninni
Og að lokum video af Indriða Rökkva og Ígul frá Grafarkoti.

12.03.2017 15:18

Florida í október


Í október 2016 fórum við í frí til Florida, það var auðvitað þvílíkt ævintýri og eitthvað sem gleymist aldrei. Myndir frá ferðinni komnar inn í albúm hér á síðunni.
  • 1