Heimasíða Lindarbergs

Færslur: 2016 Ágúst

21.08.2016 22:33

Íþróttamót Þyts, háin og nýræktin slegin og þakið á útihúsunum og turninn málaður

  

Algjör maraþonhelgi á enda. Við ákváðum að gera öll verkefni sumarsins sem eftir voru á einni helgi eða að mála það sem við ætluðum að mála og slá hánna og nýræktina. Allir mjög þreyttir en glaðir, Rakel og Rökkvi kepptu á Íþróttamóti Þyts. Rökkvi á Freyði í pollaflokki og Rakel á Grágás og Vídalín í tölti og á Grágás í fjórgangi. Endaði í 2. og 3. sæti í tölti eftir forkeppni og ákvað að keppa á Vídalín í töltinu og endaði í 2. sæti og á Grágás í fjórgangi og endaði einnig í 2. sæti. Gekk allt upp með hrossin eins og planið hjá henni var svo daman var mjög ánægð með árangur helgarinnar. Rökkvi auðvitað himinlifandi með Freyði sinn að vanda :)
Raggi er búinn að vera upp á þaki ansi mikið um helgina og var hann á laugardagskvöldinu fastur í stöðu eins og skíðastökkskeppandi, boginn og tilbúinn í startinu :)
Jónki kemur síðan á morgun að rúlla hjá okkur. Þá er það bara undirbúningur fyrir réttir næst á dagskrá með mikilli tilhlökkun !!!

Hér fyrir neðan eru video af Grágás og Vídalín og af Rökkva og Freyði og félögum hans í pollaflokki.Hér eru svo fyrir og eftir myndir af hlöðunni og turninum. Alltaf gaman að gera fínna heima hjá sér !!

FYRIR


EFTIR15.08.2016 22:58

Sameiginlegt Gæðingamót Þyts og Neista 2016

Sameiginlegt Gæðingamót Þyts og Neista var haldið á Blönduósi 13. ágúst sl. Rakel Gígja keppti á Grágás frá Grafarkoti. Loksins small þetta hjá þeim og þær hlutu í einkunn í úrslitum 8,63 og 1. sæti. Flott einkunn hjá þeim stöllum.

Video hér að neðan:
15.08.2016 22:40

Verslunarmannhelgin

Fórum á okkar fyrsta Unglingalandsmót um verslunarmannahelgina sl. Rakel Gígja keppti í fótbolta, frjálsum og hestaíþróttum. Svo það var nóg að gera hjá minni. Rakel keppti á Vídalín í fjórgangi og tölti. Endaði fjórða í fjórgangi og þriðja í tölti. Æðislegur hestur sem Eydís frænka hennar á og lánar dömunni. Við restin af fjölskyldunni höfðum það bara fínt í útilegu með fullt af húnvetningum og Gunnari Helga, Línu og fjölskyldu. Mjög skemmtileg helgi :)

Hér má sjá úrslitin í tölti:


Hér má sjá úrslitin í fjórgangi:


 

 

15.08.2016 14:25

Króksmót 2016


Rökkvi keppti á Króksmótinu í fótbolta með félögum sínum í 7 flokki og stóð sig ofsalega vel. Skoraði fullt af mörkum og átti skemmtilegan tíma með vinum sínum.


  • 1