Heimasíða Lindarbergs

Færslur: 2016 Júlí

20.07.2016 10:54

Hestaferðir eru uppáhalds

Erum svo heppin hvað fjölskyldan hefur öll gaman að því að fara í hestaferðir, krakkarnir gera ekkert skemmtilegra. Erum búin að fara í 2 stuttar ferðir í sumar. Er búin að setja inn myndir á myndasíðuna og svo má sjá nokkrar hér fyrir neðan :)
 
 
  
 

16.07.2016 11:05

Íslandsmót yngri flokka 2016

 

Íslandsmóti lokið, Rakel og Eva fóru saman á mótið með 3 hross. Eva keppti á Stuðli í fjórgangi og tölti og stóðu þau sig auðvitað vel, komust ekki í úrslit enda keppnin hörð. Eins hjá Rakel og Vídalín, voru í 23 - 24 sæti í tölti og 29 sæti í fjórgangi. Gekk vel hjá þeim að vanda... Rakel fór líka með Grágás og þeim var búið að ganga svo vel á æfingum og var því svekkjandi að það skildi mistakast í forkeppninni en svona er keppnin, lifandi dýr sem verið er að keppa á og misjafnir dagarnir hjá þeim eins og okkur.

Hér er video af Rakel og Vídalín í töltinu.


Og hér fyrir neðan video af Rakel og Vídalín í fjórgangi:

16.07.2016 10:35

Sumarið er tíminn

Sumarið aldeilis búið að vera frábært. Geggjað veður, erum búin að rúlla 101 rúllu af þurru og flottu heyi, fyrri slætti samt ekki lokið. Liggur flatt í hólfinu okkar fyrir norðan Gröf. En við tókum 3 daga strax eftir landsmóti og slógum allt hérna heima og náðum flottu heyi.
Rakel Gígju gekk vel á landsmótinu en lenti því miður í dauðasætinu svokallaða, eða var næst inn í milliriðil. Hlutu 8,34 í einkunn. En þau Vídalín eru æðisleg saman og hún heppin að hafa hann í láni hjá Eydísi.
Eftir sláttinn þá fórum við í smá hestaferð, enda hrossin að springa úr spiki.
Er búin að búa til myndaalbúm á heimasíðunni sem heitir sumar 2016, þar eru myndir frá hestaferð, landsmóti, girðingarvinnu, riðið upp í Ánastaðasel, fótboltamóti og fl.

01.07.2016 08:50

LM fjörið

Að prufa að keppa á landsmóti er mikil reynsla og skemmtileg upplifun. Rakel og Vídalín fengu að spreyta sig og hér er upptaka úr tölvunni af frammistöðunni.


  • 1