Heimasíða Lindarbergs

Færslur: 2016 Maí

28.05.2016 00:15

Sumarið að mæta á svæðið


Vorið er búið að vera fínt, sauðburður sá langdregnasti hingað til... Vera með 76 kindur og sauðburðurinn tekur mánuð.... úff en vá hvað myndavélin hefur reddað okkur. Höfum tekið ofsalega lítið frí enda getum við bara kíkt í myndavélina af og til í vinnunni.

Búið er að búa til voralbúm hér á myndasíðunni með skemmtilegum myndum af vorinu.27.05.2016 14:26

Rakel Gígja og Vídalín

Rakel Gígja og Vídalín skelltu sér á mót á Sauðárkróki til að prufa sig saman :) Eydís er svo góð að lána henni gæðinginn sinn. 
Hér er video af þeim í forkeppninni og svo í úrslitunum. En þau fengu í sinni fyrstu keppni saman 5,87 í fjórgangi og 6,27 í tölti. 


Forkeppni


Úrslit13.05.2016 11:09

Það er komin sæt hryssa !!!

Loksins kom hryssa undan Uglu, en 11.05 fæddist hryssa undan Ölni frá Akranesi. Hún er rauðblesótt hringeygð á báðum og leistótt á einum fæti. Alveg hrikalega sæt auðvitað :)

 Hér er svo ein mynd af pabbanum og video ef smellt er á myndina:02.05.2016 09:18

Sauðburðurinn fer hægt af stað

Undanfarna daga hefur verið meira krassandi að eyða tímanum í sauðburði í Gröf og aðeins í Grafarkoti frekar en hérna heima þar sem sauðburðurinn fer mjög hægt af stað. Aðeins nokkrir gemlingar bornir og þær sem voru sæddar. En auðvitað komin nokkur sæt lömb. Sæddum við Höfðinga frá Leiðólfsstöðum í Laxárdal, smá litaræktun í gangi en það vantar meira mórautt í stofninn. Síðan sæddum við, við Krapa frá Innri-Múla á Barðaströnd sem er án efa einn athyglisverðasti kollótti hrúturinn sem hefur verið á sæðingastöðinni í mörg ár.

 

 

 

 

Erum búin að fá fimm súkkulaðimola undan Höfðingja, 2 gimbrar og 3 hrúta. Erum svo komin með 3 hrúta undan Krapa og 1 svarta gimbur. Síðan eru stórmerkilegir tímar í Bergi en Þoku-Hreinssonurinn okkar er greinilega arfhreinn hvítur og svo öll gemlingslömbin eru hvít.

  • 1