Heimasíða Lindarbergs

Færslur: 2016 Apríl

26.04.2016 11:12

Fyrsta borin

Þá er fyrsta borin í Lindarbergi, Þoka einn af Rökkva gemlingum, eignaðist tvær gimbrar. 

 

Þetta er að okkar mati skemmtilegasti tími ársins og verður bara þægilegt að mörgu leyti núna því Tryggvi mætti einn morguninn í Lindarberg og henti upp með Ragga 21 sauðburðastíu. Raggi er svo að setja upp vatnsstúta í allar stíurnar, þetta verða svo mikil þægindi að það verður bara ekkert að gera :) En mestallur tíminn hefur farið í að vatna, þegar maður loksins kláraði síðustu stíuna var orðið tímabært að byrja aftur að vatna þeim sem voru búnar að skíta í dallinn sinn eða hrinda honum niður cheeky

 

 

                                                                                                             
 

                                                                                                                 Svo er náttúrulega bara fylgst með í vefmyndavélinni á nóttunni :) 

 

 

08.04.2016 11:27

Styttist í sauðburð

Kannski fínt að skrifa hérna inn 2svar á ári. En núna er farið að vora og þá er gaman að rifja veturinn upp. En þessi vetur er búinn að vera alveg frábær, loksins ekki skafrenningur alla daga. Veturinn er búinn að vera kaldur en logn alla daga, svona akkúrat eins og maður vill hafa það. Ekki þessar endalausu umhleypingar í veðrinu.

Við erum búin að vera með hestana inn á Hvammstanga í mestallan vetur, tókum þá heim fyrir rúmri viku. Sem er búið að vera mjög þægilegt, sérstaklega fyrir barnastarfið þar sem krakkarnir þurfa ekki að ríða á stökki til að ná í tíma :)

Af hestamannamótum vetrarins tóku allir þátt í Húnvetnsku liðakeppninni, Raggi á þremur mótum, krakkarnir á öllum og Kolla á lokamótinu. Rakel Gígja var stigahæst í barnaflokki en hún sigraði smala, var í 3 sæti í fjórgangi, 2-3 sæti í T7 og sigraði T3 á lokamótinu. Er búin að keppa á þremur hrossum sem öll eru gæðingar og við fengið í láni handa henni. En það eru Æra frá Grafarkoti, Grágás frá Grafarkoti og Vídalín frá Grafarkoti.  Indriði Rökkvi er búinn að taka þátt á öllum mótunum í pollaflokki á Freyði sínum en fékk í smalann Fríðu í láni hjá Fanney og Loga. Raggi er búinn að keppa á þremur mótum, fékk Skandal frá Varmalæk í láni og keppti á honum í fjórgangi þar sem hann endaði annar og í tölti T7 þar endaði hann í þriðja sæti. Síðan keppti hann á lokamótinu á Korða frá Grafarkoti og komst ekki í úrslit. Kolla keppti á lokamótinu á Grágás frá Grafarkoti og enduðu þær í fjórða sæti. Kolla fór ásamt 17 öðrum Þytskonum á Kvennatölt Norðurlands sem haldið er á Sauðárkróki á skírdag, þar fékk hún Grágás í láni og enduðu þær í 5 sæti í opnum flokki. Síðan tóku auðvitað börnin þátt í firmakeppninni á öskudaginn og Rakel sigraði barnaflokkinn og Rökkvi fékk í láni Þokka frá Hvoli og kepptu þeir auðvitað í pollaflokki og voru flottir. Myndir frá vetrinum má sjá hér: http://lindarberg.123.is/photoalbums/277994/ 

Hér koma svo nokkrar af team Lindarberg.

 

 

 

 

Sýningin ,,Hestar fyrir alla" var svo haldin á afmælisdag Kollu. Allir tóku auðvitað þátt í henni, Raggi var í Svörtu folunum á Vídalín hennar Eydísar. Rakel Gígja tók þátt í mörgum atriðum, hestafimleikum, knapamerki, trec, munsturreið og knapar ársins 2015. Rökkvi var í atriði sem Reiðþjálfunarhópurinn var með og Kolla í hópi Grafarkots.
 

  Svo styttist í skemmtilega tíma ársins eða sauðburð. Við fjárfestum í myndavél í fjárhúsin, þannig að núna er aldeilis hægt að fylgjast með.

 

Fósturtalningin kom vel út. Í fullorðnu ánum er 2,07 og í gemlingunum 1,79. Svo það verður nóg að gera í hobbýbúskapnum í vor.

 


  • 1