Heimasíða Lindarbergs

Færslur: 2015 Október

21.10.2015 09:48

Lífgimbrar 2015

jæja þá styttist í veturinn. Haustið búið að vera æðislegt, nýji sumartíminn í Húnavatnssýslunni hlýtur að vera september og október. Búið að velja lífgimbrarnar og setja restina í hvíta húsið. 20 gimbrar settar á með Kolbrá graslambi og 3 skvísum af ströndunum en við keyptum 1 golsubíldótta á Heydalsá og 1 svarta og 1 svarkrúnótta sokkótta á Bassastöðum. Einnig var keyptur hrútur frá Bassastöðum og svo annar frá Smáhömrum. Síðan settum við einn sæðing á, undan Þoku-Hreini.

Fallþunginn í ár var 19,2, gerð 9,77 og fita 8,4. Við erum bara mjög sátt, mjög jafn hópur sem við eigum þrátt fyrir að gerðin hafi verið minni en í fyrra og fallþunginn lægri.

Hér eru myndir af skrautlegu lífgimbrunum, samt eru 7 hvítar af þessum 20 sem settar voru á.

 

 

 

  • 1