Heimasíða Lindarbergs

Færslur: 2015 September

30.09.2015 11:22

Haust 2015

 
Haustið er búið að vera hreint út sagt æðislegt, maður sér hvað veðrið hefur nú mikil áhrif á lífið. En þetta haust er mikil sárabót fyrir ömurlegt sumar. Göngur afstaðnar og við búin að lóga 50 lömbum. Vigtin 19,67 svo við erum nokkuð sátt við það :)
Fórum á strandirnar á föstudaginn að kaupa 2 hrúta og 3 gimbrar. Mjög skemmtileg ferð, Jóhannes Geir, pabbi og ég, Raggi og Rökkvi fórum að versla. Fórum fyrst að Bassastöðum þar sem Rökkvi fann svarta gimbur sem hann keypti, svo tókum við líka svarkrúnótta sokkótta gimbur og hvítan hrút. Jóhannes Geir tók hyrndan ofsalega fallega hrút á Bassastöðum og pabbi flottan kollóttan.
Næst lá leiðin eftir hamborgarastopp á Hólmavík (langþráð sjoppupása að mati Rökkva) að Heydalsá. Þar keyptum við golsóttbíldótta gimbur hjá Ragnari. Pabbi og Jóhannas tóku svo 2 kollótta hrúta hjá Guðjóni á Heydalsá. Að lokum kíktum við að Smáhömrum og þar versluðum við hrút, mjög vel gerðan með 87 stig, 34 í bakvöðva, 5 í lögum og 18 í læri svo eitthvað sé nefnt. Á vonandi eftir að bæta gerðina í Bergi.
Tryggvi Rúnar er búinn að vera að aðstoða okkur helling í sumar og haust, erum að breyta fjárhúsaðstöðunni þannig að við séum með venjulega gjafagrind en ekki bara járnhringinn.
 
 
 
 
 
 
 
 
 
 
 
 
 
 
 
 
 
 
 
 
 
 
 
 
 
 
 
 
 
 
 
 
 
 
 
 
 
 
nýju gimbrarnar okkar frá ströndunum
 
Nagli frá Bassastöðum
 
Steðji frá Smáhömrum
 
 
 

24.09.2015 13:59

Árið 2015

Hef verið mjög löt að blogga á heimasíðuna. En árið 2015 hefur verið gott fyrir utan ömurlegt veður í sumar að þá hefur haustið verið algjör sumarauki og látið mann hætta að hugsa bara um Floridaferðir :) Fórum samt í nokkrar hestaferðir í sumar og heyskapur gekk vel. Hefðum mátt fá fleiri rúllur en náðum öllu þurru og fínu.

Inn í myndaalbúmi á síðunni hef ég sett fullt af myndum, hér má sjá myndir frá vetri og vori. Síðan er albúm frá íþróttamóti Þyts þar sem Rakel Gígja keppti á Kát mínum í tölti og Æringja frá Grafarkoti í fjórgangi og var í 2 sæti í báðum greinum. Sumarmyndir eru í stóru albúmi en þar eru myndir frá afmæli Rakelar, hestaferðum, fótboltamótum, ferðalagi sem við fórum í, í sumar en við fórum gullna hringinn og heimsóttum Kollu ömmu um verslunarmannahelgina. Einnig eru myndir frá Gæðingamóti Þyts, en Rakel Gígja keppti þar á Grágás frá Grafarkoti, sigraði barnaflokkinn með 8,49 í einkunn, Grágás var valin glæsilegasta hross mótsins og Rakel Gígja knapi mótsins. Rökkvi fékk Glóey frá Gröf í láni og tók þátt í pollaflokknum.
 
 
 
 
  • 1