Heimasíða Lindarbergs

Færslur: 2015 Janúar

04.01.2015 22:08

Gleðilegt nýtt ár

Jólin hafa verið ljúf, vorum í Grafarkoti á aðfangadag og svo á Sauðárkróki um áramótin. 


Á nýársdag tókum við svo sex hross inn og eru komin sjö hross inn í dag. Rakel Gígja er að reyna að finna sér hest fyrir námskeið og minni mót í vetur, erum að leita að svona viljugum ,,Móses" haha eða hreingengum og auðveldum hesti :) Erum að skoða tvo hesta, Eyvar Grafarkoti og Hlyn Blönduósi og svo fékk hún í láni drottninguna Dögg frá Múla. Verður ekki leiðinlegt að leika sér á henni í vetur.


Rökkvi fékk Freyði aftur í láni hjá afa sínum og er hann auðvitað spenntur fyrir vetrinum. Við tókum inn, Áróru, Ronju, Smára og Sindra. Svo það eru bara tvö pláss laus. 

Myndir hér
  • 1