Heimasíða Lindarbergs

Færslur: 2014 Desember

22.12.2014 00:17

Gærur, kindur og jólin nálgast


Við erum ekki enn búin að taka inn, búið að steypa ganginn og verið er að gera hnakkageymslu. Værum búin að taka inn ef veðrið væri bara ekki búið að vera óþolandi. Við erum á kafi í snjó, getum ekki riðið reiðveginn svo það er ekki til neins eins og staðan er. En vonandi fer veðrið nú að lagast.
Sæddum 8 kindur 11.des og settum hrútana í rest. 2/3 búnar að ganga 15. des
 
Sóttum fylfullu merarnar og fjögur tryppi fyrir viku síðan og settum í túnið og farin að gefa þeim rúllu. Restin þarf að lifa af harðindin enn sem komið er. Ætlum svo vonandi að taka inn milli jóla og nýárs.


Rakel Gígja og Indriði Rökkvi á leið á litlu jólin í skólanum, komin í spariföt og mjög spennt. Jólin nálgast og allt nánast tilbúið fyrir þau. Keyptum okkur jólaseríu á húsið, loksins og kemur það mjög vel út enda gerir snjórinn allt mjög jólalegt svo það komi nú eitthvað jákvætt með hann :)Og ekki kvarta þessi yfir snjónum, bara endalaust verið að renna og búa til sjóhús.
Svo er bara endalaust búið að vera í gærustússi, en fjórar gærur sútaðar í haust og eru þær allar ofsalega flottar, tvær gráar og tvær gráflekkóttar.

  • 1