Heimasíða Lindarbergs

Færslur: 2014 Nóvember

23.11.2014 13:19

Framkvæmdirnar halda áfram

Í haust erum við búin að vera að halda áfram með framkvæmdirnar. Hrannar kom og lagaði hlaðið og setti möl inn í litlu réttina og jafnaði austan við útihúsin. Svo þetta er að verða aðeins snyrtilegra. 
Síðan er búið að klæða austurhliðina á útihúsunum og núna erum við komin inn í hesthús og ætlum að steypa upp ganginn.
Jón Hilmar tók svo upp eitt tún fyrir okkur og erum við því í grjóttínslu fyrir herfinn.
Kolla er svo að læra að súta gærur í gærukjallaranum á Hvammstanga. Hér fyrir neðan má sjá nokkrar myndir af síðustu dögum.

  • 1