Heimasíða Lindarbergs

Færslur: 2014 Október

22.10.2014 08:47

Lömbin komin inn

Tókum lömbin inn ásamt 5 gemlingum á sunnudaginn fyrir hríðina. Fullorðnu kindurnar settum við aftur út þegar veðrið lagaðist. Í dag verður svo tekið af þeim, fáum örugglega hellings pening fyrir þessa ull :)09.10.2014 11:54

Haustið

Frumtamningar og haustverkin ganga nokkuð vel. Skemmtileg þessi þrjú nýju sem við tókum til viðbótar, erum þá búin að vera að frumtemja sex núna seinnipart sumars og fram á haustið. Fjögur þriggja vetra og tvo fjögurra vetra. Búið er að mála tvær umferðir á þakið á íbúðarhúsinu, bragganum og hænsnakofanum. Þakið á hlöðunni og turninum verður að bíða fram á næsta vor. En við erum mjög sátt við litinn á þökunum og verður flott þegar þakkanturinn verður allur kominn


Ræningi er ofsalega skemmtilegt tryppi, algjör spíttkerra sem hefur ofsalega skemmtilegan karakter, verður líklega mjög rúmur. Mér finnst hann svo líkur í útliti og Sölvi minn að það hálfa væri hellingur, finnst ég bara vera komin með hann endurfæddan þegar ég spjalla við þennan. Alveg sama lúkkið og karakterinn svipaður.


Gígja undan Gretti og Urtu kemur líka á óvart, ofsalega þæg og jarðbundin dama. Ólík albróður sínum Smára sem er mjög lifandi og má varla koma við þá spítist hann af stað :)


Döggvar u. Meyvant og Glóey. Þessi fer líka mjög hratt yfir og vill ekki gera neitt hægt. Er samt alveg ofboðslega feitur greyið, það þarf að lagast. En mjög fljótur að læra og skemmtilegur.

  • 1