Heimasíða Lindarbergs

Færslur: 2014 September

29.09.2014 08:18

Frumtamningar

Ákváðum að flýta frumtamningunum á 3ja vetra hrossunum fyrir veturinn. Tókum 3 til viðbótar í gær heim. Taka þau í svona 2 - 3 vikur, auðveldar veturinn til muna. Erum búin að vera með þrjú í sumar, Huldu undan Höttu Árbakka og Garpi frá Hvoli, Sindri frá Sauðadalsá u Samverja frá Grafarkoti, Flótti frá Gröf u. Surtsey Gröf og Kasper frá Grafarkoti. Vorum einnig með Kára frá Helguhvammi sem var nánast ekkert taminn sl vetur, hann er undan Ugg frá Grafarkoti og hryssu frá Hvoli.

En í gær tókum við þrjú þriggja vetra, Gígju undan Gretti og Urtu Eydísar, Döggvar u Glóey frá Gröf og Meyvant frá Feti og Ræninga u Uglu og Blysfara frá Fremra-Hálsi.


Sindri tv og Hulda th. Vantar mynd af Flótta, líklega vegna þess að hann er faxlaus :)


Gígja, Ræningi og Döggvar

Dagur I hjá þessum þrem:

Sindri vildi bara nammi, enda orðinn MJÖG spakur eftir að hafa byrjað sem villihestur haha

23.09.2014 11:42

Kynbótadómar 2014

Sónarskoðunin á gimbrunum kom ekki alveg jafn vel út og 2013, þurfum að bæta bakvöðvann aftur mv árið á undan en þá var hann mjög góður. Etv er skýring að gimbrarnar hafi lagt of mikið af eftir að þær komu heim en 20 gimbrar voru sónarskoðaðar og metnar. 
Ætlum að setja 10 á. Erfitt val eins og alltaf. Horfum auðvitað líka á frjósemi og mjólkurlægnina, svo við grenjum ekki bara út af niðurstöðunni á dómunum en náum sem betur fer 7 af þessum 10 gimbrum með 29 - 31 í bakvöðva og 17,5 - 18 í lærum. En á heildina litið mun lélegra mat en í fyrra.

fleiri myndir hér.19.09.2014 12:01

Haustverkin 2014

 
 

Það er ekki hægt að gera check við neitt af verkefnunum í kringum húsin sem byrjað er á. En samt er voðalega gaman hvað byrjað er á mörgum verkefnum en listinn styttist sem klára á fyrir veturinn.

  • En verið er að mála þökin, búið að fara tvær umferðir á íbúðarhúsið en eftir að fara umferð II á braggann og svo er hlaðan og turninn eftir.
  • Gólfflöturinn á pallinum er ready en skjólveggurinn eftir.
  • Beðið er eftir Gunna til að klára malarmálin, en það vantar hlass hér og þar af möl.
  • Logi kom og er aðeins byrjað að mæla fyrir og setja lista utan á hlöðuna en klæða á austurhliðina fyrir veturinn.
  • Svo á eftir að steypa upp ganginn inn í hesthúsi og setja hita í gólf og setja þakrennu fyrir vestan hlöðuna.

Síðan verða lífgimbrarnar valdar um helgina og á mánudaginn en þá verða þær sónaðar. Við ætlum að fjölga í heilar 60 ær.

18.09.2014 21:13

Hvíta húsið 2014


Búin að lóga 45 lömbum og eigum eftir að setja ca 15 í hvíta húsið eftir sónarskoðum og val á lífgimbrum. Erum mjög sátt við hópinn í ár, mjög jafn og fínn.

Meðaltal fallþunga var 20,32 gerðin 10,6 og fita 8,07. 

Sláturyfirlit 
Gripur Dagsetning Faðir Móðir Fallþ. Vöðvafl. Fitufl. Kjöt%
L0001 15.09.2014 12-592 Hrímnir 10-001 Snælda 21.3 E 3 40.9
L0002 15.09.2014 12-592 Hrímnir 10-002 Hatta 17.5 U 3 47.2
L0010 15.09.2014 12-592 Hrímnir 10-010 Þrenna 22.7 U 3+ 46.3
L0014 15.09.2014 12-592 Hrímnir 10-014 Díva 18.4 R 3 40.0
L0015 15.09.2014 12-592 Hrímnir 10-015 Perla 17.5 R 2 48.6
L0016 15.09.2014 12-592 Hrímnir 10-016 Skellitrutt 20.8 U 3+ 45.2
L0018 15.09.2014 12-592 Hrímnir 10-018 19.2 R 2 44.6
L002A 15.09.2014 12-592 Hrímnir 10-002 Hatta 18.3 U 3+ 42.5
L006A 15.09.2014 12-592 Hrímnir 10-006 22.3 R 3+ 44.6
L007A 15.09.2014 12-592 Hrímnir 10-007 Botna 23.0 U 3+ 45.0
L008A 15.09.2014 12-592 Hrímnir 10-008 Móra 17.4 U 2 45.7
L009A 15.09.2014 12-592 Hrímnir 10-009 Þrílembingsgrána 19.6 U 3 43.5
L0101 15.09.2014 12-592 Hrímnir 11-101 Snædís 22.9 U 3+ 45.8
L0103 15.09.2014 12-592 Hrímnir 11-103 Skoppa 18.2 U 3+ 44.3
L0104 15.09.2014 12-592 Hrímnir 11-104 Dama 19.4 U 3+ 44.0
L0105 15.09.2014 12-592 Hrímnir 11-105 Gjöf 19.5 R 3 46.4
L0106 15.09.2014 12-592 Hrímnir 11-106 19.1 R 3 45.4
L010A 15.09.2014 12-592 Hrímnir 10-010 Þrenna 21.8 U 3+ 48.4
L0110 15.09.2014 12-592 Hrímnir 11-110 Svava 20.6 E 4 49.0
L013A 15.09.2014 12-592 Hrímnir 10-013 20.1 U 3+ 50.2
L014A 15.09.2014 12-592 Hrímnir 10-014 Díva 19.4 R 3+ 45.1
L017A 15.09.2014 12-592 Hrímnir 10-017 18.8 U 3 42.7
L0201 15.09.2014 12-592 Hrímnir 12-201 Sigurdís 20.8 U 3+ 44.2
L0205 15.09.2014 12-592 Hrímnir 12-205 Zíta 20.5 U 3 43.6
L0206 15.09.2014 12-592 Hrímnir 12-206 Zelda 18.7 R 3 42.5
L0207 15.09.2014 12-592 Hrímnir 12-207 Brá 26.2 E 3+ 51.3
L0208 15.09.2014 12-592 Hrímnir 12-208 20.5 U 3 43.6
L020A 15.09.2014 12-592 Hrímnir 10-020 17.6 R 3 50.2
L020B 15.09.2014 12-592 Hrímnir 10-020 18.2 U 2 43.3
L0211 15.09.2014 13-756 Dimmir 12-211 Sverta 21.0 U 3 42.0
L0212 15.09.2014 12-592 Hrímnir 12-212 Módís 26.2 E 4 48.5
L0301 15.09.2014 13-756 Dimmir 13-301 19.2 U 3+ 45.7
L0305 15.09.2014 13-756 Dimmir 13-305 Gríma 20.4 U 3 43.4
L0309 15.09.2014 13-756 Dimmir 13-309 18.1 U 2 44.1
L0310 15.09.2014 13-756 Dimmir 13-310 Jasmín 19.8 U 3 45.0
L0311 15.09.2014 13-756 Dimmir 13-311 18.1 U 2 47.6
L0314 15.09.2014 13-756 Dimmir 13-314 Dís 22.9 U 3+ 49.7
L0315 15.09.2014 13-756 Dimmir 13-315 20.5 R 3 45.5
L103A 15.09.2014 12-592 Hrímnir 11-103 Skoppa 19.0 U 3 45.2
L109A 15.09.2014 12-592 Hrímnir 11-109 Gráleit 21.8 U 3 49.5
L206A 15.09.2014 12-592 Hrímnir 12-206 Zelda 20.9 U 3+ 47.5
L209A 15.09.2014 12-592 Hrímnir 12-209 Þota 23.5 E 3+ 47.0
L211A 15.09.2014 13-756 Dimmir 12-211 Sverta 21.3 U 3+ 41.7
L214A 15.09.2014 13-756 Dimmir 12-214 Drottning 21.4 U 3 44.5
L214B 15.09.2014 13-756 Dimmir 12-214 Drottning 19.9 R 2 44.2


09.09.2014 11:54

Mála mála mála !!!

Síðustu viku og helgi var notuð í að menja og mála þakið á íbúðarhúsinu, braggann og hænsnakofann. En búið er að kaupa málningu sem á að duga á allt. Þannig að eftir göngur reynum við að klára umferð 2 og vonandi náum við að klára að mála þakið á útihúsunum líka og turninum. Kemur í ljós, fer eftir veðri.

 

 

 

 

 
  • 1