Heimasíða Lindarbergs

Færslur: 2014 Ágúst

30.08.2014 19:47

Lognið á undan storminum !!!

Yndislegt veður í dag enda Logi þrítugur í dag, 30.08. Talið er að þetta sé lognið á undan storminum, þar sem stormi er spáð á morgun. Dagurinn var nýttur í girðingarvinnu, smalamennsku, sónarskoðun og reiðtúra, bæði niður í fjöru og upp í girðingu.
Æðislegt veður, börn, hross og hundar :) fleiri myndir hér


24.08.2014 10:24

Laugardagurinn 23.08

Dagurinn var túrista og æfingadagur, byrjað á hjólatúr inn á Hvammstanga og krakkarnir hjóluðu á meðan múttan æfði upp í íþróttahúsi og svo var hjólað aftur heim. Ákveðið að skella sér síðan í berjamó og taka túristann svo á þetta og keyra Vatnsneshringinn og kíkja á klettinn og skoða seli.


22.08.2014 14:46

Kíkt upp í Ánastaðasel !!!

17. ágúst í æðislegu veðri fórum við eftir kvöldmat ríðandi frá Lindarbergi og upp í Ánastaðasel. Þetta fannst krökkunum mikið ævintýri.fleiri myndir inn í sumaralbúminu hér á heimasíðunni

 

 

21.08.2014 12:02

Sumarið senn á enda !!!


Langt síðan hefur verið skrifað hér inn en sumarið hefur verið skemmtilegt, Rakel Gígja keppti á Landsmótinu á Hellu og stóð sig með prýði á gæðingnum Æru frá Grafarkoti. Hér fyrir ofan eru myndir af þeim stöllum á mótinu og inn í myndaalbúminu fleiri af þeim og í hópreiðinni sem þær tóku þátt í með Þytsfélögum.
Í sumar erum við aðeins búin að fara í eina hestaferð og svo nokkra lengri útreiðartúra. Heyskap lauk 4 ágúst sem er mun fyrr en vanalega. 
Framkvæmdir í sumar eru að gerðið fyrir neðan hesthúsið var klárað, drenað á tveim stöðum og margir margir vagnar af möl keyrðir í það svo vonandi erum við komin upp úr drullusvaðinu sem er alltaf á vorin og þegar bleyta er. Hringgerðið er komið upp og í fulla notkun, frábært að hafa hringgerði í frumtamningar. Síðan var settur pallur fyrir sunnan stofuna sem er mikil stækkun á húsinu og verður dásamlegt að geta nýtt hann og vera í skjóli fyrir norðanáttinni :)

 

Síðan eru þökin að verða klár fyrir málun, búið að háþrýstiþvo þau og vinna á öllu riði. Næst er bara að grunna og skella svo málningunni á. Hlökkum mjög til þegar þessu verki verður lokið, verður vonandi mikil breyting á ásýndinni að bænum. Búið er að moka hesthús, hlöðu og bragga sem eru full af kindum og hestum yfir veturinn. 

Þá eru tvö verk á áætlun sem á að klára á þessu ári en það er að klæða austurhliðina á útihúsunum og hækka upp ganginn í hesthúsinu og setja hita í gólf. Alveg hægt að sætta sig við símastaurana aðeins lengur ef hitinn verður kominn og þá vonandi auðveldara að halda stíunum þurrum og hægt að baða hross auðveldlega. Verður ofsalegur munur.

Tveim hryssum var haldið í sumar, Hatta fór undir efnilega Aur frá Grafarkoti sem er 4 vetra hestur undan Arði frá Brautarholti og Urt frá Grafarkoti. Ugla fór svo undir aðra vonarstjörnu, en henni var haldið aftur undir Fitjahest og þessi heitir Reyr frá Efri-Fitjum undan Sæ frá Bakkakoti og Ballerínu frá Grafarkoti. Núna á að koma meri undan Uglu :)

Síðustu helgi var síðan Íþróttamót Þyts, þar kepptu Rakel og Æra í tölti og fengu 5,28. Reið með unglingunum í úrslitunum og fannst það geggjað  hefði endað önnur þar!!! Kveðjustund hjà þeim en Æra er vonandi fylfull við Rey f Efri-Fitjum !!! Indriði keppti í pollaflokki á hinum frábæra Freyði eins og hann kallar hann sjálfur og stóðu þeir sig vel eins og hinir pollarnir :)

 


Inn í albúmi hér á heimasíðunni má sjá myndir frá sumrinu og einnig eru sér myndaalbúm frá LM og ævintýri Rakelar og Æru.


  • 1