Heimasíða Lindarbergs

Færslur: 2014 Júní

12.06.2014 23:28

Rimi frá Lindarbergi fæddurÍ morgun fæddist þriðja og síðasta folaldið í Lindarbergi í ár. En það var bleikálóttur hestur undan Uglu frá Grafarkoti og Brimni frá Efri-Fitjum. Brimnir er undan Hnokka frá Fellskoti og gæðingamóðurinni Ballerínu frá Grafarkoti. Brimnir er fimm vetra og fór í dóm núna í vor og hlaut í aðaleinkunn 8,21. 8,26 fyrir byggingu og 8,18 fyrir hæfileika. Þessi sæti hestur fékk nafnið Rimi.

Brimnir

Annars er bara komið sumar og styttist verulega í heyskap. Rakel Gígja ætlar að skella sér með vinkonu sinni Æru á landsmót.
Síðan er planið að gera sólpall, mála þökin, klæða austurhliðina á útihúsunum og setja möl í gerðin, heyja og moka út úr húsunum í sumar... Svo það verður nóg að gera :)
Einar leiðindafréttir, slasaðist veturgamall foli sem við eigum undan Glósu frá Grafarkoti og Byr frá Grafarkoti þannig að þurfti að aflífa hann. Fór í sundur sin á afturfæti.

08.06.2014 13:33

Gæðingamót Þyts og úrtaka fyrir LMÍ gær var Gæðingamót Þyts og úrtaka fyrir LM 2014. Rökkvi og Freyðir tóku þátt í pollaflokki og stóðu sig auðvitað vel eins og allir pollarnir. Sést í myndbandinu líka í Guðmar á Lækjamóti á sínum gæðingi og Dagbjört á Þokka sínum. Vantar bara að sjáist í Jakob.

Síðan er aðeins af Rakel og Æru í forkeppninni, því miður voru úrslitin ekki tekin upp þar sem móðirin var bara of stressuð eftir fjörið á stökkinu í forkeppninni. En Æra fór hratt yfir á stökkinu í forkeppninni og sýndu því ekkert fet :) En stóðu sig vel í úrslitunum og fengu 8,23 út. Glæsilegur árangur á fyrsta móti í barnaflokki. Æra fékk 8,50 fyrir tölt og Rakel 8,60 fyrir stjórnun og ásetu. Fengu svo 7,90 - 8,0 fyrir stökkið. Svo núna er bara stóra spurningin hvort eigi að skella sér á LM :) 

Myndir komnar inn í myndaalbúmið undir Gæðingamót 2014

06.06.2014 22:30

Áróra í kynbótadóm 2014Mál (cm):
140 133 136 64 142 28 17
Hófa mál:
V.fr. 8,9 V.a. 7,4
Aðaleinkunn: 7,85

Sköpulag: 7,96


Kostir: 7,77

Höfuð: 8,5
6) Fínleg eyru 8) Vel opin augu

Háls/herðar/bógar: 8,0
4) Hátt settur

Bak og lend: 8,5
6) Jöfn lend 8) Góð baklína

Samræmi: 8,5
3) Langvaxið

Fótagerð: 7,5

Réttleiki: 7,5
Framfætur: D) Fléttar

Hófar: 7,5
E) Þunnir hælar

Prúðleiki: 7,5

Hæfileikar:


Tölt: 8,0
3) Há fótlyfta H) Stirt

Brokk: 8,0
4) Skrefmikið 5) Há fótlyfta B) Ferðlítið

Skeið: 7,0
4) Mikil fótahreyfing C) Fjórtaktað

Stökk: 8,0
1) Ferðmikið

Vilji og geðslag: 8,0

Fegurð í reið: 8,0
3) Góður höfuðb.

Fet: 7,0
A) Ójafnt

Hægt tölt: 7,5

Hægt stökk: 7,0
 

Fleiri myndir hér.
  • 1