Heimasíða Lindarbergs

Færslur: 2014 Maí

29.05.2014 23:10

Vorverkin og hringgerði


Í dag voru staurar settir niður norðan við hlöðuna og útbúið hringgerði. Verður mjög mikill munur að fá það fyrir tamningarnar. En í sumar verða nokkur tryppi frumtamin.


Það var nóg af dýrum í kringum Gunnar þegar hann var að grafa staurana niður, hvolpurinn lá sofandi og hann þurfti að passa sig hvar hann setti mölina og Æra fékk sér að éta á meðan haldið var við staura.

Fyrstu kindurnar eru svo komnar upp í girðingu og æddu þær uppeftir, greinilega komið nóg gras í girðinguna handa þeim. Síðan erum við búin að eyða nokkrum dögum í að laga girðinguna á hestahólfinu okkar sem við eigum með Gröf og liggur að Gröf. Ætlum að byrja á að hafa hrossin þar þangað til hitt hólfið verður tilbúið. 
 
Þota alveg tilbúin að skella sér í fjallið fagra, eignaðist þrjú svona á litinn. Eitt fékk fósturmömmu :)

Að lokum mynd af þessum tveim, vinkonur í rigningunni að horfa á íslensku sauðkindina :)

27.05.2014 21:32

Folald númer II mætt

 


Í morgun fæddist þessi hryssa. Undan Gæsku frá Grafarkoti og Sjóð frá Kirkjubæ. Gæsku fengum við að halda tvisvar sinnum, sumarið 2012 fór hún undir Hvin frá Blönduósi. Algjör snillingur þessi hryssa á tölti og flugvökur. Brokkið er til staðar og er gott þegar hún tekur það en það er ekki alltaf hægt. Gæska slasaðist fjögurra vetra á afturfæti en það hefur ekki aftrað henni mikið.

Svo það var algjörlega æðislegt að fá hryssu þar sem kom hestur í fyrra :)


Hér má sjá video af Sjóð á LM 2012 5 vetra: En Sjóður hlaut á kynbótasýningu um daginn, 7 vetra, 9 fyrir tölt, brokk og skeið, 8,5 fyrir stökk, 9,5 fyrir vilja og geðslag, 9 fyrir fegurð í reið og 8,5 fyrir fet. 9,00 fyrir hæfileika. 8,24 fyrir byggingu. Aðaleink: 8,70


26.05.2014 19:43

Fyrsta folaldið fætt !!!

Fyrsta folaldið fætt, 26.05., jarpur hestur undan Höttu frá Árbakka og Brenni frá Efri-Fitjum. 
  • 1