Heimasíða Lindarbergs

Færslur: 2014 Apríl

29.04.2014 23:34

Sauðburður, sýningar, Ræktun, mót og fleiri myndir frá april og mars

 

Alltaf nóg að gera í Lindarbergi, setti inn í myndaalbúm myndir frá apríl og mars. Sjá hér. Þetta eru myndir frá því að krakkarnir kláruðu reiðnámskeiðin og þá var síðasti tíminn svo leikjatími og mættu þau með skreytta hesta og fóru í leiki. Einnig eru myndir frá sýningunni ,,Hestar fyrir alla", Rakel og Rökkvi tóku þátt í henni. Rakel var á Freyði í opnunaratriðinu og svo voru þau saman systkinin í atriði sem hét Lukku-Láki og Daltonarnir. Rökkvi var fógeti sem aðstoðaði Lukku-Láka sem var Rakel Gígja að ná Daltonunum :) Mjög skemmtilegt atriði. Einnig var Rakel í hestafimleikaatriði. Síðan var ræktunarbú frá Grafarkoti.

 
Indriði útskrifaðist svo af leikskólanum og hlakkar ofsalega til í haust að byrja í skóla og fara heim með skólabílnum, Gústa má bara byrja að hlakka til. 
 
Grunnskólamótið var svo í apríl í Þytsheimum og keppti Rakel þar og varð í fjórða sæti í tölti T7 í 4 - 7. bekk með einkunnina 5,38
Áróra er farin á Blönduós í þjálfun til Tryggva, verður vonandi sýnd í vor ef hún stenst væntingar emoticon
Við Rakel fórum svo á Selfoss í hestafimleikaferð, en krakkarnir í hestafimleikunum sýndu á Æskulýðssýningu á Selfossi og var það vel heppnuð ferð. Sýndu 20 börn og voru fleiri með í ferðinni og fullt af foreldrum.
Síðan var SKVH mót og kepptu Rakel, Raggi og Rökkvi á því. Rökkvi í pollaflokki og stóð sig auðvitað ofsalega vel á Freyði vini sínum. Rakel keppti svo á Æru og enduðu þær í 2. sæti í barnaflokki og Raggi keppti svo í 2. flokki og endaði fjórði.
Ég (Kolla) fór svo á Kvennatölt Norðurlands og fékk Stuðul í láni hjá Fanney og Loga og enduðu þau í 7. sæti með einkunnina 6,27. Mjög gaman að hafa fengið tækifæri til að taka þátt í þessu fjöri, Ísólfur og Vigdís fylltu stóra vagninn og eina kerru sem James fékk að draga af hrossum fyrir 14 konur og var ferðin hrikalega skemmtileg. Takk fyrir mig Ísólfur og Vigdís smiley
 
Um páskana fórum við svo ríðandi í Grafarkot og til baka með 90 hesta rekstur, byrjuðum á því að fara með Grafarkotshrossin í rekstri út á Hvammstanga, síðan fórum við frá Lindarbergi til baka ásamt mörgum úr hesthúsahverfinu á Hvammstanga. Æðislegur dagur í geggjuðu veðri og fengu allir svona sumarhestaferðafíling eftir daginn.
 
Síðustu helgi var svo farið suður á Ræktun með ræktunabú frá Grafarkoti, þar var ég aftur á Stuðli. En líka voru sýnd Byr, Brúney, Grettir og Karmen. Hér fyrir neðan má sjá video af sýningunni í Fákaseli.
 
Annars er bara sauðburður að byrja og allt fjörið í kringum vorið... OVER AND OUT !!!
 

16.04.2014 20:23

Rakel og Æra á Grunnskólamóti

Langt síðan hefur verið bloggað, en undanfarnar vikur hafa verið mjög annasamar. Húnvetnska liðakeppnin, sýningin ,,Hestar fyrir alla" sem krakkarnir tóku þátt í, Grafarkot tók svo þátt í reiðhallarsýningunni í Borgarnesi, mætti þar með ræktunarbú, reiðnámskeiðin kláruðust og þar var haldið lokafjör. Indriði Rökkvi útskrifaðist úr leikskólanum. Síðan fóru hestafimleikarnir að sýna á sýningu á Selfossi. Koma vonandi inn video af þessu öllu hérna inn á næstu vikum. En í gær var Grunnskólamót Norðurlands vestra og Rakel og Æra kepptu þar í tölti T7 4. - 7. bekk og stóðu sig vel og enduðu í 4. - 5. sæti. Hér fyrir neðan má sjá video af þeim stöllum en úrslit mótsins eru á heimasíðu Þyts eða hér.  • 1