Heimasíða Lindarbergs

Færslur: 2014 Janúar

25.01.2014 20:02

Heppin

Rakel Gígja er heppin ung dama en amma hennar og afi ekki alveg jafn heppin haha en Æra frá Grafarkoti er geld í ár, fór bæði undir Sjóð frá Kirkjubæ og Vaðal frá Akranesi en hélt ekki. Í síðustu viku var hún tekin inn og skilin var eftir úti brúnblesótt dóttir hennar og Blæs frá Miðsitju, Ævi frá Grafarkoti. Í dag prufaði Rakel Gígja hana svo í fyrsta skipti í reiðtúr og fannst hún MERGJUÐ eins og hún orðaði það sjálf :)

Hér má sjá smá video af Æru og Rakel í dag, reiðtúr II eftir 7 ára pásu.
 

 
 

 

Komnar svo janúar myndir í myndaalbúmið, frá hinu og þessu sem á dagana hefur drifið þennan mánuðinn: http://lindarberg.123.is/photoalbums/256588/

Hiti u. Gæsku og Hvin Blönduósi... - púdda púdd kíktu út...             Kveðjureiðtúrarnir á Votti

 

  • 1