Heimasíða Lindarbergs

Færslur: 2013 Desember

25.12.2013 16:39

Jólin 2013

Jólin búin að vera ofurkósý þrátt fyrir brjálað veður, vorum á aðfangadagskvöld í Grafarkoti og komumst heim rétt eftir miðnætti í frekar slæmu veðri og fórum svo aftur í hádeginu á jóladag í hangikjötið og aftur barist heim í enn og verra veðri. Allir sælir og glaðir ;) Henti myndum inn í myndaalbúmið...


23.12.2013 23:53

Gleðileg jólGleðileg jól kæru vinir. Allt orðið fínt og jólalegt í Lindarbergi. Enda ÞORLÁKSMESSA og brjálað veður úti. Verður vonandi ekki svona í marga daga.

21.12.2013 23:54

Kandidat kominn inn

Þá er fyrsti barnahestur vetrarins kominn inn en það er hinn ungi Kandídat frá Grafarkoti, rauðblesóttur u. Tvinna frá Grafarkoti og Klassík frá Grafarkoti. Rakel og Rökkvi eru bæði búin að prufa hann og eru ofsa spennt fyrir nánari kynnum.Svo nálgast jólin, og í Bergi hefur staðið yfir hreingerningarvika eins og á flestum heimilum væntalega og bara allt að verða ready fyrir jólin. Allir komnir í jólafíling og þá sérstaklega Indriði Rökkvi sem er eins og tifandi tímasprengja þessa dagana og telur niður dagana og þarf að hafa NÓG að gera til að láta tímann líða.Er svo búin að vera að gramsa í gömlum videoum og ætla að henda hérna inn nokkrum þegar tækifæri gefst. Fyrsta er Afkvæmi Óttu frá Grafarkoti á sýningu á Króknum.
04.12.2013 22:30

Riddari, kuldi og jólasveinar

 
Riddari kominn inn í Grafarkoti, feitur og sæll en því miður ekki nægilega stór. Hann er undan Uglu og Blæ frá Miðstitju. Mun örugglega geta farið hratt í framtíðinni þótt hann verði smár.

Annars bara rosalega kallt í dag -12 stiga frost núna í kvöld og verður kaldara á morgun, spá allt að -25 stiga frosti. Svo veturinn er kominn. Síðustu helgi var jólamarkaður á Hvammstanga og kveikt á jólatrénu. Þá komu tveir sveinkar að dansa í kringum jólatréð með krökkunum og svo var myndataka með öðrum þeirra :)  Styttist í jólin !!!Þá styttist í að tilhleypingar, en ætlunin er að setja hrútana í um næstu helgi. Svo mega jólin koma :)

  • 1