Heimasíða Lindarbergs

Færslur: 2013 Nóvember

30.11.2013 22:19

Rólegheit

Allt er í rólegheitunum í sveitinni... Jólin nálgast en enn er ekki búið að klára framkvæmdirnar fyrir utan hesthúsið. Bið eftir gröfunni, en verður vonandi drifið af í komandi viku.
Svo helgin er bara notuð í þrif, hesthúsferðir og fleira. Krakkarnir fóru í bíó í dag í Selasetrinu, ekki slæmt að vera með bíó á staðnum.
Áróra eftir reiðtúr dagsins...


Hera að verða voða fín og farin að hlýða beislinu og öllum bendinum. Er á fimmta, aðeins tamin í mánuð í fyrra. Mjög hreingeng og þæg hryssa.


Smári eftir heimalærdóm dagsins á frumtamningarnámskeiðinu.

27.11.2013 21:14

Frumtamningarnámskeið

Raggi skellti sér á frumtamningarnámskeið hjá Þóri Ísólfs. Ég fór í fyrra og var mjög ánægð með námskeiðið, annar verklegi tíminn í kvöld hjá þeim nöfnunum en Raggi tók hestinn sinn, Smára frá Grafarkoti á námskeiðið. Hann er undan Gretti og Urtu frá Grafarkoti. Mun vonandi verða næsti reiðhesturinn hans :)26.11.2013 22:38

Akureyri helgina 22. - 24 feb
Áttum æðislega helgi í sumarbústaðnum í Vaðlaborgum norðan við Akureyri sl helgi með fjölskyldunni. Settum inn myndir frá helginni, en farið var á skauta, horft á Einar keppa í frjálsum, farið í bíó, í búðir, í pottinn, sofið og borðað. Rosa fjör á Akureyri :)

18.11.2013 09:20

Stóðið í nóvember 2013

Raggi fór í rjúpu og tók nokkrar myndir af hrossunum á leiðinni niðureftir. Flott veður í myndatöku !!!  
Kjalar, Kóði, Ronja, Hulda, Gígja og Ræningi

  
Hatta, Edda, Koldís, Smári og Koldís aftur á bakvið hann :)

 
Ugla með Arionsdótturina, Hiti fyrir aftan hana. Þær mæðgur svo aftur.


 
Döggvar og Kóði
10.11.2013 09:48

Framkvæmdir og fyrstu hrossin tekin innÍ gær komu þessar dömur inn, Hera og Áróra, báðar á fimmta. En fá þær að vera inni í Grafarkoti í smá tíma á meðan framkvæmdirnar eru í gangi í Lindarbergi. Það er nú ekki leiðinlegt að komast í aðstöðuna þar.
Helgin hefur farið í framkvæmdir að öðru leyti, inn í albúm hérna á síðunni er komið framkvæmdaalbúm.

03.11.2013 21:54

Framkvæmdir og rollustúss

 

Loksins smá framkvæmdir, listinn er laaaaangur en var þetta komið á toppinn á honum. Núna er verið að taka heita vatnið niður í hesthús og drena að austanverðu og norður og niður :) Svo er planið að leggja hitarör í fóðurganginn í hesthúsinu og steypa hann upp. Verður vonandi mikill munur.
Í dag kom svo Magnús og rúði kindurnar. Vonandi verða svo fyrstu hrossin tekin inn í vikunni en fyrst verða 2 merar teknar inn í Grafarkoti þær Áróra og Hera. Gaman að byrja aftur ;)

  • 1