Heimasíða Lindarbergs

Færslur: 2013 Október

19.10.2013 21:32

Ugla fór á flakk :)

Í dag var hrossunum gefið ormalyf, Steini kom og örmerkti og Ingunn kom og tók blóðsýni úr nokkrum til kanna selenskort og fleira, svo tók hún DNA og að lokum fylskoðaði Uglu sem er fylfull við Brimni frá Efri-Fitjum. Semsagt mjög spennandi vor framundan, tvær merar fylfullar við Fitjahestum en Hatta fór undir Brenni og svo fór Gæska undir Sjóð frá Kirkjubæ.

En smá saga af deginum... Stella tók sín hross úr okkar á miðvikudaginn og var nú voðalega hissa hvað Vaka sín var róleg og spök og þegar Raggi ætlaði að ná Uglu til að teyma á undan okkar hrossum út í hólf vildi hún víst ekkert láta ná sér haha Í dag þegar við sóttum svo okkar hross til að fara í þetta stúss furðuðum við mæðgur okkur á litnum á folaldinu hjá Uglu þegar hún hljóp með stóðinu. En folaldið var jarpt, ekki það að folöldin undan Uglu skipta oft um lit :) En þegar hrossin komu í Lindarberg sáum við að þetta var ekki Ugla heldur Vaka hennar Stellu. haha Svo þá var förinni heitið út í Kárastaðagirðingu að leita að Uglu sem er með brúnt folald og hún fannst auðvitað og skiptin fóru fram á merunum. Við vorum amk mjög fegin að Stella var ekkert farin að huga að því að setja í sláturhús :) hahaha
16.10.2013 23:16

Hrossunum smalað heim 16.10

Hrossunum smalað heim í dag en Þorsteinn, Eydís, Sara og co voru að sækja hest sem er að fara í tamningu til Fanneyjar og tækifærið var nýtt til að ná okkar heim, eftir að gefa ormalyf og fleira stúss. Stella tók sín hross úr girðingunni líka og rak út að Kárastöðum.

 
Hiti Hvinssonur og Gæska frá Grafarkoti


Hatta með Eldfaradótturina Eddu tv og Áróra frá Grafarkoti th.


Hera frá Helguhvammi tv og Döggvar Meyvatnssonur th.


Gígja frá Grafarkoti u. Gretti og Urtu tv. Sindri frá Sauðadalsá th.14.10.2013 22:15

Lífgimbrarnar valdar

15 gimbrar settar á, ofsalega erfitt val að vanda og fóru nokkrar fínar í Hvíta húsið þar sem ekki er komin 2. hæð á braggann fyrir fleiri :) Svo 52 verða þær næsta vetur.


Heimalingurinn Mjallhvít er auðvitað aðal gimbrin en hún mun örugglega leika við krakkana í hesthúsinu og úti í snjónum ef þannig liggur á henni ;)

Dimmir, algjör töffari og mun sinna ungu dömunum í vetur.

Hérna fyrir neðan eru svo nokkrar myndir ad dömunum og svo fleiri inn í myndaalbúmi hér á síðunni:


12.10.2013 18:51

HelginBúið að vera frábært veður um helgina, 11 stiga hiti og sól og voru því gluggarnir á húsinu málaðir. Tíðin í sumar var ekki sú besta fyrir málningarvinnu og alltaf þegar það var þurrt var heyjað eða notið veðursins í hestaferðum. Svo núna loksins náðist þetta en þakið þarf líklega að bíða þangað til næsta sumar. Síðan var einnig skyldusmalamennska í dag, vinnumenn Lindarbergs þeir Maggi í Helguhvammi og Jón Hilmar stóðu sig vel og náðu 12 skjátum þegar þeir smöluðu landið :)
Mikil tilhlökkun er svo fyrir morgundeginum en þá verða lífgimbrarnar valdar :)


06.10.2013 16:22

Haustið

LINDARBERG á fallegum haustdegiFærðum rollurnar neðar í dag 06.10, en þær voru komnar alveg upp að girðingu.

Hérna fyrir neðan og í myndaalbúminu á síðunni eru fleiri myndir frá haustinu :)
  • 1