Heimasíða Lindarbergs

Færslur: 2013 September

24.09.2013 21:43

Hrossin sluppu í túnið !!!Þessar voru frekar ósáttur við ónæðið í stóðinu sem kom inn á ÞEIRRA svæði og voru með læti :)
Svo auðvitað hlýddum við mjólkurkúm Lindarbergsbúsins og hentum hrossunum aftur upp í girðingu. Tók samt nokkar myndir af þeim áður. 


Hér eru tv Hulda og Koldís. Th. er Hera frá Helguhvammi


Grettisdóttirin Gígja frá Grafarkoti og Hiti frá Lindarbergi u. Gæsku og Hvin

Fleiri myndir má sjá hér

23.09.2013 20:39

Fyrsta fréttin á heimasíðu Lindarbergs

Ákvað að búa til síðu fyrir Lindarberg, ekkert endilega til að blogga mikið. Meira svona til að eiga góða dagbók og finna hlutina þegar maður þarf að finna þá :)

Í dag fórum við Rökkvi og kíktum á Riddara og aðra gradda í Grafarkoti. Riddari er undan Uglu frá Grafarkoti og Blæ frá Miðstitju.


Svo var kvöldsólin geggjuð í Lindarbergi í kvöld :)

  • 1