Heimasíða Lindarbergs

04.11.2015 10:29

Rökkvi nýbyrjaður að læra á gítar

04.11.2015

VIDEO HERE

21.10.2015 09:48

Lífgimbrar 2015

jæja þá styttist í veturinn. Haustið búið að vera æðislegt, nýji sumartíminn í Húnavatnssýslunni hlýtur að vera september og október. Búið að velja lífgimbrarnar og setja restina í hvíta húsið. 20 gimbrar settar á með Kolbrá graslambi og 3 skvísum af ströndunum en við keyptum 1 golsubíldótta á Heydalsá og 1 svarta og 1 svarkrúnótta sokkótta á Bassastöðum. Einnig var keyptur hrútur frá Bassastöðum og svo annar frá Smáhömrum. Síðan settum við einn sæðing á, undan Þoku-Hreini.

Fallþunginn í ár var 19,2, gerð 9,77 og fita 8,4. Við erum bara mjög sátt, mjög jafn hópur sem við eigum þrátt fyrir að gerðin hafi verið minni en í fyrra og fallþunginn lægri.

Hér eru myndir af skrautlegu lífgimbrunum, samt eru 7 hvítar af þessum 20 sem settar voru á.

 

 

 

30.09.2015 11:22

Haust 2015

 
Haustið er búið að vera hreint út sagt æðislegt, maður sér hvað veðrið hefur nú mikil áhrif á lífið. En þetta haust er mikil sárabót fyrir ömurlegt sumar. Göngur afstaðnar og við búin að lóga 50 lömbum. Vigtin 19,67 svo við erum nokkuð sátt við það :)
Fórum á strandirnar á föstudaginn að kaupa 2 hrúta og 3 gimbrar. Mjög skemmtileg ferð, Jóhannes Geir, pabbi og ég, Raggi og Rökkvi fórum að versla. Fórum fyrst að Bassastöðum þar sem Rökkvi fann svarta gimbur sem hann keypti, svo tókum við líka svarkrúnótta sokkótta gimbur og hvítan hrút. Jóhannes Geir tók hyrndan ofsalega fallega hrút á Bassastöðum og pabbi flottan kollóttan.
Næst lá leiðin eftir hamborgarastopp á Hólmavík (langþráð sjoppupása að mati Rökkva) að Heydalsá. Þar keyptum við golsóttbíldótta gimbur hjá Ragnari. Pabbi og Jóhannas tóku svo 2 kollótta hrúta hjá Guðjóni á Heydalsá. Að lokum kíktum við að Smáhömrum og þar versluðum við hrút, mjög vel gerðan með 87 stig, 34 í bakvöðva, 5 í lögum og 18 í læri svo eitthvað sé nefnt. Á vonandi eftir að bæta gerðina í Bergi.
Tryggvi Rúnar er búinn að vera að aðstoða okkur helling í sumar og haust, erum að breyta fjárhúsaðstöðunni þannig að við séum með venjulega gjafagrind en ekki bara járnhringinn.
 
 
 
 
 
 
 
 
 
 
 
 
 
 
 
 
 
 
 
 
 
 
 
 
 
 
 
 
 
 
 
 
 
 
 
 
 
 
nýju gimbrarnar okkar frá ströndunum
 
Nagli frá Bassastöðum
 
Steðji frá Smáhömrum
 
 
 

24.09.2015 13:59

Árið 2015

Hef verið mjög löt að blogga á heimasíðuna. En árið 2015 hefur verið gott fyrir utan ömurlegt veður í sumar að þá hefur haustið verið algjör sumarauki og látið mann hætta að hugsa bara um Floridaferðir :) Fórum samt í nokkrar hestaferðir í sumar og heyskapur gekk vel. Hefðum mátt fá fleiri rúllur en náðum öllu þurru og fínu.

Inn í myndaalbúmi á síðunni hef ég sett fullt af myndum, hér má sjá myndir frá vetri og vori. Síðan er albúm frá íþróttamóti Þyts þar sem Rakel Gígja keppti á Kát mínum í tölti og Æringja frá Grafarkoti í fjórgangi og var í 2 sæti í báðum greinum. Sumarmyndir eru í stóru albúmi en þar eru myndir frá afmæli Rakelar, hestaferðum, fótboltamótum, ferðalagi sem við fórum í, í sumar en við fórum gullna hringinn og heimsóttum Kollu ömmu um verslunarmannahelgina. Einnig eru myndir frá Gæðingamóti Þyts, en Rakel Gígja keppti þar á Grágás frá Grafarkoti, sigraði barnaflokkinn með 8,49 í einkunn, Grágás var valin glæsilegasta hross mótsins og Rakel Gígja knapi mótsins. Rökkvi fékk Glóey frá Gröf í láni og tók þátt í pollaflokknum.
 
 
 
 

04.01.2015 22:08

Gleðilegt nýtt ár

Jólin hafa verið ljúf, vorum í Grafarkoti á aðfangadag og svo á Sauðárkróki um áramótin. 


Á nýársdag tókum við svo sex hross inn og eru komin sjö hross inn í dag. Rakel Gígja er að reyna að finna sér hest fyrir námskeið og minni mót í vetur, erum að leita að svona viljugum ,,Móses" haha eða hreingengum og auðveldum hesti :) Erum að skoða tvo hesta, Eyvar Grafarkoti og Hlyn Blönduósi og svo fékk hún í láni drottninguna Dögg frá Múla. Verður ekki leiðinlegt að leika sér á henni í vetur.


Rökkvi fékk Freyði aftur í láni hjá afa sínum og er hann auðvitað spenntur fyrir vetrinum. Við tókum inn, Áróru, Ronju, Smára og Sindra. Svo það eru bara tvö pláss laus. 

Myndir hér

22.12.2014 00:17

Gærur, kindur og jólin nálgast


Við erum ekki enn búin að taka inn, búið að steypa ganginn og verið er að gera hnakkageymslu. Værum búin að taka inn ef veðrið væri bara ekki búið að vera óþolandi. Við erum á kafi í snjó, getum ekki riðið reiðveginn svo það er ekki til neins eins og staðan er. En vonandi fer veðrið nú að lagast.
Sæddum 8 kindur 11.des og settum hrútana í rest. 2/3 búnar að ganga 15. des
 
Sóttum fylfullu merarnar og fjögur tryppi fyrir viku síðan og settum í túnið og farin að gefa þeim rúllu. Restin þarf að lifa af harðindin enn sem komið er. Ætlum svo vonandi að taka inn milli jóla og nýárs.


Rakel Gígja og Indriði Rökkvi á leið á litlu jólin í skólanum, komin í spariföt og mjög spennt. Jólin nálgast og allt nánast tilbúið fyrir þau. Keyptum okkur jólaseríu á húsið, loksins og kemur það mjög vel út enda gerir snjórinn allt mjög jólalegt svo það komi nú eitthvað jákvætt með hann :)Og ekki kvarta þessi yfir snjónum, bara endalaust verið að renna og búa til sjóhús.
Svo er bara endalaust búið að vera í gærustússi, en fjórar gærur sútaðar í haust og eru þær allar ofsalega flottar, tvær gráar og tvær gráflekkóttar.

23.11.2014 13:19

Framkvæmdirnar halda áfram

Í haust erum við búin að vera að halda áfram með framkvæmdirnar. Hrannar kom og lagaði hlaðið og setti möl inn í litlu réttina og jafnaði austan við útihúsin. Svo þetta er að verða aðeins snyrtilegra. 
Síðan er búið að klæða austurhliðina á útihúsunum og núna erum við komin inn í hesthús og ætlum að steypa upp ganginn.
Jón Hilmar tók svo upp eitt tún fyrir okkur og erum við því í grjóttínslu fyrir herfinn.
Kolla er svo að læra að súta gærur í gærukjallaranum á Hvammstanga. Hér fyrir neðan má sjá nokkrar myndir af síðustu dögum.

22.10.2014 08:47

Lömbin komin inn

Tókum lömbin inn ásamt 5 gemlingum á sunnudaginn fyrir hríðina. Fullorðnu kindurnar settum við aftur út þegar veðrið lagaðist. Í dag verður svo tekið af þeim, fáum örugglega hellings pening fyrir þessa ull :)09.10.2014 11:54

Haustið

Frumtamningar og haustverkin ganga nokkuð vel. Skemmtileg þessi þrjú nýju sem við tókum til viðbótar, erum þá búin að vera að frumtemja sex núna seinnipart sumars og fram á haustið. Fjögur þriggja vetra og tvo fjögurra vetra. Búið er að mála tvær umferðir á þakið á íbúðarhúsinu, bragganum og hænsnakofanum. Þakið á hlöðunni og turninum verður að bíða fram á næsta vor. En við erum mjög sátt við litinn á þökunum og verður flott þegar þakkanturinn verður allur kominn


Ræningi er ofsalega skemmtilegt tryppi, algjör spíttkerra sem hefur ofsalega skemmtilegan karakter, verður líklega mjög rúmur. Mér finnst hann svo líkur í útliti og Sölvi minn að það hálfa væri hellingur, finnst ég bara vera komin með hann endurfæddan þegar ég spjalla við þennan. Alveg sama lúkkið og karakterinn svipaður.


Gígja undan Gretti og Urtu kemur líka á óvart, ofsalega þæg og jarðbundin dama. Ólík albróður sínum Smára sem er mjög lifandi og má varla koma við þá spítist hann af stað :)


Döggvar u. Meyvant og Glóey. Þessi fer líka mjög hratt yfir og vill ekki gera neitt hægt. Er samt alveg ofboðslega feitur greyið, það þarf að lagast. En mjög fljótur að læra og skemmtilegur.

29.09.2014 08:18

Frumtamningar

Ákváðum að flýta frumtamningunum á 3ja vetra hrossunum fyrir veturinn. Tókum 3 til viðbótar í gær heim. Taka þau í svona 2 - 3 vikur, auðveldar veturinn til muna. Erum búin að vera með þrjú í sumar, Huldu undan Höttu Árbakka og Garpi frá Hvoli, Sindri frá Sauðadalsá u Samverja frá Grafarkoti, Flótti frá Gröf u. Surtsey Gröf og Kasper frá Grafarkoti. Vorum einnig með Kára frá Helguhvammi sem var nánast ekkert taminn sl vetur, hann er undan Ugg frá Grafarkoti og hryssu frá Hvoli.

En í gær tókum við þrjú þriggja vetra, Gígju undan Gretti og Urtu Eydísar, Döggvar u Glóey frá Gröf og Meyvant frá Feti og Ræninga u Uglu og Blysfara frá Fremra-Hálsi.


Sindri tv og Hulda th. Vantar mynd af Flótta, líklega vegna þess að hann er faxlaus :)


Gígja, Ræningi og Döggvar

Dagur I hjá þessum þrem:

Sindri vildi bara nammi, enda orðinn MJÖG spakur eftir að hafa byrjað sem villihestur haha

23.09.2014 11:42

Kynbótadómar 2014

Sónarskoðunin á gimbrunum kom ekki alveg jafn vel út og 2013, þurfum að bæta bakvöðvann aftur mv árið á undan en þá var hann mjög góður. Etv er skýring að gimbrarnar hafi lagt of mikið af eftir að þær komu heim en 20 gimbrar voru sónarskoðaðar og metnar. 
Ætlum að setja 10 á. Erfitt val eins og alltaf. Horfum auðvitað líka á frjósemi og mjólkurlægnina, svo við grenjum ekki bara út af niðurstöðunni á dómunum en náum sem betur fer 7 af þessum 10 gimbrum með 29 - 31 í bakvöðva og 17,5 - 18 í lærum. En á heildina litið mun lélegra mat en í fyrra.

fleiri myndir hér.19.09.2014 12:01

Haustverkin 2014

 
 

Það er ekki hægt að gera check við neitt af verkefnunum í kringum húsin sem byrjað er á. En samt er voðalega gaman hvað byrjað er á mörgum verkefnum en listinn styttist sem klára á fyrir veturinn.

  • En verið er að mála þökin, búið að fara tvær umferðir á íbúðarhúsið en eftir að fara umferð II á braggann og svo er hlaðan og turninn eftir.
  • Gólfflöturinn á pallinum er ready en skjólveggurinn eftir.
  • Beðið er eftir Gunna til að klára malarmálin, en það vantar hlass hér og þar af möl.
  • Logi kom og er aðeins byrjað að mæla fyrir og setja lista utan á hlöðuna en klæða á austurhliðina fyrir veturinn.
  • Svo á eftir að steypa upp ganginn inn í hesthúsi og setja hita í gólf og setja þakrennu fyrir vestan hlöðuna.

Síðan verða lífgimbrarnar valdar um helgina og á mánudaginn en þá verða þær sónaðar. Við ætlum að fjölga í heilar 60 ær.

18.09.2014 21:13

Hvíta húsið 2014


Búin að lóga 45 lömbum og eigum eftir að setja ca 15 í hvíta húsið eftir sónarskoðum og val á lífgimbrum. Erum mjög sátt við hópinn í ár, mjög jafn og fínn.

Meðaltal fallþunga var 20,32 gerðin 10,6 og fita 8,07. 

Sláturyfirlit 
Gripur Dagsetning Faðir Móðir Fallþ. Vöðvafl. Fitufl. Kjöt%
L0001 15.09.2014 12-592 Hrímnir 10-001 Snælda 21.3 E 3 40.9
L0002 15.09.2014 12-592 Hrímnir 10-002 Hatta 17.5 U 3 47.2
L0010 15.09.2014 12-592 Hrímnir 10-010 Þrenna 22.7 U 3+ 46.3
L0014 15.09.2014 12-592 Hrímnir 10-014 Díva 18.4 R 3 40.0
L0015 15.09.2014 12-592 Hrímnir 10-015 Perla 17.5 R 2 48.6
L0016 15.09.2014 12-592 Hrímnir 10-016 Skellitrutt 20.8 U 3+ 45.2
L0018 15.09.2014 12-592 Hrímnir 10-018 19.2 R 2 44.6
L002A 15.09.2014 12-592 Hrímnir 10-002 Hatta 18.3 U 3+ 42.5
L006A 15.09.2014 12-592 Hrímnir 10-006 22.3 R 3+ 44.6
L007A 15.09.2014 12-592 Hrímnir 10-007 Botna 23.0 U 3+ 45.0
L008A 15.09.2014 12-592 Hrímnir 10-008 Móra 17.4 U 2 45.7
L009A 15.09.2014 12-592 Hrímnir 10-009 Þrílembingsgrána 19.6 U 3 43.5
L0101 15.09.2014 12-592 Hrímnir 11-101 Snædís 22.9 U 3+ 45.8
L0103 15.09.2014 12-592 Hrímnir 11-103 Skoppa 18.2 U 3+ 44.3
L0104 15.09.2014 12-592 Hrímnir 11-104 Dama 19.4 U 3+ 44.0
L0105 15.09.2014 12-592 Hrímnir 11-105 Gjöf 19.5 R 3 46.4
L0106 15.09.2014 12-592 Hrímnir 11-106 19.1 R 3 45.4
L010A 15.09.2014 12-592 Hrímnir 10-010 Þrenna 21.8 U 3+ 48.4
L0110 15.09.2014 12-592 Hrímnir 11-110 Svava 20.6 E 4 49.0
L013A 15.09.2014 12-592 Hrímnir 10-013 20.1 U 3+ 50.2
L014A 15.09.2014 12-592 Hrímnir 10-014 Díva 19.4 R 3+ 45.1
L017A 15.09.2014 12-592 Hrímnir 10-017 18.8 U 3 42.7
L0201 15.09.2014 12-592 Hrímnir 12-201 Sigurdís 20.8 U 3+ 44.2
L0205 15.09.2014 12-592 Hrímnir 12-205 Zíta 20.5 U 3 43.6
L0206 15.09.2014 12-592 Hrímnir 12-206 Zelda 18.7 R 3 42.5
L0207 15.09.2014 12-592 Hrímnir 12-207 Brá 26.2 E 3+ 51.3
L0208 15.09.2014 12-592 Hrímnir 12-208 20.5 U 3 43.6
L020A 15.09.2014 12-592 Hrímnir 10-020 17.6 R 3 50.2
L020B 15.09.2014 12-592 Hrímnir 10-020 18.2 U 2 43.3
L0211 15.09.2014 13-756 Dimmir 12-211 Sverta 21.0 U 3 42.0
L0212 15.09.2014 12-592 Hrímnir 12-212 Módís 26.2 E 4 48.5
L0301 15.09.2014 13-756 Dimmir 13-301 19.2 U 3+ 45.7
L0305 15.09.2014 13-756 Dimmir 13-305 Gríma 20.4 U 3 43.4
L0309 15.09.2014 13-756 Dimmir 13-309 18.1 U 2 44.1
L0310 15.09.2014 13-756 Dimmir 13-310 Jasmín 19.8 U 3 45.0
L0311 15.09.2014 13-756 Dimmir 13-311 18.1 U 2 47.6
L0314 15.09.2014 13-756 Dimmir 13-314 Dís 22.9 U 3+ 49.7
L0315 15.09.2014 13-756 Dimmir 13-315 20.5 R 3 45.5
L103A 15.09.2014 12-592 Hrímnir 11-103 Skoppa 19.0 U 3 45.2
L109A 15.09.2014 12-592 Hrímnir 11-109 Gráleit 21.8 U 3 49.5
L206A 15.09.2014 12-592 Hrímnir 12-206 Zelda 20.9 U 3+ 47.5
L209A 15.09.2014 12-592 Hrímnir 12-209 Þota 23.5 E 3+ 47.0
L211A 15.09.2014 13-756 Dimmir 12-211 Sverta 21.3 U 3+ 41.7
L214A 15.09.2014 13-756 Dimmir 12-214 Drottning 21.4 U 3 44.5
L214B 15.09.2014 13-756 Dimmir 12-214 Drottning 19.9 R 2 44.2


09.09.2014 11:54

Mála mála mála !!!

Síðustu viku og helgi var notuð í að menja og mála þakið á íbúðarhúsinu, braggann og hænsnakofann. En búið er að kaupa málningu sem á að duga á allt. Þannig að eftir göngur reynum við að klára umferð 2 og vonandi náum við að klára að mála þakið á útihúsunum líka og turninum. Kemur í ljós, fer eftir veðri.

 

 

 

 

 

30.08.2014 19:47

Lognið á undan storminum !!!

Yndislegt veður í dag enda Logi þrítugur í dag, 30.08. Talið er að þetta sé lognið á undan storminum, þar sem stormi er spáð á morgun. Dagurinn var nýttur í girðingarvinnu, smalamennsku, sónarskoðun og reiðtúra, bæði niður í fjöru og upp í girðingu.
Æðislegt veður, börn, hross og hundar :) fleiri myndir hér