Heimasíða Lindarbergs

20.07.2016 10:54

Hestaferðir eru uppáhalds

Erum svo heppin hvað fjölskyldan hefur öll gaman að því að fara í hestaferðir, krakkarnir gera ekkert skemmtilegra. Erum búin að fara í 2 stuttar ferðir í sumar. Er búin að setja inn myndir á myndasíðuna og svo má sjá nokkrar hér fyrir neðan :)
 
 
  
 

16.07.2016 11:05

Íslandsmót yngri flokka 2016

 

Íslandsmóti lokið, Rakel og Eva fóru saman á mótið með 3 hross. Eva keppti á Stuðli í fjórgangi og tölti og stóðu þau sig auðvitað vel, komust ekki í úrslit enda keppnin hörð. Eins hjá Rakel og Vídalín, voru í 23 - 24 sæti í tölti og 29 sæti í fjórgangi. Gekk vel hjá þeim að vanda... Rakel fór líka með Grágás og þeim var búið að ganga svo vel á æfingum og var því svekkjandi að það skildi mistakast í forkeppninni en svona er keppnin, lifandi dýr sem verið er að keppa á og misjafnir dagarnir hjá þeim eins og okkur.

Hér er video af Rakel og Vídalín í töltinu.


Og hér fyrir neðan video af Rakel og Vídalín í fjórgangi:

16.07.2016 10:35

Sumarið er tíminn

Sumarið aldeilis búið að vera frábært. Geggjað veður, erum búin að rúlla 101 rúllu af þurru og flottu heyi, fyrri slætti samt ekki lokið. Liggur flatt í hólfinu okkar fyrir norðan Gröf. En við tókum 3 daga strax eftir landsmóti og slógum allt hérna heima og náðum flottu heyi.
Rakel Gígju gekk vel á landsmótinu en lenti því miður í dauðasætinu svokallaða, eða var næst inn í milliriðil. Hlutu 8,34 í einkunn. En þau Vídalín eru æðisleg saman og hún heppin að hafa hann í láni hjá Eydísi.
Eftir sláttinn þá fórum við í smá hestaferð, enda hrossin að springa úr spiki.
Er búin að búa til myndaalbúm á heimasíðunni sem heitir sumar 2016, þar eru myndir frá hestaferð, landsmóti, girðingarvinnu, riðið upp í Ánastaðasel, fótboltamóti og fl.

01.07.2016 08:50

LM fjörið

Að prufa að keppa á landsmóti er mikil reynsla og skemmtileg upplifun. Rakel og Vídalín fengu að spreyta sig og hér er upptaka úr tölvunni af frammistöðunni.


14.06.2016 14:41

Rakel Gígja og Vídalín á leiðinni á landsmót

Sl helgi var úrtaka fyrir landsmót haldin á Hólum í Hjaltadal. Rakel Gígja fór með tvo snillinga, þau Grágás frá Grafarkoti og Vídalín frá Grafarkoti. Rakel og Vídalín stóðu sig betur og hlutu 8,43 fyrir sína sýningu og fara því saman á landsmótið. Það verður auðvitað spennandi og skemmtileg reynsla.

Barnaflokkur
1. Rakel Gígja Ragnarsdóttir og Vídalín frá Grafarkoti 8,43
2. Guðmar Hólm Ísólfsson og Dagur frá Hjaltastaðahvammi 8,37
3. Bryndís Jóhanna Kristinsdóttir og Glóð frá Þórukoti 8,29
4. Rakel Gígja Ragnarsdóttir og Grágás frá Grafarkoti 8,25
5. Dagbjört Jóna Tryggvadóttir og Dropi frá Hvoli 8,12
6. Dagbjört Jóna Tryggvadóttir og Salka frá Grafarkoti 8,02

Á landsmótið fara fimm hross frá Grafarkoti, Aur frá Grafarkoti og Logi verða með afkvæmahópi Arðs, Táta frá Grafarkoti og Fanney keppa í B flokki, Vídalín frá Grafarkoti og Rakel Gígja í barnaflokki, Glitri frá Grafarkoti og Ásta í unglingaflokki og Stuðull frá Grafarkoti og Eva í ungmennaflokki.

28.05.2016 00:15

Sumarið að mæta á svæðið


Vorið er búið að vera fínt, sauðburður sá langdregnasti hingað til... Vera með 76 kindur og sauðburðurinn tekur mánuð.... úff en vá hvað myndavélin hefur reddað okkur. Höfum tekið ofsalega lítið frí enda getum við bara kíkt í myndavélina af og til í vinnunni.

Búið er að búa til voralbúm hér á myndasíðunni með skemmtilegum myndum af vorinu.27.05.2016 14:26

Rakel Gígja og Vídalín

Rakel Gígja og Vídalín skelltu sér á mót á Sauðárkróki til að prufa sig saman :) Eydís er svo góð að lána henni gæðinginn sinn. 
Hér er video af þeim í forkeppninni og svo í úrslitunum. En þau fengu í sinni fyrstu keppni saman 5,87 í fjórgangi og 6,27 í tölti. 


Forkeppni


Úrslit13.05.2016 11:09

Það er komin sæt hryssa !!!

Loksins kom hryssa undan Uglu, en 11.05 fæddist hryssa undan Ölni frá Akranesi. Hún er rauðblesótt hringeygð á báðum og leistótt á einum fæti. Alveg hrikalega sæt auðvitað :)

 Hér er svo ein mynd af pabbanum og video ef smellt er á myndina:02.05.2016 09:18

Sauðburðurinn fer hægt af stað

Undanfarna daga hefur verið meira krassandi að eyða tímanum í sauðburði í Gröf og aðeins í Grafarkoti frekar en hérna heima þar sem sauðburðurinn fer mjög hægt af stað. Aðeins nokkrir gemlingar bornir og þær sem voru sæddar. En auðvitað komin nokkur sæt lömb. Sæddum við Höfðinga frá Leiðólfsstöðum í Laxárdal, smá litaræktun í gangi en það vantar meira mórautt í stofninn. Síðan sæddum við, við Krapa frá Innri-Múla á Barðaströnd sem er án efa einn athyglisverðasti kollótti hrúturinn sem hefur verið á sæðingastöðinni í mörg ár.

 

 

 

 

Erum búin að fá fimm súkkulaðimola undan Höfðingja, 2 gimbrar og 3 hrúta. Erum svo komin með 3 hrúta undan Krapa og 1 svarta gimbur. Síðan eru stórmerkilegir tímar í Bergi en Þoku-Hreinssonurinn okkar er greinilega arfhreinn hvítur og svo öll gemlingslömbin eru hvít.

26.04.2016 11:12

Fyrsta borin

Þá er fyrsta borin í Lindarbergi, Þoka einn af Rökkva gemlingum, eignaðist tvær gimbrar. 

 

Þetta er að okkar mati skemmtilegasti tími ársins og verður bara þægilegt að mörgu leyti núna því Tryggvi mætti einn morguninn í Lindarberg og henti upp með Ragga 21 sauðburðastíu. Raggi er svo að setja upp vatnsstúta í allar stíurnar, þetta verða svo mikil þægindi að það verður bara ekkert að gera :) En mestallur tíminn hefur farið í að vatna, þegar maður loksins kláraði síðustu stíuna var orðið tímabært að byrja aftur að vatna þeim sem voru búnar að skíta í dallinn sinn eða hrinda honum niður cheeky

 

 

                                                                                                             
 

                                                                                                                 Svo er náttúrulega bara fylgst með í vefmyndavélinni á nóttunni :) 

 

 

08.04.2016 11:27

Styttist í sauðburð

Kannski fínt að skrifa hérna inn 2svar á ári. En núna er farið að vora og þá er gaman að rifja veturinn upp. En þessi vetur er búinn að vera alveg frábær, loksins ekki skafrenningur alla daga. Veturinn er búinn að vera kaldur en logn alla daga, svona akkúrat eins og maður vill hafa það. Ekki þessar endalausu umhleypingar í veðrinu.

Við erum búin að vera með hestana inn á Hvammstanga í mestallan vetur, tókum þá heim fyrir rúmri viku. Sem er búið að vera mjög þægilegt, sérstaklega fyrir barnastarfið þar sem krakkarnir þurfa ekki að ríða á stökki til að ná í tíma :)

Af hestamannamótum vetrarins tóku allir þátt í Húnvetnsku liðakeppninni, Raggi á þremur mótum, krakkarnir á öllum og Kolla á lokamótinu. Rakel Gígja var stigahæst í barnaflokki en hún sigraði smala, var í 3 sæti í fjórgangi, 2-3 sæti í T7 og sigraði T3 á lokamótinu. Er búin að keppa á þremur hrossum sem öll eru gæðingar og við fengið í láni handa henni. En það eru Æra frá Grafarkoti, Grágás frá Grafarkoti og Vídalín frá Grafarkoti.  Indriði Rökkvi er búinn að taka þátt á öllum mótunum í pollaflokki á Freyði sínum en fékk í smalann Fríðu í láni hjá Fanney og Loga. Raggi er búinn að keppa á þremur mótum, fékk Skandal frá Varmalæk í láni og keppti á honum í fjórgangi þar sem hann endaði annar og í tölti T7 þar endaði hann í þriðja sæti. Síðan keppti hann á lokamótinu á Korða frá Grafarkoti og komst ekki í úrslit. Kolla keppti á lokamótinu á Grágás frá Grafarkoti og enduðu þær í fjórða sæti. Kolla fór ásamt 17 öðrum Þytskonum á Kvennatölt Norðurlands sem haldið er á Sauðárkróki á skírdag, þar fékk hún Grágás í láni og enduðu þær í 5 sæti í opnum flokki. Síðan tóku auðvitað börnin þátt í firmakeppninni á öskudaginn og Rakel sigraði barnaflokkinn og Rökkvi fékk í láni Þokka frá Hvoli og kepptu þeir auðvitað í pollaflokki og voru flottir. Myndir frá vetrinum má sjá hér: http://lindarberg.123.is/photoalbums/277994/ 

Hér koma svo nokkrar af team Lindarberg.

 

 

 

 

Sýningin ,,Hestar fyrir alla" var svo haldin á afmælisdag Kollu. Allir tóku auðvitað þátt í henni, Raggi var í Svörtu folunum á Vídalín hennar Eydísar. Rakel Gígja tók þátt í mörgum atriðum, hestafimleikum, knapamerki, trec, munsturreið og knapar ársins 2015. Rökkvi var í atriði sem Reiðþjálfunarhópurinn var með og Kolla í hópi Grafarkots.
 

  Svo styttist í skemmtilega tíma ársins eða sauðburð. Við fjárfestum í myndavél í fjárhúsin, þannig að núna er aldeilis hægt að fylgjast með.

 

Fósturtalningin kom vel út. Í fullorðnu ánum er 2,07 og í gemlingunum 1,79. Svo það verður nóg að gera í hobbýbúskapnum í vor.

 


03.12.2015 09:54

Árshátíð Grunnskólans

Árshátíð Grunnskólans var haldin föstudaginn 13. nóvember sl. Alltaf jafn skemmtileg hátíð og krakkarnir stóðu sig vel. Smá video :)

15.11.2015

VIDEO HERE

15.11.2015

VIDEO HERE

 

05.11.2015 12:03

Grágás og Rakel Gígja

Fanney systir bjó til skemmtilegt video af vinkonunum Grágás og Rakel Gígju.

05.11.2015

VIDEO HERE

 

05.11.2015 11:44

25.10.2015

Tók nokkrar skemmtilegar myndir af kindunum 25.10.

 

 

 

 

 

 

 

04.11.2015 13:36

Rakel Gígja 2015

Rakel Gígju gekk vel á keppnisvellinum á árinu. Hún er ekkert komin með einhvern einn keppnishest heldur hefur hún verið mjög heppin með að fá hesta í láni hjá fjölskyldu og vinum. Keppti á 7 hestum á árinu og lærði helling, endaði með 140 stig. Eysteinn vinur hennar varð efstur með 142 stig.