Heimasíða Lindarbergs

19.06.2017 10:37

Trygglind frá Grafarkoti

Við erum svo heppin að eiga hlut í þessari hryssu með Eydísi, mömmu og pabba, verður spennandi að halda áfram með hana. En Tóti Eymunds sýndi hana í kynbótadómi á Hólum. 
Aðaleinkunn: 7,94
Sköpulag: 8,16
Kostir: 7,78


Höfuð: 8,0
2) Skarpt/þurrt J) Gróf eyru

Háls/herðar/bógar: 8,5
3) Grannur 4) Hátt settur 5) Mjúkur

Bak og lend: 8,5
3) Vöðvafyllt bak 7) Öflug lend

Samræmi: 8,5
4) Fótahátt 5) Sívalvaxið
Grönn um brjóst

Fótagerð: 8,0
3) Mikil sinaskil C) Beinar kjúkur

Réttleiki: 7,0
Afturfætur: C) Nágengir
Framfætur: C) Nágengir

Hófar: 8,0
7) Hvelfdur botn

Prúðleiki: 7,5

Tölt: 8,0
3) Há fótlyfta H) Stirt

Brokk: 8,0
5) Há fótlyfta

Skeið: 6,0
A) Ferðlítið B) Óöruggt

Stökk: 8,0
4) Hátt C) Sviflítið

Vilji og geðslag: 8,0
4) Þjálni

Fegurð í reið: 8,5
3) Góður höfuðb.

Fet: 8,5
1) Taktgott

Hægt tölt: 8,0

Hægt stökk: 8,0

11.06.2017 14:26

Gæðingamót Þyts og úrtaka fyrir FMÍ gær var úrtaka fyrir FM og Gæðingamót Þyts haldið á Hvammstanga. Rakel Gígja keppti á tveimur hrossum, Vídalín frá Grafarkoti og Grifflu frá Grafarkoti. Vídalín og Rakel fengu í forkeppninni 8,38 og Griffla og Rakel fengu í forkeppninni 8,41. Hún ákvað að keppa á Grifflu í úrslitunum þar sem þetta var þeirra fyrsta keppni saman, vita hvernig Griffla tæki þessu öllu og þær stóðu sig með prýði, hlutu 8,61 í úrslitunum og 1. sæti. Einnig var Rakel Gígja valin knapi mótsins.
Indriði Rökkvi keppti á Túlk frá Grafarkoti í pollaflokki en hann er nýkominn með hann frá langömmu sinni :) 

Forkeppni:
Barnaflokkur:
1 Rakel Gígja Ragnarsdóttir / Griffla frá Grafarkoti 8,41 
2 Rakel Gígja Ragnarsdóttir / Vídalín frá Grafarkoti 8,38 
3 Guðmar Hólm Ísólfsson Líndal / Daníel frá Vatnsleysu 8,33 
4 Bryndís Jóhanna Kristinsdóttir / Kjarval frá Hjaltastaðahvammi 8,28 
5 Dagbjört Jóna Tryggvadóttir / Dropi frá Hvoli 8,28 
6 Bryndís Jóhanna Kristinsdóttir / Frakkur frá Bergsstöðum Vatnsnesi 8,13 
7 Dagbjört Jóna Tryggvadóttir / Sparibrúnn frá Hvoli 8,03 
8 Margrét Jóna Þrastardóttir / Smári frá Forsæti 7,97 

Úrslit:
Barnaflokkur:
1 Rakel Gígja Ragnarsdóttir / Griffla frá Grafarkoti 8,61 
2 Guðmar Hólm Ísólfsson Líndal / Daníel frá Vatnsleysu 8,57 
3 Bryndís Jóhanna Kristinsdóttir / Kjarval frá Hjaltastaðahvammi 8,26 
4 Margrét Jóna Þrastardóttir / Smári frá Forsæti 8,09 
5 Dagbjört Jóna Tryggvadóttir / Dropi frá Hvoli 7,94 

Pollar:
Nr Knapi Hestur
1 Indriði Rökkvi Ragnarsson Túlkur frá Grafarkoti
2 Jólín Björk Kamp Kristinsdótti Glóey frá Gröf Vatnsnesi
3 Jakob Friðriksson Líndal Niður frá Lækjamóti
4 Herdís Erla Elvarsdóttir og Brana frá Laugardal  

Hér fyrir neðan eru video og myndir frá mótinu, var óvart smá móða á símanum þegar Raggi tók Vídalín upp.          


20.05.2017 00:12

Systur

Rakel finnst ekkert leiðinlegt að þjálfa í Grafarkoti með ömmu sinni. Hér er Rakel á Grifflu og Hedda amma á Grósku. Þetta eru alsystur undan Græsku og Gretti frá Grafarkoti.

10.05.2017 09:42

SauðburðurSauðburðurinn gengur vel, í dag 10. maí eru aðeins 19 kindur eftir. Veðrið er búið að vera frábært það sem af er vori þangað til akkúrat í dag en kalsa rigning og hvasst er úti. Allt féð var rekið heim í lítið hólf sem við gerðum við bæinn. 
Við erum búin að fá tvær fjórlembur sem hefur aldrei gerst áður hjá okkur, síðan eru þrílemburnar líka fleiri en voru sónaðar. Svo við kvörtum ekki yfir lambafjölda, fjárfestum því í svokallaðri fóstru fyrir sumarið til að auðvelda pelagjöf. En líklega verða nokkrir heimalingar hjá okkur. 
Litaúrvalið er svakalega fjölbreytt þetta árið, svart er algengasti liturinn, svo hvítt, síðan erum við með mórautt, móbotnótt, grámórautt, grámórubotnótt, grámóruflekkótt, móflekkótt, svarbotnuflekkótt, svarbotnótt, grátt, svarkrúnóttblesótt sokkótt.
Myndir frá sauðburði komnar inn á heimasíðuna: http://lindarberg.123.is/photoalbums/282832/ 

26.04.2017 14:03

Innimótum lokið árið 2017

Þá eru innimótin búin þetta árið, lokamótið í Húnvetnsku liðakeppninni var 1. apríl og keppt var í tölti og keppti Rakel Gígja á hryssunni Grágás frá Grafarkoti. Þær eru alltaf að æfast meira og meira og gekk vel hjá þeim og enduðu þær í 2. sæti.

Húnvetnska liðakeppnin, barnaflokkur T3:

1.sæti Guðmar Hólm Ísólfsson og Daníel frá Vatnsleysu 5,78 (gulur)
2.sæti Rakel Gígja Ragnarsdóttir og Grágás frá Grafarkoti 5,50 (bleikur)
3.sæti Bryndís Jóhanna Kristinsdóttir og Kjarval frá Hjaltastaðahvammi 5,44 (bleikur)
4.sæti Dagbjört Jóna Tryggvadóttir og Dropi frá Hvoli 5,06 (gulur)
5.sæti Margrét Jóna Þrastardóttir og Smári frá Forsæti 4,44 (fjólublár)

Á skírdag var síðan hið skemmtilega kvennatölt Norðurlands, þar fékk Kolla að keppa á hryssunni Grágás og stóðu þær sig vel og fóru beint í A úrslit og enduðu í 6 sæti með einkunnina 6,44.  Margar Þytskonur fóru á mótið og stóðu sig auðvitað vel og voru allar nema 1 í a úrslitum í 1. flokki frá Þyt. ÁFRAM ÞYTUR !!!!

1 flokkur A-úrslit - Tölt T3
1. Kolbrún Grétarsdóttir, Karri frá Gauksmýri - 7,00
2. Rósanna Valdimarsdóttir, Sprækur frá Fitjum - 6,94
3. Herdís Einarsdóttir, Gróska frá Grafarkoti - 6,83
4. Karitas Aradóttir, Sómi frá Kálfsstöðum - 6,78
5. Fanney Dögg Indriðadóttir, Aur frá Grafarkoti - 6,56
6. Kolbrún Stella Indriðadóttir, Grágás frá Grafarkoti - 6,44

7. Þóranna Másdóttir, Ganti frá Dalbæ - 6,39


Raggi keppti síðan á föstudaginn langa í Karlatölti Norðurlands í Þytsheimum á hryssunni Villimey frá Grafarkoti, þau sigruðu B úrslitin ásamt 1 öðru pari sem var jöfn þeim og fóru upp í a úrslitin og enduðu þar í 6. sæti.

1. Steingrímur Magnússon og Flinkur frá Íbishóli - 6,33
2. Óskar Einar Hallgrímsson og Frostrós frá Höfðabakka - 5,75
3. Óli Steinar Sólmundsson og Stjarna frá Selfossi - 5,67
4. Kristinn Arnar Karlsson og Kjarval frá Hjaltastaðahvammi - 5,67
5. Guðmundur Sigurðsson og Sól frá Sólheimum I - 5,42
6. Ragnar Smári Helgasson og Villimey frá Grafarkoti - (kom upp úr B-úrslitum) 5,33
7. Jón Ingi Björgvinsson og Skuggi frá Brekku - (kom upp úr B-úrslitum) 5,17

Síðan var síðasta innimótið sameiginlegt lokamót þriggja deilda var haldið síðasta dag vetrar í reiðhöllinni á Svaðastöðum. Áhugamannadeild G. Hjálmarssonar og Æskulýðsdeild Akureyrar, Húnvetnska liðakeppnin og Skagfirska mótaröðin sendu sína fulltrúa á mótið í 2.flokki, ungmenna- unglinga- og barnaflokki og einungis voru riðin úrslit. Riðin voru 11 úrslit, b-úrslit í tölti og fjórgangi í 2.flokki og a-úrslit í öllum hinum flokkunum ásamt skeiði í gegnum höllina. 
Frá Grafarkoti fóru Hedda, Eva og Rakel Gígja. Hedda byrjaði á báðum hryssunum sem hún keppti á, í b úrslitum, sigraði b úrslit bæði í fjórgangi og tölti og gerði sér lítið fyrir og sigraði bæði a úrslitin. Frábært kvöld hjá Heddu með alsysturnar Grifflu og Grósku frá Grafarkoti.
Rakel Gígja keppti á Grágás í tölti og fjórgangi og endaði önnur í fjórgangi og þriðja í tölti. 

 16.03.2017 10:28

Skagfirska mótaröðin T3 og V2


Við mamma fórum í gær með stelpurnar okkar, Rakel Gígju og Evu Dögg á mót á Króknum. Keppt var í tölti T3 og fjórgangi V2. Rakel Gígja fór með Vídalín og Grágás. Keppti í úrslitum í tölti á Vídalín og endaði í fjórða sæti og keppti í úrslitum í fjórgangi á Grágás og enduðu þær í öðru sæti. 
Eva keppti á Stuðli í fjórgangi og tölti og endaði í öðru sæti í tölti og þriðja sæti í fjórgangi. Myndir frá gærkvöldinu hér fyrir neðan, en Þytskrakkarnir fjölmenntu á mótið. Gaman að sjá hvað þau eru öll dugleg og flott.

Úrslit hér fyrir neðan:

Tölt T3 úrslit Börn
Nr Knapi Hestur Eink
1 Guðmar Hólm Daníel frá Vatnsleysu 6,28
2 Katrín Ösp Svartálfur frá Sauðarkróki 5,72
3 Bryndís Jóhanna Kjarval frá Hjaltastaðahvammi 5,28
4 Rakel Gígja Vídalín frá Grafarkoti 5,06

5 Kristinn Örn Rauðka frá Tóftum 4,94
6 Dagbjört Jóna Dropi frá Hvoli 4,89
7 Arndís Lilja Geirsdóttir Grettir frá Síðu 4,61

Tölt T3 unglingar úrslit

sæti Knapi Hestur Eink
1 Karítas Aradóttir Sómi frá Kálfsstöðum 6,07
2 Eysteinn Tjörvi Þokki frá Litla-Moshvoli 5,77

3 Kristín Ellý Sigurbjörg frá Björgum 5,50
4 Guðmar Freyr Fönix frá Hliðartúni 5,10

Tölt T3 ungmenni úrslit
Sæti Knapi Hestur Eink
1 Viktoria Eik Kolbeinn frá Sauðarkróki 6,28
2 Eva Dögg Stuðull frá Grafarkoti 6,22
3 Sigrún Rós Halla frá Kverná 6,06
4 Guðrún Harpa Jaki frá Síðu 5,17

Fjórgangur börn úrslit
Nr Knapi Hestur Eink
1 Guðmar Hólm Kórall frá Kanastöðum 6,3
2 Rakel Gígja Grágás frá Grafarkoti 5,87
3 Bryndís Jóhanna Kjarval frá Hjaltastaðahvammi 5,83
4 Dagbjört Jóna Dropi frá Hvoli 5,77

5 Kristinn Örn Rauðka frá Tóftum 5,13

Fjórgangur V2 Unglingar úrslit
Sæti Knapi Hestur Eink
1 Freydís Þóra Ötull frá Narfastöðum 5,67
2 Anna Sif Ræll frá Hamraendum 6,43
3 Guðmar Freyr Glói frá Dallandi 5,67
4 Kristín Ellý Dögg frá Bæ 5,67
5 Stefanía Sigfúsdóttir Höfði frá Sauðarkróki 5,60

Fjórgangur V2 Ungmennaflokkur úrslit
Sæti Knapi Hestur Eink
1 Ásdís Ósk Koltinna frá Varmalæk 6,93
2 Viktoría Eik Kolbeinn frá Sauðarkróki 6,33
3 Eva Dögg Stuðull frá Grafarkoti 6,20
4 Sigrún Rós Halla frá Kverná 6,10
5 Ragnheiður Petra Vestri frá Krossanesi 5,50     

Fleiri myndir inn í myndaalbúminu.


14.03.2017 21:05

Helst að frétta

Ekki erum við dugleg að setja hér inn, síðan var upphaflega ætluð til að vera eins konar dagbók fyrir okkur enda finnst okkur gaman að skoða og rifja upp. Veturinn hefur verið ljúfur, maður lifandi. Tvisvar sinnum komið smá snjór, þessu gætum við vanist.

Annars er bara allt í sinni venjulegu rútínu, Rakel æfir fótbolta, á píanó, fimleika, hestafimleika, er í keppnisþjálfun og knapamerki 2. Rökkvi æfir fótbolta, á gítar og keppnisþjálfun. Það er sko munaður að búa hérna og börnin manns geta æft þetta allt án þess að foreldrarnir þurfi að vinna margar aukavinnur.
Okkur er farið að hlakka mikið til vorsins, held að lömbin sem fæðist í vor verði þau allra skrautlegustu sem hafa fæðst hér. En hrútarnir sem við notuðum eru svarflekkóttur, mórauður, svarbotnóttur og hvítur (sem gefur liti). Verst að geta ekki fjölgað meira.
Hestalífið gengur sinn vanagang nema Rökkvi hefur verið að prufa sig áfram með ný hross. Ætlar að taka Freyði sinn inn í vor, er núna með hestinn Ígul frá Grafarkoti sem kom aftur heim þegar Jón Ágúst flutti í bæinn. Ígull er æðislegur 18 vetra hestur, gerir allt fyrir 9 ára knapann. Hér er hann sko dekraður :)
Rakel Gígja er að þjálfa Vídalín í keppnisþjálfun og Ronju í knapamerki. Það er búið að vera smá bras á Vídalín við aukna þjálfun og sem betur fer fengum við Ingunni dýralækni til að koma og skoða hann og hnykkja. Þá komst hún að því að hann er með stag og verður hann skorinn á næstu dögum. Við vonumst til að honum fari að líða betur og vera sáttari með knapann :)
Við Raggi hossumst svo bara á einhverjum tryppum, misefnilegum ho ho

Inn í myndaalbúm eru komnar myndir frá vetrinum en krakkarnir og Kolla hafa keppt í Húnvetnsku liðakeppninni í vetur. Einnig eru myndir frá Firmakeppni Þyts en þar prufaði Rakel sem var indiáni meri á fimmta vetur Trygglind frá Grafarkoti og Rökkvi var tómatur.
     

Hér fyrir neðan er video af Trygglind og Rakel Gígju í firmakeppninni
Og að lokum video af Indriða Rökkva og Ígul frá Grafarkoti.

12.03.2017 15:18

Florida í október


Í október 2016 fórum við í frí til Florida, það var auðvitað þvílíkt ævintýri og eitthvað sem gleymist aldrei. Myndir frá ferðinni komnar inn í albúm hér á síðunni.

16.11.2016 15:05

22 gimbrar settar á

Erum mjög sátt með lífgimbrahópinn í ár. Við settum á 21 gimbur og keyptum 1 forystu. Í hópnum er aðeins 1 hyrnd sem er flekkótt, 1 kollótt svarhöttótt blesótt, 1 móbotnótt, 1 mórauð, 1 svarbotnótt, 2 svartar, 2 gráar og restin hvít. Óvanalega margar hvítar þetta árið, enda 2 hrútar sem gáfu bara hvítt. Úr þessu verður bætt, því 3 lambhrútar voru settir á, 1 svarbotnóttur, 1 svarflekkóttur og 1 mórauður. Spennandi vor framundan í litaúrvali.
Við sæddum sl haust við Krapa frá Innri Múla, settum á systkini undan honum, svarta gimbur sem stigaðist vel og svarflekkóttan hrút sem stigaðist í 85,5 stig svo hann fékk að lifa. Hér fyrir neðan má sjá stigunina á þeim.
L310A (16-757 Kóngur) 13-940 Krapi 13-310 Jasmín 110 114 108 102 54 108 33 2,9 4 8 8,5 9 9 8,5 17,5 8 8 9 85,5
L0310 (16-608 Dimma) 13-940 Krapi 13-310 Jasmín 110 114 108 102 46 32 2,4 4 8,5 17,5 8 34 
Síðan sæddum við, við Höfðingja frá Leiðólfsstöðum í Laxárdal, fengum þar 3 hrúta og 2 gimbrar. Gimbrarnar voru báðar settar á og 1 hrútur. Gimbrarnar stiguðust mjög vel og hrúturinn ágætlega. Annar hrúturinn sem við lóguðum fór í E svo við vonum að þetta bæti búið að fá þessa ætt inn.
L0212 (16-612 Móra) 10-919 Höfðingi 12-212 Módís 105 95 104 107 45 32 4,6 4,5 9 18 8 35 
L0412 (16-611 Míla) 10-919 Höfðingi 14-412 Móna 103 95 106 107 39 33 3 4 8,5 17 8 33,5 
L0401 (16-759 Sezar) 10-919 Höfðingi 14-401 Sóldís 102 99 106 106 49 115 31 4 3,5 8 8,5 8,5 9 8,5 17 8 8 9 84,5 
 

Síðan settum við á undan hrútunum okkar sem við keyptum af ströndunum síðasta haust og erum mjög ánægð með útkomuna á dætrum þeirra. Ekki jafn ánægð með að bara annar þeirra skilaði sér heim úr girðingunni í haust. Við settum síðan í fyrra á 1 heimahrút undan Þoku-hreini sem skilaði okkur mjög löngum og stórum lömbum en þau stiguðust ekki jafn vel. Létum hann því fara.
Hér fyrir neðan má sjá líflambahópinn:
Gripur Örmerki Faðir Móðir Gerð Fita Frj. Mjólk. Þungi Fótl. ÓMV. ÓMF. Lögun Haus H+h. Br.+Útl. Bak Malir Læri Ull Fætur Samr. Alls
L0001 (16-601 Sól) 15-757 Steðji 10-001 Snælda 109 99 97 101 47 31 3,5 4 9 17 8,5 34,5
L0009 (16-609 Sunna) 15-757 Steðji 10-009 Þrílembingsgrána 105 102 113 103 40 31 2,4 4 8,5 17 8 33,5
L007A (16-607) 15-757 Steðji 10-007 Botna 103 101 104 101 40 29 3,1 3,5 8,5 16,5 8 33
L0212 (16-612 Móra) 10-919 Höfðingi 12-212 Módís 105 95 104 107 45 32 4,6 4,5 9 18 8 35
L0301 (16-602 Sæla) 15-757 Steðji 13-301 Saga 110 98 96 102 45 33 4,3 4 8,5 17,5 8,5 34,5
L0303 (16-603 Mjöll) 15-757 Steðji 13-303 Gyða 110 100 95 105 43 34 4,8 4,5 9 18 8,5 35,5
L0310 (16-608 Dimma) 13-940 Krapi 13-310 Jasmín 110 114 108 102 46 32 2,4 4 8,5 17,5 8 34
L0401 (16-759 Sezar) 10-919 Höfðingi 14-401 Sóldís 102 99 106 106 49 115 31 4 3,5 8 8,5 8,5 9 8,5 17 8 8 9 84,5
L0403 (16-617 Myrkva) 15-758 Nagli 14-403 Embla 106 95 102 102 44 36 3,9 4,5 9 17,5 8,5 35
L0409 (16-620 Salka) 15-758 Nagli 14-409 Elíta 103 99 108 101 39 32 2,8 4 8,5 17,5 7,5 33,5
L0412 (16-611 Míla) 10-919 Höfðingi 14-412 Móna 103 95 106 107 39 33 3 4 8,5 17 8 33,5
L0415 (16-615 Gola) 15-758 Nagli 14-415 Örk 105 101 109 101 39 33 2,9 4 8,5 17,5 8 34
L0416 (16-616) 15-758 Nagli 14-416 Venus 106 96 101 98 37 35 3,3 4,5 9 17,5 7,5 34
L0505 (16-605 Birta) 15-759 Moli 15-505 Þoka 100 106 111 107 48 32 5,2 4 8,5 16,5 8,5 33,5
L213A (16-613 Ör) 15-757 Steðji 12-213 Erla 109 94 100 105 47 29 3,8 3,5 8,5 17,5 8 34
L310A (16-757 Kóngur) 13-940 Krapi 13-310 Jasmín 110 114 108 102 54 108 33 2,9 4 8 8,5 9 9 8,5 17,5 8 8 9 85,5
L403A (16-618 Mist) 15-758 Nagli 14-403 Embla 106 95 102 102 48 34 2,8 4,5 9 18 8 35
L409A (16-621 Fiðla) 15-758 Nagli 14-409 Elíta 103 99 108 101 37 30 1,9 4 9 17,5 8 34,5
L410A (16-614 Karma) 15-758 Nagli 14-410 Gló 104 97 110 101 37 32 4,4 4 8,5 17,5 8 34
L519A (16-619 Gógó) 15-759 Moli 15-519 Góa 98 106 117 106 40 27 3,8 3,5 8 17 8 33
 
hrútarnir í Lindarbergi 2016/2017

Fleiri myndir af lífgimbrunum eru inn í myndaalbúmi hér á síðunni. 

02.09.2016 11:58

Kári að flytja

Þessi yndislegi 7 vetra hestur hefur verið seldur til Finnlands. Var keyptur sem folald frá Helguhvammi og hefur alltaf verið ótrúlega þægur, hreingengur og fínn hestur. Er undan Ugg frá Grafarkoti. Er ekkert að fara mikið hraðar en milliferðin en samt alltaf til í að halda áfram. Svona dásamlegur fjölskylduhestur.


01.09.2016 10:46

Lindarberg málað !!!


Erum ofsalega ánægð að hafa drifið það af að mála þakið á útihúsunum. Svo gaman að hafa þökin eins á litinn á öllu. Rakel Gígja er hérna með grínið sitt um Legoberg !!! 


21.08.2016 22:33

Íþróttamót Þyts, háin og nýræktin slegin og þakið á útihúsunum og turninn málaður

  

Algjör maraþonhelgi á enda. Við ákváðum að gera öll verkefni sumarsins sem eftir voru á einni helgi eða að mála það sem við ætluðum að mála og slá hánna og nýræktina. Allir mjög þreyttir en glaðir, Rakel og Rökkvi kepptu á Íþróttamóti Þyts. Rökkvi á Freyði í pollaflokki og Rakel á Grágás og Vídalín í tölti og á Grágás í fjórgangi. Endaði í 2. og 3. sæti í tölti eftir forkeppni og ákvað að keppa á Vídalín í töltinu og endaði í 2. sæti og á Grágás í fjórgangi og endaði einnig í 2. sæti. Gekk allt upp með hrossin eins og planið hjá henni var svo daman var mjög ánægð með árangur helgarinnar. Rökkvi auðvitað himinlifandi með Freyði sinn að vanda :)
Raggi er búinn að vera upp á þaki ansi mikið um helgina og var hann á laugardagskvöldinu fastur í stöðu eins og skíðastökkskeppandi, boginn og tilbúinn í startinu :)
Jónki kemur síðan á morgun að rúlla hjá okkur. Þá er það bara undirbúningur fyrir réttir næst á dagskrá með mikilli tilhlökkun !!!

Hér fyrir neðan eru video af Grágás og Vídalín og af Rökkva og Freyði og félögum hans í pollaflokki.Hér eru svo fyrir og eftir myndir af hlöðunni og turninum. Alltaf gaman að gera fínna heima hjá sér !!

FYRIR


EFTIR15.08.2016 22:58

Sameiginlegt Gæðingamót Þyts og Neista 2016

Sameiginlegt Gæðingamót Þyts og Neista var haldið á Blönduósi 13. ágúst sl. Rakel Gígja keppti á Grágás frá Grafarkoti. Loksins small þetta hjá þeim og þær hlutu í einkunn í úrslitum 8,63 og 1. sæti. Flott einkunn hjá þeim stöllum.

Video hér að neðan:
15.08.2016 22:40

Verslunarmannhelgin

Fórum á okkar fyrsta Unglingalandsmót um verslunarmannahelgina sl. Rakel Gígja keppti í fótbolta, frjálsum og hestaíþróttum. Svo það var nóg að gera hjá minni. Rakel keppti á Vídalín í fjórgangi og tölti. Endaði fjórða í fjórgangi og þriðja í tölti. Æðislegur hestur sem Eydís frænka hennar á og lánar dömunni. Við restin af fjölskyldunni höfðum það bara fínt í útilegu með fullt af húnvetningum og Gunnari Helga, Línu og fjölskyldu. Mjög skemmtileg helgi :)

Hér má sjá úrslitin í tölti:


Hér má sjá úrslitin í fjórgangi:


 

 

15.08.2016 14:25

Króksmót 2016


Rökkvi keppti á Króksmótinu í fótbolta með félögum sínum í 7 flokki og stóð sig ofsalega vel. Skoraði fullt af mörkum og átti skemmtilegan tíma með vinum sínum.