Heimasíða Lindarbergs

19.09.2017 14:39

Gígja frá GrafarkotiÞessi hryssa er til sölu, er nýfarin að tölta og því aðeins misjöfn á því, var aðeins tamin í fyrravetur en var svo lítil að henni var leyft að þroskast meira fyrir töltsetningu. Síðan var hún tekin inn seinni partinn sl vetur og er mjög þæg og góð. En hennar helsti galli er að hún er smá, var samt ofsalega dugleg í hestaferðum í sumar. Hentar því vel fyrir nettan knapa. Gígja er brúnblesótt, hringeygð. Er undan Gretti frá Grafarkoti og Urtu frá Grafarkoti. 13.09.2017 12:16

Smalamennskur, göngur, réttir og lífgimbrar valdar

Viðburðarríkri helgi lokið, búið að smala, fara í göngur og réttir, vigta, láta meta og velja lífgimbrar. Við erum ánægð með skrautlegan hóp lamba þetta árið, sæddum ekkert í ár en betri helmingurinn lofaði að það mætti aldeilis bæta úr því í haust. Í mælingunum var minni bakvöðvi og þá aðallega undan einum hrút sem er mórauður hrútur undan Höfðingja af sæðingastöðinni, en einnig var miklu minni fita sem getur verið ástæða fyrir minni bakvöðva en við náðum flottum lífgimbrum og erum ánægð með hópinn sem settur var á. Búið að lóga nánast öllu, vigtin er 17,3, fita 7 og gerð 9,7 sem er bara ásættanlegt, sérstaklega þar sem við lóguðum helmingnum 21. ágúst. 


Fleiri myndir má sjá hér 
Smá video af okkur Pílu að leggja af stað í göngurnar, hún er alltaf til í að gelta þessi :) :) 

04.09.2017 14:31

Tign frá HafrafellstunguVið Eydís fórum haustið 2016 í heimsókn til Eyrúnar frá Tannstaðabakka, að Hafrafellstungu í Öxarfirði að sækja 2 forystugimbrar. Eydís gaf Gústa sína í jólagjöf og heitir hún Skikkja og er svarblesótt, sokkótt. Ég fékk móbotnóttblesótta og sokkótta. Og við erum mjög ánægð með hana, hleypur á undan fénu þegar við smölum heim og er ekkert of stygg eða með of mikil læti. Svo það var alveg þess virði að keyra 1.100 km á einum degi emoticon


04.09.2017 12:04

Haustið byrjar vel !!!

Eftir svona sunnudag eins og var í gær er ekki annað en að segja að haustið byrji vel. 18 stiga hiti og sólarlaust, ekki hægt að biðja um meira. 
Helgin fór í kindastúss, núna var smalað (eins og venjulega er gert fimmtudeginum fyrir göngur). Við fórum upp með Grímsánni og smöluðum Kjóafellið og þar fyrir ofan suður. Förum upp að Káraborg og rekum þar niður í Helguhvammi. Menn á hjólum fara ofan og ná í fé alveg upp í Þrælsfell. Báðir krakkarnir komu með okkur og stóðu sig vel, Rakel kom í fyrsta skipti með í fyrra. 
Myndir frá helginni komnar inn í myndaalbúm hér á síðunni: http://lindarberg.123.is/photoalbums/ 


27.08.2017 09:53

Dælis open 2017

Rakel Gígja keppti með Grafarkoti á Dælis Open 2017 í fjórgangi. Skemmtilegt mót sem er liðakeppni og aðeins keppt í úrslitum.

Rakel endaði fjórða sæti í fjórgangi
  
Dóra var kalt en hafði það bara kósý :) Og Erlu fannst biðin eftir grillinu vera orðin frekar löng :)
  
Mamma var í 3. sæti í tölti á Grifflu. Sigrún í fjórða á Frosta. Flottar vinkonurnar :)
Loginn flottur :)

Hér eru fínar myndir af Vídalín og Rakel sem Eydís tók !!!


25.08.2017 15:39

Sumarið 2017

Viðburðarríkt sumar á enda, sá hvað við höfum gert mikið í sumar þegar ég fór í gegnum myndir til að setja inn í albúm hérna á síðunni. Finnst svo gott að hafa þessa síðu til að varðveita þessar myndir á einhverjum stað. Finnst oft gaman (sérstaklega á veturna) að skoða fallegar sumarmyndir og rifja upp. http://lindarberg.123.is/photoalbums/ 
23.08.2017 15:08

Haustvertíðin byrjar snemma

Haustvertíðin byrjar snemma þetta árið en 21.08 sl settum við 40% af lömbunum í sláturhúsið eða 65 talsins. Þar sem sláturverð mun að öllum líkindum lækka um allt að 35% eftir 4. sept svo að það þýðir ekkert að hugsa út í fallþunga og fór því allt sem var þyngra en 33 kg en frekar illa smalaðist þar sem þetta var jú aðeins 19. ágúst þegar reynt var að sækja féð.

Fallþunginn var 17,5 kg, gerð 9,75 og fita 6,94

 
23.08.2017 14:17

Íþróttamót Þyts 2017

Þá er mótum sumarsins lokið en íþróttamót Þyts var haldið 18. og 19. ágúst sl. Rakel Gígja keppti bæði á Grágás og Vídalín. Ákvað að keppa svo í úrslitum á Vídalín og enduðu þau í 2. sæti í tölti og fjórgangi með eink 6,0. Við sjáum greinilegan mun hvað Vídalín er sáttari eftir að hafa verið skorinn við stagi og þau alltaf að verða betri og betri saman :)

Indriði Rökkvi tók þátt í pollaflokknum á Túlk frá Grafarkoti.

10.08.2017 10:51

Kíktum á Norðausturlandið um Versló

Við skruppum í smá útilegu um verslunarmannahelgina með mömmu og pabba. Fórum í Ásbyrgi og tjölduðum þar fyrstu nóttina, löbbuðum svo þar um og skoðuðum. Keyrðum svo að Hljóðaklettum og Dettifossi og keyrðum svo að Mývatni og tjölduðum þar seinni nóttina. Fórum í jarðböðin á Mývatni sem var mjög gaman að prufa. Kíktum svo á heimleiðinni í sund á Akureyri og í jólahúsið. Fín verslunarmannahelgi :) 

Fullt af myndum úr ferðalaginu og frá fleiru í sumar hér: http://lindarberg.123.is/photoalbums/283152/ 05.08.2017 12:00

Hestaferð 2017

Við fórum í ótrúlega skemmtilega hestaferð í sumar.Hvammstangi - Hvoll í Vesturhópi - Mosfell A-hún - Bólstaðarhlíð A-hún - Efri Byggð í Skagafirði - Hof í Vatnsdal - Gröf í Víðidal - Hvammstangi Nokkrar myndir frá ferðinni komnar inn í myndaalbúm.
 Fleiri myndir inn í myndaalbúmi á síðunni: http://lindarberg.123.is/photoalbums/283447/ 

16.07.2017 18:47

Íslandsmóti 2017 lokið

Íslandsmóti 2017 lokið, við ákv að Rakel myndi bara keppa á föstudeginum þar sem foreldrarnir voru að klára heyskap og mikið að gera enda FM nýlokið. En við sjáum nú ekki eftir að hafa leyft henni að spreyta sig því hún komst í b úrslit í tölti barna á Vídalín og enduðu þau í 11. sæti. Kom vissulega á óvart að komast í úrslit og fórum við því aftur norður á laugardeginum en öll b úrslit voru riðin þá.
En Rakel keppti líka í hindrunarstökki, sú grein hefur ekki verið í boði í mörg ár á Íslandsmóti. En Rakel keppti á Ronju frá Lindarbergi og sigruðu þær greinina. Mjög gaman, Rakel var búin að fara sjálf upp í reiðhöll og æfa með brokkspírum en þessar voru aðeins hærri á Hólum en Ronja er alltaf til í allt og stóð sig auðvitað vel að vanda. Þær voru mjög flottar enda mikið æfðar saman í knapamerki, í hindrunarstökki barna eru 4 atriði dæmd, áseta, undirbúningur, uppstökk og gangtegund. Semsagt enginn tími en það er tími hjá unglingum og ungmennum.
  
Snillingarnir Ronja tv og Vídalín th.
  
Flottu Þytskrakkarnir
 
Verðlaunaafhending í tölti og hindrunarstökki

 07.07.2017 10:16

Folöld 2017

Við héldum 3 merum í fyrra, Höttu héldum við nú upphaflega bara til að eiga kjöt í kistunni. Spurning hvort við getum staðið í þessu áfram? Var nú nógu erfitt í fyrra að lóga folaldinu undan Koldísi. 
En Æra fór undir Rey frá Efri-Fitjum og fengum við móálóttan stjörnóttan verðandi gæðing. Síðan fór Áróra undir Sólon frá Skáney og fengum við rauðstjörnótta hryssu. 


Rakel að skoða dömuna undan Áróru og Sólon. En Áróra fór svo undir Trymbil frá Stóra-Ási 

06.07.2017 09:30

FM 2017

Skemmtunin heldur áfram, Fjórðungsmótið gekk vel. Rakel Gígja og Griffla unnu sér rétt í A úrslitum eftir forkeppni í barnaflokki með eink 8,33. Og héldu sínu sæti í úrslitum með eink 8,34. Var frekar mikill æsingur á tímabili í úrslitunum og eftir smá atvik í einni beygjunni að þá varð Grifflan frekar heit en þær voru samt flottar eins og alltaf :) 

Video af vinkonunum í forkeppni:


Video af þeim í úrslitum hér að neðan:
Síðan keppti Rakel Gígja á Vídalín í tölti og enduðu þau í sjöunda sæti með eink 5,50. 


Restin af fjölskyldunni hafði það svo bara gott í útilegu, en Kolla og krakkarnir fóru á þriðjudegi suður með fellihýsið, svo þetta var ansi löng útilega. Raggi kom á fimmtudeginum og náði að sjá Rakel í forkeppninni í barnaflokknum. Myndir af mótinu má sjá hér: http://lindarberg.123.is/photoalbums/283285/ 

20.06.2017 10:02

Heimalingarnir urðu 8

8 heimalingar skottast um í Lindarbergi þetta sumarið. Voru 9 en ein varð veik og náði sér aldrei. 
Þetta eru algjör krútt og láta dekra við sig allan daginn. Vilja mikið vera inni enda er ,,mamma" þeirra þar en við keyptum fóstru. Fötu sem við blöndum í ca 7 lítrum í af mjólk og í fötunni er hitaelement sem heldur mjólkinni heitri. Fleiri myndir inn í myndaalbúmi: http://lindarberg.123.is/photoalbums/ 
  

 


Aðeins að stríða Pílu, hún ákveður þá að halda sig fjarri :)