Heimasíða Lindarbergs

12.04.2018 12:14

Á spretti

Lindarberg er komið á kortið emoticon
Hulda Geirsdóttir kom í heimsókn til okkar allra í liði Sindrastaða og vorum við í síðasta þættinum ,,Á spretti" á RÚV þetta árið. Ef ýtt er á myndina hér fyrir neðan má sjá þáttinn.09.04.2018 10:02

Goðamót Þórs og lokamót Húnvetnsku liðakeppninnar

Mikil helgi að baki, Rökkvi fór norður að keppa á Goðamóti Þórs í fótbolta í 6 fl KK. Rökkvi fór í fyrsta skipti einn og stóð sig ofsalega vel. Skoraði 14 mörk þrátt fyrir að vera bakvörður nánast allan tímann. Kom allavega mjög sáttur strákur heim eftir helgina.

Raggi og Rakel kepptu svo á lokamóti Húvetnsku liðakeppninnar. Raggi keppti á Vídalín í T7 og voru þeir efstir eftir forkeppnina og eftir úrslit voru þeir efstir ásamt Öllu frænku jöfn í efsta sætinu með eink 6,25. En eftir sætaröðun var staðan enn jöfn þannig að þau fóru í bráðabana sem Alla sigraði.


Rakel keppti á Grágás frá Grafarkoti og sigruðu þær tölt T3 unglinga með 6,50 í eink.  Rakel sigraði síðan einstaklingskeppnina í unglingaflokki og Raggi var í 2. sæti í 3. flokki.

Úrslit mótsins:

Pollaflokkur

Herdís Erla Elvarsdóttir og Ísó frá Grafarkoti

 

Barnaflokkur Tölt T7

    1. sæti Guðmar Hólm Ísólfsson og Daníel frá Vatnsleysu 7,25

    2. sæti Dagbjört Jóna Tryggvadóttir og Dropi frá Hvoli 6,75

 

Unglingar Tölt T3    1. sæti Rakel Gígja Ragnarsdóttir og Grágás frá Grafarkoti 6,50

    2. sæti Eysteinn Tjörvi Kristinsson og Þokki frá Litla Moshvoli 5,75

    3. sæti Margrét Jóna Þrastardóttir og Gáski frá Hafnarfirði 5,67

    4. sæti Bryndís Jóhanna Kristinsdóttir og Kjarval frá Hjaltastaðahvammi 5,42

 

3. flokkur Tölt T7    1. sæti Aðalheiður Sveina Einarsdóttir og Melrós frá Kolsholti 2 6,25

    2. sæti Ragnar Smári Helgason og Vídalín frá Grafarkoti 6,25

    3. sæti Jóhannes Ingi Björnsson og Þór frá Stórhól 5,63

    4. sæti Sigurður Björn Gunnlaugsson og Amor frá Fremri-Fitjum 5,25

    5. sæti Sigrún Eva Þórisdóttir og Freisting frá Hvoli 5,0

    6. sæti Theódóra Dröfn Skarphéðinsdóttir og Dimma frá Holtsmúla 4,88

 

2. flokkur Tölt T3

    1. sæti Birna Olivia Ödquist og Ármey frá Selfossi 7.08

    2. sæti Eva Dögg Pálsdóttir og Stuðull frá Grafarkoti 6,67

    3. sæti Ásta Guðný Unnsteinsdóttir og Gljá frá Grafarkoti 6,0

    4. sæti Fanndís Ósk Pálsdóttir og Máni frá Melstað 5,92

    5. sæti Jóhann Albertsson og Stúdent frá Gauksmýri 5,92

    6. sæti Matthildur Hjálmarsdóttir og Frakkur frá Bergsstöðum 5,0

 

1. flokkkur Tölt T3

    1. sæti Kolbrún Grétarsdóttir og Stapi frá Feti 7,33

    2. sæti Jónína Lilja Pálmadóttir og Sigurrós frá Syðri-Völlum 6,75

    3. sæti Herdís Einarsdóttir og Gróska frá Grafarkoti 6,67

    4. sæti Bergrún Ingólfsdóttir og Gustur frá Kálfholti 6,67

    5. sæti Friðrik Már Sigurðsson og Valkyrja frá Lambeyrum 6,58

B-úrslit 1. flokkur

    6. sæti Jóhann Magnússon og Brana frá Þóreyjarnúpi 6,42

    7. sæti Elvar Lofi Friðriksson og Grámann frá Grafarkoti 6,33

 

Skeið 100 m

    1. sæti Guðjón Örn Sigurðsson og Lukka frá Úthlið 8,37sek

    2. sæti Jóhann Magnússon og Fröken frá Bessastöðum 8,41 sek

    3. sæti Halldór Pétur Sigurðsson og Sía frá Hvammstanga 10,34 sek

 

NIÐURSTÖÐUR EINSTAKLINGSKEPPNI OG LIÐAKEPPNI

Barnaflokkur:

        1. sæti Dagbjört Jóna Tryggvadóttir 34 stig

        2. sæti Guðmar Hólm Ísólfsson 30 stig

        3. sæti Indriði Rökkvi Ragnarsson 22 stig

 

    Unglingaflokkur:

        1. sæti Rakel Gígja Ragnarsdóttir 36 stig

        2. sæti Eysteinn Tjörvi Kristinsson 31 stig

        3. sæti Bryndís Jóhanna Kristinsdóttir 30 stig

        

    3. Flokkur:

        1. sæti Aðalheiður Sveina Einarsdóttir 30 stig

        2. sæti Ragnar Smári Helgason 24 stig

        3. sæti Eva-Lena Lohi 23 stig

 

    2. Flokkur:

        1. sæti Eva Dögg Pálsdóttir 25 stig

        2. Birna Olivia Agnarsdóttir Ödquist 20 stig

        3.-4. sæti Sverrir Sigurðsson 15 stig

        3.-4. sæti Pálmi Geir Ríkharðsson 15 stig

 

    1. Flokkur

        1. sæti Elvar Logi Friðiksson 30 stig

        2. sæti Kolbrún Grétarsdóttir 25 stig

        3. sæti Fanney Dögg Indriðadóttir 23 stig


Hér fyrir neðan má sjá myndir og video frá helginni:

Video frá mótinu, okkar menn sýndir á fyrstu mínútunni!!!
03.04.2018 13:47

Firmakeppni Þyts 2018

Tókum þátt í Firmakeppni Þyts sem haldin var miðvikudaginn 28. mars sl. Gamla settið ætlaði nú ekki að taka þátt en þar sem vantaði keppendur að þá hentist Raggi á Ronju eftir að Rökkvi var búinn að sigra á henni barnaflokkinn. Enduðu þau í þriðja sæti svo í karlaflokki.
Rakel sigraði á Vídalín unglingaflokk og Kolla endaði í 5 efstu í kvennaflokki á Æsi frá Grafarkoti, lítið tömdum hesti sem við erum svo heppin að hafa í þjálfun í Lindarbergi.
02.04.2018 11:45

Kvennatölt Norðurlands 2018

Kvennatölt Norðurlands var haldið á skírdag og fóru nokkrar Þytskonur á mótið. Metþáttaka var á mótinu en yfir 100 skráningar voru á mótinu. Rakel keppti á Grágás í tölti í 2. flokki og voru þær í 2. sæti eftir forkeppni með eink 6,13 og enduðu í 3. sæti eftir úrslit með eink 6,33. Flott hjá þeim saman :) 

Mamma keppti á Grósku, Eva á Stuðli og Fanney á Trygglind í 1. flokki T3 og komust Eva og Stuðull í b úrslit og Fanney og Trygglind í a úrslit og enduðu í 3. sæti. Efnileg þessi hryssa sem við erum svo heppin að eiga hlut í :) 

Forkeppni T7
1.Pernilla Therese Göranson og Eldur frá Hvalnesi - 6,36
2.Rakel Gígja Ragnarsdóttir og Grágás frá Grafarkoti - 6,13
3-4. Sigrid Redl og Lárus frá Syðra-Skörðugili - 6,03
3-4. Iveta Borcová og Mósi frá Uppsölum - 6,03
5. Unnur Rún Sigurpálsdóttir og Knár frá Ytra- Vallholti - 5,9
6-7.Aníta Lind Björnsdóttir og Gloría frá Krossum- 5,87
6-7. Sigrún Eva Þórisdóttir og Dropi - 5,87
8. Freydís Þóra Bergsdóttir og Ötull frá Narfastöðum- 5,83
9.Lydía Ýr Gunnarsdóttir og Geysir frá Hofsósi - 5,60
10.Katrín Von Gunnarsdóttir og Kátína frá Steinnesi - 5,60
11-13.Helga Rósa Pálsdóttir og Grettir frá Síðu - 5,53
11-13. Auður Karen Auðbjörnsdóttir og María frá Blönduósi - 5,53
11-13. Lydía Þorgeirsdóttir og Rómur frá Gauksmýri - 5,53
14-16.Kristín Ellý Sigmarsdóttir og Krókur frá Bæ - 5,37
14-16. Stine Kragh og Þór frá Stórhóli - 5,37
14-16.Kolbrún Ágústa Guðnadóttir og Perla frá Seljabrekku - 5,37
17. Nicolina Marklund og Oktavía frá Vatnsleysu - 5,3
18. Sigrún Þórðardóttir og Krummi frá Höfðabakka - 5,2
19-21. Helga Rósa Pálsdóttir og Fengur frá Síðu - 5,10
19-21. Malin Maria Ingvarsson og Hlynur frá Víðivöllum Fremri - 5,10
19-21. Iveta Borcová og Kaldi frá Ósi - 5,10
22. Þórdís Halldórsdóttir og Kneif frá Syðra-Skörðugili - 4,87
23. Lina Andrea Johansson og Vakandi frá Varmalæk 1 -4,77
24. Aníta Lind Elvarsdóttir og Kraftur frá Bakka - 4,70
25-26. Auður Karen Auðbjörnsdóttir og Koldís frá Þverá - 4,60
25-26. Ingibjörg Rós Jónsdóttir og Elva frá Miðsitju - 4,60
27.Vibeke Thoresen og Þrymur frá Syðstu Fossum - 4,5
28. Ingibjörg Rós Jónsdóttir og Prins frá Bjarnastaðarhlíð 4,37
29. Inga Ingólfsdóttir og Ósk frá Butru - 4,10

A-úrslit


1.sæti Pernilla Therese Göranson og Eldur frá Hvalnesi - 6,83
2.sæti Freydís Þóra Bergsdóttir og Ötull frá Narfastöðum 6,75
3.sæti Rakel Gígja Ragnarsdóttir og Grágás frá Grafarkoti - 6,33
4.sæti Iveta Borcová og Mósi frá Uppsölum - 6,17
5.sæti Sigrid Redl og Lárus frá Syðra-Skörðugili - 6,0
6. Unnur Rún Sigurpálsdóttir og Knár frá Ytra- Vallholti - 5,83

Hér fyrir neðan er video af Rakel Gígju og Grágás í forkeppni og úrslitum.


Hér eru svo nokkar myndir af skvísunum sem ég tók á mótinu.27.03.2018 09:00

Þriðja mótið í Húnvetnsku liðakeppninni

Nú fer að styttast í annan endann á mótum vetrarins, þriðja mótið í Húnvetnsku liðakeppninni lokið. Lindarbergsfólkið keppti allt og gekk nokkuð vel. Rökkvi og Ronja tóku þátt í barnaflokki og hlutu 5,39 í eink. Rakel keppti í fimmgangi unglinga og T2. Vídalín var ekki í stuði, en svona eru bara sumir dagar en Ígull stóð sig vel og enduðu þau í 2. sæti með eink 4,67. Ígull þarf nú meira pláss fyrir skeið en svona litla höll, var aðeins fjórtakta :) 

Raggi keppti á Styrk í þrígangi og þeim gekk frábærlega í forkeppninni en töltið var smá bras í úrslitunum, ungur og óreyndur hestur en með geggjað fet og fengu þeir frá 7,5 - 8,0 fyrir það.

Kolla keppti á Stuðli í T2 og í dag gekk allt upp hjá þeim, enduðu í 2. sæti með eink 6,63


 

Pollar: 

Herdís Erla Elvarsdóttir og Ísó frá Grafarkoti

 

Barnaflokkur þrígangur1. sæti Guðmar Hólm Ísólfsson og Nútíð frá Leysingjastöðum 6,78

2. sæti Dagbjört Jóna Tryggvadóttir og Freyja frá Brú 6,06

3. sæti Indriði Rökkvi Ragnarsson og Ronja frá Lindarbergi 5,39 

Unglingar fimmgangur F21. sæti Bryndís Jóhanna Kristinsdóttir og Snilld frá Tunguhlíð 5,31

2. sæti Rakel Gígja Ragnarsdóttir og Ígull frá Grafarkoti 4,67

3. sæti Eystinn Tjörvi K. Kristinsson og Viljar frá Skjólbrekku 4,19


Tölt T-2 opinn flokkur (6. sæti færist ekki upp í A-úrslit)1. sæti Kolbrún Grétarsdóttir og Stapi frá Feti 7,04

2. sæti Kolbrún Stella Indriðadóttir og Stuðull frá Grafarkoti 6,63

3. sæti Fanney Dögg Indriðadóttir og Griffla frá Grafarkoti 6,38

4. sæti Karitas Aradóttir og Sómi Kálfsstöðum 6,29

5. sæti Sverrir Sigurðsson og Krummi frá Höfðabakka 5,75

6. sæti Þórhallur Magnús Sverrisson og Frosti frá Höfðabakka 5,79

7. sæti Helga Rós Níelsdóttir og Erill frá Stóru-Hildisey 5,25

8. sæti Margrét Jóna Þrastardóttir og Smári frá Forsæti 5,08

9. sæti Dagbjört Jóna Tryggvadóttir og Funi frá Fremri-Fitjum 4,92

10. sæti Stine Kragh og Þór frá Stórhóli 3,96 

  1. 1. flokkur fimmgangur F2

1. sæti Fanney Dögg Indriðadóttir og Eva frá Grafarkoti 6,67

2. sæti Elvar Logi Friðriksson og Glitri frá Grafarkoti 6,33

3. sæti Jóhann Magnússon og Atgeir frá Bessastöðum 6,19

4. sæti Jónína Lilja Pálmadóttir og Káinn frá Syðri-Völlum 5,67

5. sæti Kolbrún Grétarsdóttir og Ræll frá Gauksmýri 5,62

 

2. flokkur fimmgangur F2

1. sæti Eva Dögg Pálsdóttir og Arða frá Grafarkoti 5,76

2. sæti Fríða Marý Halldórsdóttir og Stella frá Efri-Þverá 5,64

3. sæti Gréta Karlsdóttir og Heba frá Grafarkoti 5,62

4. sæti Helga Rós Níelsdóttir og Frægur frá Fremri-Fitjum 5,24

5. sæti Sverrir Sigurðsson og Drift frá Höfðabakka 4,71

 

3. flokkur þrígangur1. sæti Aðalheiður S. Einarsdóttir og Melrós frá Kolsholti 2 6,28

2. sæti Ragnar Smári Helgason og Styrkur frá Króki 6,06

3. sæti Eva-Lena Lohi og Kolla frá Hellnafelli 5,83

4. sæti Jennelie Hedman og Mökkur frá Efri-Fitjum 5,28

5. sæti Sigrún Eva Þórisdóttir og Freisting frá Hvoli 5,17Fleiri myndir inn í myndaalbúmi á síðunni.

23.03.2018 10:22

Áhugamannadeild Spretts lokið

Ofsalega var gaman að taka þátt í áhugamannadeildinni 2018. Mikill lærdómur að taka þátt í þessu ævintýri í skemmtilegum félagsskap, gaman að æfa markvisst að einhverju, vera í liði og með þjálfara. Ísólfur er frábær þjálfari með mikinn metnað og alltaf ALL IN í því sem hann tekur sér fyrir hendur. Hann keyrði td suður á miðvikudaginn sl til að taka æfingu með okkur í höllinni en þurfti svo að fara aftur norður um kvöldið, ekki allir sem hefðu lagt það á sig. 

Ég var svo heppin að fá hross í láni frá mömmu og pabba og mikla aðstoð frá mömmu með hrossin svo þetta verkefni væri gerlegt fyrir mig, fékk þrjú góð hross sem ég er alltaf að læra meira og meira á. Í gærkvöldi keppti ég á Grósku frá Grafarkoti, sem var mesta verkefnið fyrir mig af því að við höfum ekkert verið saman í keppni, ég reið svo hæga töltið of hratt en við hlutum 5,57 í eink en Gróska hefur farið alveg upp í 6,90 í töltkeppni. Svo knapinn þarf að halda áfram að æfa sig, video af okkur hér að neðan :)Ekki datt mér heldur í hug að fá RÚV í heimsókn í Lindarberg, en það var gaman að geta sýnt þeim svona aðeins öðruvísi hesthús og fjárhús en eru á flestum stöðum :) Hópurinn á lokahófi deildarinnar og ein frá Sindrastöðum emoticon


 

14.03.2018 15:07

Nýr traktor !!!

Stór frétt í Lindarbergi en það er kominn nýr traktor og með húsi. Eftir svona vetur að þá gáfumst við upp á að eiga húslausan traktor með ámoksturstækjum. Svo gamli var seldur og keyptum New Holland í staðin.14.03.2018 14:13

Fjórgangur í Húnvetnsku liðakeppninni

Þá er fjórgangi lokið í Húnvetnsku liðakeppninni, við kepptum öll fjögur og gekk okkur öllum vel. Rökkvi keppti í fyrsta skipti, var ofsalega spenntur fyrir en eftir ánægður enda gekk honum svakalega vel. Keppti á Ronju frá Lindarbergi sem er algjör snillingur og enduðu þau í 3. sæti með eink 5,92. Rakel keppti á Vídalín í unglingaflokki og enduðu þau í 2. sæti með eink 6,00, Kolla keppti á Grágás og enduðu þær í 4. sæti í 2. flokki með eink 6,23 og Raggi keppti á Styrk frá Króki sem er hestur á sjötta og fór í fyrsta skipti í keppni og enduðu þeir í 2. sæti í 3. flokki með eink 5,79.
Hér fyrir neðan má sjá úrslit mótsins en margir frá Grafarkoti voru að keppa og stóðu sig allir með prýði.


Pollaflokkur: 

Herdís Erla Elvarsdóttir og Heba frá Grafarkoti

Barnaflokkur fjórgangur V51. sæti Guðmar Hólm Ísólfsson og Kórall frá Kanastöðum 6,58 
2. sæti Dagbjört Jóna Tryggvadóttir og Dropi frá Hvoli 6,17
3. sæti Indriði Rökkvi Ragnarsson og Ronja frá Lindarbergi 5,92

Unglingaflokkur fjórgangur V31. sæti Eysteinn Tjörvi K. Kristinsson og Þokki frá Litla Moshvoli 6,13
2. sæti Rakel Gígja Ragnarsdóttir og Vídalín frá Grafarkoti 6,00
3. sæti Bryndís Jóhanna Kristinsdóttir og Kjarval frá Hjaltastaðahvammi 5,97
4. sæti Margrét Jóna Þrastardóttir og Smári frá Forsæti 5,23

3. flokkur fjórgangur V51. sæti Aðalheiður Sveina Einarsdóttir og Brúnkolla frá Bæ 5,83
2. sæti Ragnar Smári Helgason og Styrkur frá Króki 5,79
3. sæti Sigurður Björn Gunnlaugsson og Amor frá Fremri-Fitjum 5,50
4. sæti Eva-Lena Lohi og Kolla frá Hellnafelli 5,38
5. sæti Þröstur Óskarsson og Prins frá Hafnarfirði 4,79

2. flokkur fjórgangur V3A úrslit:
1. sæti Sverrir Sigurðsson og Krummi frá Höfðabakka 6,57
2. sæti Birna Olivia Ödquist og Ármey frá Selfossi 6,47
3. sæti Pálmi Geir Ríkharðsson og Laufi frá Syðri-Völlum 6,30
4. sæti Kolbrún Stella Indriðadóttir og Grágás frá Grafarkoti 6,23
5. sæti Eva Dögg Pálsdóttir og Arða frá Grafarkoti 5,73

B úrslit:
6. sæti Ásta Guðný Unnsteinsdóttir og Mylla frá Hvammstanga 5,77
7. sæti Stine Kragh og Þór frá Stórhóli 5,63
8. sæti Greta Brimrún Karlsdóttir og Sena frá Efri-Fitjum 5,57
9. sæti Fanndís Ósk Pálsdóttir og Máni frá Melstað 5,50
10. sæti Lýdía Þorgeirsdóttir og Veðurspá frá Forsæti 5,40

1, flokkur, fjórgangur V3

1. sæti Ísólfur Líndal Þórisson og Nútíð frá Leysingjastöðum 7.00
2. sæti Kolbrún Grétarsdóttir og Jaðrakan frá Hellnafelli 6,60
3. sæti Herdís Einarsdóttir og Griffla frá Grafarkoti 6,40
4. sæti Elvar Logi Friðriksson og Gljá frá Grafarkoti 6,33
5. sæti Jónína Lilja Pálmadóttir og Stella frá Syðri-Völlum 6,0714.03.2018 13:16

T2 í áhugamannadeildinni 2018

Kolla tók þátt í T2 í áhugamannadeildinni á Stuðli frá Grafarkoti. Allt gekk upp hjá þeim og voru þau að vonast eftir aðeins hærri einkunn en þau fengu frá 5,4 upp í 6,3 og enduðu með 5,77. En gengu sátt frá borði þar sem allt gekk upp.
Kolla Grétars tók myndir af mótinu og má sjá nokkrar hér fyrir neðan:
Video af sýningunni:

26.02.2018 15:25

Húnvetnska liðakeppnin hafin

Fyrsta mótið í Húnvetnsku liðakeppninni var haldið sunnudaginn 18. febrúar sl. Keppt var í TREC í fyrsta skipti, Trec er vinsælt keppnisform meðal frístundahestamanna víða um heim. TREC er þrautakeppni sem kallar fram það besta í góðum reiðhesti. Fjölhæfni og geðslag íslenska hestsins eru talin vel til þess fallin að nota í TREC. Hesturinn þarf að vera vel taminn, kjarkaður og hlýðinn til að farnast vel í greininni. Nánar um reglur Þyts í greininni má sjá í frétt hér á heimasíðu félagsins.

Krakkarnir tóku þátt, Rökkvi keppti í fyrsta skipti í barnaflokki og Rakel í fyrsta skipti í unglingaflokki. Rökkvi og Ígull stóðu sig með ágætum, hafði nú gengið betur á æfingum en ekkert alltaf. Ígull var nú ekki alltaf að nenna að fara í gegnum þetta hlið en þeir höfðu gott af þessum æfingum saman félagarnir. 
Rakel og Ronja stóðu sig vel saman, sigruðu sinn flokk. Hér fyrir neðan má sjá úrslitin og myndir frá mótinu sem Eydís tók. Fleiri myndir inn á heimasíðunni.Barnaflokkur:


1. sæti Dagbjört Jóna Tryggvadóttir  og Dropi frá Hvoli 91 stig

2. sæti Indriði Rökkvi Ragnarsson og Ígull frá Grafarkoti 59 stig

Unglingaflokkur:


1. sæti Rakel Gígja Ragnarsdóttir og Ronja frá Lindarbergi 84 stig

2. sæti Margrét Jóna Þrastardóttir og Melodý frá Framnesi 68 stig

3. sæti Bryndís Kristinsdóttir og Kjarval frá Hjaltastaðahvammi 62 stig

4. sæti Eysteinn Kristinsson og Glóð frá Þórukoti 40 stig


16.02.2018 09:55

Hross inni veturinn 2018

Hrossin sem við erum búin að vera með inni í vetur eru Vídalín frá Grafarkoti, Ronja frá Lindarbergi, Hiti frá Lindarbergi, Rimma frá Lindarbergi, Ræningi frá Lindarbergi, Döggvar frá Lindarbergi, Hildigunnur frá Kollaleiru, Ígull frá Grafarkoti og Túlkur frá Grafarkoti. 

Vorum með Hildigunni í prufu fyrir Rakel Gígju en Hildigunnur er í eigu vinar okkar Péturs Vopna sem lánaði okkur hana. Hildigunnur er alvön keppnishryssa í unglinga og ungmennaflokki, þá aðallega í fjórgangi. Frábær hryssa en aðeins of stórt númer fyrir Gígjuna eins og staðan er í dag, því miður.
Svo Pétur tekur hana til sín og verður þá kominn með frábært reiðhross aftur :)

Rakel er með Vídalín í knapamerki 3, Rökkvi er með Ígul og Túlk og allir rífast svo um Ronju. Tryppin skiptast svo á okkur Ragga :)

Vídalín og Rimma


Túlkur, Ígull tv og Hiti og Ræningi th.

Ronja og Túlkur tv og Döggvar og Ræningi th.

Smá myndbrot af rekstri nú í febrúar:

14.02.2018 09:30

Þessi vetur !!!

Ekki getum við verið ánægð með veðrið í vetur, búið að vera svo rysjótt veður, gott í 2 daga og vont í 2 daga... Svo hestamennskan er ekkert auðveld, eins og staðan er í dag er hægt að ríða út á malbikinu og komast þannig upp í höll, reiðvegurinn er á kafi.
En ég ákvað í haust að fara vel út fyrir þægingdarammann, fékk tilboð um að vera með í liði í áhugamannadeildinni sem ég tók, þótt ég væri nú ekki með neina hesta í þetta :) En fæ í láni hross hjá mömmu og pabba svo ég er mjög heppin. Keppti í fjórgangi á Grágás, gekk svona la la, hún var of há á tölti og brokki svo stressið fór aðeins með okkur báðar. Vonandi er bara sviðskrekkurinn afstaðinn !!!
Rakel er búin að fara á 1 fótboltamót á Akureyri með Tindastól, þær stóðu sig vel og var hápunkturinn hjá minni þegar hún skoraði sigurmark á lokamínútunum í síðasta leiknum. Rökkvi fékk svo að fara inn á völlinn með Tindastólsmönnum í Bikarúrslitaleiknum í körfubolta og var ekkert smá ánægður að leiða Hannes Másson :)


Fleiri myndir frá fyrsta mótinu í áhugamannadeildinni sem Kolla Grétars tók og inn á RÚV.is sjá viðtal sem tekið var við mig eftir keppnina emoticon


Að lokum eitt video af Sælunni, en þessi kind er met, það sem henni dettur ekki í hug að gera. Finnst skemmtilegast að fá að aðstoða okkur við að moka hesthúsið og bara fá að vera með okkur. Held hún hafi verið hundur í fyrra lífi.
12.01.2018 09:18

Kári hefur það gott í Finnlandi !

Mér finnst ofsalega skemmtilegt að fylgjast með þessum örfáu hestum sem við höfum selt. Er vinur eigenda Votts á facebook og finnst gaman að sjá hvað honum líður vel og hvað gengur vel hjá stelpunni með hann. 
Fékk svo sendar þessar myndir í gær af Kára og Sóldísi frá Grafarkoti. Þau eru líka í Finnlandi og hafa það gott sýnist mér emoticon


22.09.2017 15:35

Til gamans !!!

Ræktunarbúsýning á Króknum fyrir nokkrum árum !!!

20.09.2017 10:11

Veðurblíða 19.09.2017

Haustið hefur verið ofsalega gott hérna fyrir norðan. Tók nokkrar myndir í gærkvöldi af kindunum á heimatúninu.