Heimasíða Lindarbergs

30.08.2018 11:05

Dælismótið 2018Ég (Kolla) tók þátt í fyrsta skipti á Dælismótinu, en það er mót þar sem 6 lið keppa og aðeins keppt í úrslitum. Keppti á Stuðli frá Grafarkoti í T2 (bjórtölti) og endaði í 2. sæti. Lið Grafarkots endaði í 2. sæti í heildina og vann búningaverðlaunin. Mjög skemmtilegt mót, verst var að enginn tími var til að njóta kvöldsins og borða góðan mat þar sem kindurnar biðu í Helguhvammi eftir að vera sóttar. 
Aðrir liðsmenn Grafarkots voru mamma (Hedda) á Grifflu í tölti T3, Logi á Grámanni í fjórgangi og Eva á Örðu í fimmgangi. Hedda og Griffla enduðu í 2. sæti, Logi og Grámann í 4. sæti og Eva og Arða í 5. sæti. 


Fleiri myndir inn í myndaalbúmi á síðunni.

16.08.2018 13:59

Fyrsta hestaferð sumarsinsFyrsta hestaferð sumarsins var farin af stað 14. ágúst, þetta hefur nú aldrei skeð hjá okkur því sumrin hafa alltaf verið þannig hjá okkur að við höfum verið eitthvað á ferðinni allt sumarið. Fórum í 3 daga yfir að Bessastöðum og aftur til baka. Stefnt á að fara eitthvað aftur í næstu viku. Myndir inn í myndaalbúmi hér á síðunni :) 


16.08.2018 10:27

Þremur merum haldið í sumar

Við ákváðum að halda þremur merum í sumar, en fengum að halda Feykju frá Höfðabakka aftur, héldum svo Áróru frá Grafarkoti og Uglu frá Grafarkoti.
Feykja fór undir Lord frá Vatnsleysu þannig að við verðum með í Lordspartýinu. 


Síðan fór Áróra undir einn ungan og efnilegan, Viðar frá Skeiðvöllum, sem er sonur Framherja frá Flagbjarnarholti og Væntingar frá Kaldbak. Hann er 4. vetra og var byggingadæmur í vor og hlaut 8,46 fyrir byggingu.


Að lokum að þá fór Ugla aftur undir Hvin frá Blönduósi. Við eigum 2 afkvæmi Hvins sem okkur líkar mjög vel við þannig að okkur fannst spennandi að prufa hann meira. Ugla hefur gefið okkur fín hross sem eru hreingeng með góðar gangtegundir en teljum að það gæti hentað henni betur að fara undir hesta með frekar ýktar hreyfingar til að fá meira fas og fótaburð.

16.08.2018 10:05

Íþróttamót Þyts 2018Íþróttamót Þyts var haldið 11. og 12. ágúst sl á Kirkjuhvammsvelli. Fulltrúi Lindarbergs á þessu móti var Rakel Gígja og keppti hún á Vídalín og Grágás. Vídalín bæði í tölti og fjórgangi og Grágás í fjórgangi. Valdi svo að fara með Vídalín í bæði úrslitin. Þau eru alltaf að bæta sig saman og gaman að sjá hvað Vídalín hefur bætt sig á brokki eftir að hann var skorinn við stagi. 

Tölt T3 unglingaflokkur A úrslit
Sæti Knapi Hross Litur Aðildarfélag knapa Einkunn
1 Eysteinn Tjörvi K. Kristinsson Þokki frá Litla-Moshvoli Rauður/ljós-blesótt Þytur 6,50
2 Rakel Gígja Ragnarsdóttir Vídalín frá Grafarkoti Jarpur/milli-einlitt Þytur 6,17
3 Brynhildur Gígja Ingvarsdóttir Diddi frá Þorkelshóli 2 Rauður/milli-einlitt Sörli 6,11
4 Bryndís Jóhanna Kristinsdóttir Kjarval frá Hjaltastaðahvammi Rauður/milli-stjörnótt Þytur 5,61

Fjórgangur V2 unglingaflokkur A úrslit

Sæti Knapi Hross Litur Aðildarfélag knapa Einkunn
1 Eysteinn Tjörvi K. Kristinsson Þokki frá Litla-Moshvoli Rauður/ljós-blesótt Þytur 6,50
2 Brynhildur Gígja Ingvarsdóttir Diddi frá Þorkelshóli 2 Rauður/milli-einlitt Sörli 6,37
3 Rakel Gígja Ragnarsdóttir Vídalín frá Grafarkoti Jarpur/milli-einlitt Þytur 6,23
4 Bryndís Jóhanna Kristinsdóttir Kjarval frá Hjaltastaðahvammi Rauður/milli-stjörnótt Þytur 6,10
5 Margrét Jóna Þrastardóttir Gáski frá Hafnarfirði Rauður/milli-stjörnótt Þytur 5,67


07.08.2018 08:47

ULM 2018

Verslunarmannahelginni var eytt í Þorlákshöfn á Unglingalandsmóti UMFÍ. Rakel Gígja keppti í fótbolta og hestaíþróttum. Kærkomin útilega með fjölskyldunni og fengum við meira að segja 2 geggjaða daga veðurlega séð sem telst met í sumar held ég bara 
Horfðum á Unni Maríu í hlaupi og Júlíu Jöru í fótbolta líka ásamt fleiri USVH snillingum 


Rakel Gígja, Ásdís og Bryndís kepptu í fótboltanum í blönduðu liði sem var búið til á mótinu, kepptu með stelpum úr Val, Selfossi og fleiri liðum. Stóðu sig vel og voru farnar að spila mjög vel saman. 
Rökkvi er enn of ungur til að taka þátt en prufaði að keppa í frjálsum þar sem 10 ára og yngri fengu að spreyta sig í hinum ýmsu greinum. Síðan var farið á kvöldvökurnar og mætti þar hver snillingurinn á fætur öðrum sem eldra fólkinu (okkur) fannst mismikið varið í en unga fólkið ánægt með þessar stjörnur, Jói P og Króli, Emmsjé Gauti.... og ég veit ekki hvað og hvað.

Rakel Gígja keppti á Vídalín og Grágás í fjórgangi V2 og tölti T3. Valdi Vídalín í töltúrslitin og Grágás í fjórgangsúrslitin. Fór þriðja inn í töltúrslitin en vann sig upp í annað sætið og hlutu þau Vídalín 6,22 í einkunn. Grágás var önnur inn í fjórgangsúrslitin og héldu þær sínu sæti og hlutu 5,77 í einkunn.

Eydís tók video af forkeppninni í tölti T3 af Vídalín og Rakel Gígju, Þar hlutu þau 5,80 í einkunn, þeim gekk enn betur í úrslitunum og hlutu sínu hæðstu einkunn á ferlinum þar. 

??13.07.2018 11:09

Síðasta folaldið er fætt á árinu

Áróra kastaði 5. júlí rauðskjóttum hesti undan Trymbli frá Stóra - Ási. Hann er svo sætur að hann fékk nafnið Rúrik.


Myndir af foreldrunum Áróru og Trymbli :) 13.07.2018 10:59

Fótbolti og aftur fótbolti

Raggi og Rökkvi fóru saman til Vestmannaeyja á Orkumótið í fótbolta, en það er fyrir stráka í 6. flokki. Rökkvi keppti með Hvöt og var þetta mikið ævintýri. Liðinu gekk vel, vann sig upp um nokkra riðla. Hér fyrir neðan eru myndir frá mótinu og frá því þegar hann hitti goðin sín í júní.
 

Rakel er svo að keppa á íslandsmótinu með 4. flokki kvenna hjá Tindastóli. Þeim hefur gengið nokkuð vel í sumar en erfitt að keppa með Tindastóli og búa í Húnaþingi vestra. En hefur mjög gaman af þessu og því reynt að komast á sem flesta leiki og hægt er.

13.07.2018 09:36

Rakel Gígja á LM

Rakel Gígja keppti á LM í fyrsta skipti í unglingaflokki, hún og Vídalín stóðu sig eins vel og þau geta saman. Fengu 8,15 í eink sem var lægra en þau fengu í úrtökunni í úrslitunum. En forkeppni á LM er riðin eins og úrslit, þeas hægt tölt, brokk og yfirferð. Dómararnir ekki sammála með hæga töltið, fékk 8,50 fyrir það hér heima en frá 7,7 - 8,4 á LM. Etv farið of hratt. En allt fer þetta í reynslubankann.

19.06.2018 04:50

Farmiði á LMHelgin fór í mótastand á Blönduósi, Rökkvi keppti með Kormáki í fótbolta á Smábæjarleikunum og Rakel tók þátt í sameiginlegri úrtöku fyrir LM og gæðingamóti Neista og Þyts. Rakel fór með Grifflu og Vídalín í unglingaflokkinn. Mistókst sýningin hjá þeim Grifflu en kýrstökk stoppaði þeirra von um að fara saman á LM. En Vídalín stendur alltaf fyrir sínu. 8,37 í úrslitum og 2. sætið inn á LM.
Rökkvi og hans lið stóð sig vel, voru 5 og höfðu því engan skiptimann. Skemmtileg barátta í liðinu allan tímann og voru þeir orðnir þreyttir í lok móts en lærðu að vinna sem lið.Hér fyrir neðan er video af Vídalín og Rakel. 
 

 

16.06.2018 04:15

Trygglind í kynbótadóm


Trygglind fór í kynbótadóm í vikunni, Fanney systir sýndi hana mjög vel. Þessi hryssa er algjör gæðingur, aðlagar sig að hverjum knapa og vill allt fyrir mann gera. Vakning móðir hennar er gæðingamóðir og erum við svo heppin að eiga þessa hryssu með Eydísi systur og mömmu og pabba. 

Sköpulag

Höfuð
8.5 - Skarpt/þurrt - Gróf eyru

Háls/herðar/bógar
8.5 - Mjúkur - Háar herðar

Bak og lend
8.5 - Breitt bak - Öflug lend

Samræmi
9 - Fótahátt - Sívalvaxið

Fótagerð
8 - Þurrir fætur

Réttleiki
7.5 - Afturf.: Nágengir

Hófar
8

Prúðleiki
7.5

Sköpulag
8.33


Kostir


Tölt
9 - Taktgott - Há fótlyfta - Skrefmikið - Mjúkt

Brokk
8 - Skrefmikið

Skeið
7 - Ferðlítið

Stökk
8.5 - Hátt

Vilji og geðslag
8.5 - Þjálni - Vakandi

Fegurð í reið
9 - Mikil reising - Góður höfuðb. - Mikill fótaburður

Fet
8 - Taktgott

Hæfileikar
8.36


Hægt tölt
9

Hægt stökk
8


Aðaleinkunn
8.35

11.06.2018 13:39

Folöld 2018

Fyrsta folaldið kom 25.05., hestur undan Uglu frá Grafarkoti og Hvin frá Blönduósi. Kom rauðskjóttur hestur, ofsalega flottur auðvitað og fékk hann nafnið Rambó eftir kosningu Lindarbergsfjölskyldunnar.
Síðan kastaði Feykja frá Höfðabakka 11.06 brúnni hryssu undan Hvin frá Blönduósi. Við teljum allar líkur á að hún verði grá en það kemur í ljós !!!
Þá á bara Áróra eftir að kasta en það verður ekki alveg strax, hún fór undir Trymbil frá Stóra-Ási.

Rambó frá Lindarbergi:
 

Aska frá Lindarbergi nýfædd:
 

23.05.2018 11:20

Vorið lætur bíða eftir sér.

Ekki hefur vorið verið gott hjá okkur í ár. Veðrið búið að vera vægast sagt ógeðslegt, ömurlegt að horfa oft upp á féð úti í slydduhríð eða miklu roki og rigningu. En í dag á 1 gemlingur eftir að bera. Svo krossar maður bara putta og vonar að það fái ekki margar júgubólgu í þessu tíðarfari. 
Hér eru myndir frá einum góðum degi í vor.Rakel Gígja er búin að taka verklegt próf í knapamerki 3, gekk það ágætlega. Hún var á hryssunni Gróp frá Grafarkoti sem er systir Grifflu og Grósku og er mjög lík þeim systrum. Verður mjög flott hryssa með frekari þjálfun.09.05.2018 09:02

Sauðburður 2018

Sauðburðuinn hófst 18. apríl og í dag 9. maí eru 20 eftir. Báru 12 fyrir fermingu, aðeins tekið forskot á sæluna með því að stelast til að hleypa til 30. nóv. En síðan báru þær sem voru sæddar og svo um mánaðarmótin byrjuðu hinar. Þetta hefur gengið ágætlega, fyrir utan að margar þrílembur, sérstaklega yngri eru með allavega 1 dautt. Höfum aldrei verið með jafn mikinn lambadauða, en oft eru þetta bara fóstur sem koma. 


Hér má sjá nokkrar myndir og fleiri í myndaalbúmi.

25.04.2018 10:20

Rakel Gígja fermdÞá er stóri dagurinn liðinn, en Rakel Gígja fermdist 22. apríl sl. Dagurinn var yndislegur í alla staði, byrjaði skrautlega en á meðan við Rakel fórum í greiðslu og förðun að þá voru strákarnir að hugsa um dýrin og gera allt klárt. Síðan varð ein kind að bera rétt fyrir 10.00 þannig að stressið var orðið mikið þegar við vorum loksins komin öll út í bíl kl. 10.28 og keyrum af stað að þá sjáum við að allar kindurnar sem eiga að vera inni í bragga eru komnar út emoticon þá voru góð ráð dýr, allir í sparifötunum að reka þær aftur inn. En allt tókst þetta og við náðum í tæka tíð í kirkjuna. 
Veislan var svo æðisleg enda komu Höfðabakkasystkinin nálægt hlutunum, Elísa sá um skreytingar og stjórnaði öllu eins og herforingi. Þórhallur sá um matinn og var hann auðvitað æðislegur eins og honum einum er lagið. Fengum mikla aðstoð frá fjölskyldunni í frágangi og undirbúningi. Stella, Unnur og Óla sáu um eftirréttina sem voru æðislega fallegar kökur. Eydís sá svo um myndashowið og var það mjög skemmtilegt hjá henni.
Fleiri myndir inn í myndaalbúmi á síðunni.

23.04.2018 09:36

Sýningin Hestar fyrir alla 2018
Á sýningu Þyts, Hestar fyrir alla, tóku krakkarnir þátt í 2 atriðum. Rakel var fánaberi í opnunaratriðinu og Rökkvi reið með ásamt Lindu vinkonu sinni. Síðan tóku þau þátt í munsturreið Þytskrakka. Ég (Kolla) tók svo þátt í atriði með áhugamannadeildarliðinu mínu, Liði Sindrastaða. 
Hér má sjá myndir, fleiri í myndaalbúmi.