Heimasíða Lindarbergs

15.05.2020 15:57

Lítill prins fæddurÞann 06.05 sl fæddist nýr prins í Lindarbergsfjölskylduna. Hann var tæpar 15 merkur og 50 cm að stærð, er auðvitað algjör gullmoli sem verður gaman að dekra við. Á nánast 4 foreldra svo þetta verður bara fjör :) 
Fullt af myndum hér frá fyrstu dögunum http://www.lindarberg.123.is/photoalbums/293480/ 14.05.2020 16:40

Vor 2020Sauðburðurinn hófst 16.04 en þá bar Lukka 3 lömbum en áttu reyndar bara að koma 2. Var hálfgert lát þar sem fyrsta átti ekki að bera fyrr en 20.04. Við ákváðum að láta bera snemma þar sem von er á erfingja í byrjun maí. Talningin hefur nú komið betur út, allavega 16 kindur taldar með 2 sem komu með þrjú. 
Ónýtur hrútur í gemlingunum breytti þó þeim plönum og byrja þeir ekki að bera fyrr en 16. maí. Myndir frá sauðburði í albúmi á heimasíðunni: 

07.02.2020 17:21

SkógarlífLeikritið Skógarlíf var sett upp í nýrri leikgerð leikstjórans Gretu Clough sem unnið hefur til alþjóðlegra verðlauna bæði sem leikskáld og sviðslistamaður. Um heimsfrumsýningu var því að ræða. Leikgerðin er byggð á The Jungle book eftir Rudyard Kipling.

Á vef leikflokksins segir að áhorfendur fái að kynnast fjölbreyttum og skemmtilegum sögupersónum, tónlist og hönnun undir indverskum áhrifum í framsetningu fjölbreytts og hæfileikaríks hóps fólks úr Húnaþing vestra.

Sýningarnar voru 3 og lék Rakel aðalhlutverkið í sýningunni, sjálfan Mogli. Rökkvi tók líka þátt í sýningunni og var það hans frumraun í leik. Þau stóðu sig frábærlega bæði tvö og vorum við foreldrarnir afar stolt af þeim. 

"Það er alveg með ólíkindum hversu eitt samfélag getur verið megnugt. Algjörlega frábær sýning og flott sviðsmynd/lýsing."

"Alveg frábær sýning og ég hvet þá sem ekki hafa pantað sér miða á sýninguna að drífa sig í því. Leikarar, svið, ljós, búningar, leikstjórn, já og allt hitt algjörlega frábært. "

"Virkilega flott sýning."

Þetta eru ummæli sem Skógarlíf í uppsetningu Leikflokks Húnaþings vestra fékk af sínum sýningum sem haldnar hafa verið fyrir nánast fullu húsi.01.12.2019 18:14

Þrjú hross seld í ár.

Þróunarvinna með forvarnarbóluefni gegn sumarexems í hrossum sem eru flutt út er á lokastigi, leitað var eftir þægum hrossum í sumar til að taka þátt í verkefninu. Þessi hross þurftu að vera þæg og auðveld. Fara þau til Sviss í mars 2020 og munu flest fara í reiðskóla, eða til eigenda sem eru að leita að þægum hrossum. Við seldum 3 hross í þetta verkefni, Huldu, Gígju og Riddara. 
Hulda er undan Höttu frá Árbakka og Garpi frá Hvoli, Gígja er undan Urtu frá Grafarkoti og Gretti frá Grafarkoti og Riddari er undan Uglu frá Grafarkoti og Blæ frá Miðssitju. 


01.12.2019 17:39

Uppskeruhátíð æskunnar

Rakel Gígja og Indriði Rökkvi fengu viðurkenningu fyrir þátttöku í æskulýðsstarfinu og árangur í keppni á Uppskeruhátíð æskunnar hjá Þyt sem var haldin í Dæli fyrir skömmu.
Rakel Gígja var í 2. sæti í unglingaflokki og Rökkvi í 3. sæti í barnaflokki. Stóðu sig vel í þeim keppnum sem þau tóku þátt í og Rökkvi keppti í fyrsta skipti á útimótum. 
Rakel Gígja fékk einnig skírteinið sitt fyrir knapamerki 4 en hún fékk 9,0 í einkunn fyrir verklega hlutann þar. 
12.11.2019 08:45

Knapi ársins í 2. flokki !!!

Kolla náði þeim árangri í ár að vera knapi ársins í 2. flokki. Kom það skemmtilega á óvart !!!


27.10.2019 19:58

Lífgimbrar 2019Síðustu 2 ár höfum við sett á bestu árgangana okkar frá upphafi. Mikil bæting hefur orðið sérstaklega á lærum. Hér fyrir neðan má sjá dóma lífgimbranna okkar 2019. 

Gripur Faðir Móðir Litur Gerð Fita Frj. Mjólk. Þungi ÓMV. ÓMF. Lögun H+h. Læri Ull Alls
L0207 (19-916) Herkúles 12-207 Brá 392 105 101 108 104 39 30 3.1 4 8.5 17.5 8 34
L0306 (19-905) Kölski 13-306 Mylla 10 99 106 105 105 42 33 3.4 4.5 9 18 7.5 34.5
L0308 (19-908) Rektor 13-308 Mjallhvít 391 101 99 105 100 41 35 3 4.5 9 18 8  35 
L0403 (19-921 Drífa) 13-953 Dreki 14-403 Embla 10 103 104 101 112 53 35 5.2 5 9.5 18.5 8 36
L0405 (19-918) Rektor 14-405 Gróa 37 100 104 111 104 47 28 4 4 9 17.5 8 34.5
L0409 (19-909 Toppa) Kölski 14-409 Elíta 10 99 100 111 102 44 30 3 4 8.5 17.5 8 34
L0412 (19-913 Móbotna) Rektor 14-412 Móna 47 98 96 109 104 37 29 3.6 4 8.5 17 8 33.5
L0501 (19-910) Rektor 15-501 Lukka 461 101 106 114 102 39 30 2.4 4 8.5 17 8 33.5
L0503 (19-903) Rektor 15-503 Nótt 39 104 102 109 104 39 33 2.4 4.5 9 18 8 35
L0504 (19-904 Freyja) 16-995 Fáfnir 15-504 Þruma 20 111 110 106 107 48 38 3.1 5 9 18.5 7.5 35
L0519 (19-914 Gletta) Kölski 15-519 Góa 10 99 106 115 104 50 35 3.2 5 9.5 19 8 36.5
L0520 (19-920 Kara) Kölski 15-520 Kolbrà 10 100 104 107 104 45 33 4.6 4 9 17.5 8 34.5
L0603 (19-925) Kölski 16-603 Mjöll 10 104 102 97 104 38 31 5.4 4 9 18 8.5 35.5
L0606 (19-906) 17-814 Guðni 16-606 Þyrla 10 111 102 109 106 40 32 1.8 4.5 9 17.5 8 34.5
L0619 (19-919) Rektor 16-619 Gógó 37 95 104 120 104 37 32 2 4 8.5 17.5 7.5 33.5
L0817 (19-917 Sverta) Mói 18-817 Grímey 30 102 105 112 103 41 33 2.6 4.5 9 18.5 7.5 35
L0826 (19-923 Gleði) Mói 18-826 Golsa 38 101 106 117 105 38 29 4 3.5 8.5 17 8 33.5
L206A (19-902) Kölski 12-206 Zelda 10 99 104 107 103 42 33 3.7 4.5 9 18 8 35
L312C (19-912 Blíða) Kölski 13-312 Þula 10 101 106 111 104 40 33 2.9 4.5 9 18 8 35
L403A (19-922 Dröfn) 13-953 Dreki 14-403 Embla 10 103 104 101 112 50 34 3.5 4.5 9 17.5 7 33.5
L415A (19-915 Mey) Kölski 14-415 Örk 10 100 101 111 103 40 28 2.3 4 8 17 8 33
L501B (19-911) Rektor 15-501 Lukka 381 101 106 114 102 37 31 2.5 4.5 8.5 17.5 8 34
L507A (19-907 Flekka) Rektor 15-507 Móflekka 393 96 101 109 103 45 33 4.9 4.5 9 17 8 34

  
  
 

27.08.2019 09:07

Sumarnámskeið í leiklistRakel Gígja er búin að vera á sumarnámskeiði í leiklist og settu þau upp Litlu hryllingsbúðina og sýndu afraksturinn 24.08 sl. Rakel kom foreldrum sínum á óvart en hún fór vel út fyrir þægindarammann sinn og söng nokkur lög í sýningunni og stóð sig mjög vel. Við vissum alveg að hún væri leikkona en okkur datt ekki í hug að hún myndi leggja í að syngja fyrir framan fólk. Hér má sjá nokkur brot úr sýningunni. 
23.07.2019 21:04

Gæðingamót Þyts 2019Á Gæðingamóti Þyts sem haldið var 13. júlí sl. voru nokkur hross skráð til leiks frá Grafarkoti. 
Í barnaflokki keppti Indriði Rökkvi á Vídalín frá Grafarkoti og enduðu þeir í 2. sæti með eink. 8,39 eftir sætaröðun um 1. sætið. Rökkvi keppti einnig í brokkkappreiðum og endaði í 2. sæti á Freyði frá Grafarkoti. Frænka Rökkva tók líka þátt í pollaflokki, Helga Hrönn og var Rökkvi góður að lána frænku sinni Freyði. 
Í unglingaflokki keppti Rakel Gígja á Trygglind frá Grafarkoti og sigruðu þær flokkinn með eink 8,54 eftir sætaröðun um 1. sætið. 
Eydís tók fullt af myndum á mótinu og settum við nokkrar hingað inn á síðuna inn í myndaalbúm. Takk Eydís :) 


Video af sýningunum þeirra. 

08.07.2019 23:14

Íslandsmót 2019


Rakel Gígja keppti á Íslandsmótinu á Trygglind frá Grafarkoti í T4, slaktaumatölti, unglinga. Keppti í greininni í fyrsta skipti og stóð sig frábærlega enda á æðislegri hryssu sem er að stíga sín fyrstu skref í keppni. Þær uppskáru B úrslita sæti og enduðu í 9. sæti með eink 6,75.Video af skvísunum: 

 

Fleiri myndir sem Eydís tók. 


01.07.2019 13:00

Folöld 2019

Í ár fengum við 3 folöld, allt hryssur.

Feykja frá Höfðabakka kastaði rauðri hryssu 23. maí undan Lord frá Vatnsleysu. Hún fékk nafnið Alfa.


2. júní kastaði Áróra frá Grafarkoti jarpri hryssu undan Viðari frá Skeiðvöllum. Hún fékk nafnið Viðja.

 

11. júní kastaði svo Ugla frá Grafarkoti brúnskjóttri hryssu (verður grá) undan Hvin frá Blönduósi. Hefur fengið nafnið Ráðgáta.

 

20.06.2019 20:48

Íþróttamót Þyts 2019Á íþróttamóti Þyts kepptu Kolla, Rakel og Rökkvi. Keppt var í forkeppni í mjög harðri norðanátt á laugardeginum og heyrðu knapar á tímabili hvorki í þul eða vissu á hvaða gangtegund þeir riðu. Blés all svakalega á mannskapinn. En sunnudagurinn var skárri og á tímabili bara nánast logn emoticon 
Kolla komst í úrslit í T2 á Stuðli frá Grafarkoti og enduðu þau í 2 sæti með eink 6,08. Rakel Gígja keppti á Trygglind frá Grafarkoti í fjórgangi og tölti. Sigraði fjórganginn og var jöfn í 1. - 2. sæti í tölti. Indriði Rökkvi var í 2. sæti í tölti og 3. sæti í fjórgangi. 
Myndir sem Eydís tók komnar inn á myndasíðuna á heimasíðunni. 

Hér fyrir neðan má sjá tölur úr forkeppni og úrslitum. Einnig eru allar tölur sundurliðaðar inn á LH Kappa appinu. 

Tölt T2
Opinn flokkur - 1. flokkur


Forkeppni

Sæti Knapi Hross Litur Aðildarfélag knapa Einkunn
1 Kolbrún Grétarsdóttir Stapi frá Feti Jarpur/milli-einlitt Þytur 6,40
2 Guðmar Hólm Ísólfsson Líndal Björk frá Lækjamóti Brúnn/dökk/sv.einlitt Þytur 6,20
3 Ísólfur Líndal Þórisson Krummi frá Höfðabakka Brúnn/milli-einlitt Þytur 6,10
4 Jóhann Magnússon Embla frá Þóreyjarnúpi Rauður/milli-blesótt Þytur 6,00
5 Kolbrún Stella Indriðadóttir Stuðull frá Grafarkoti Brúnn/milli-tvístjörnótt Þytur 5,47
6 Ásta Guðný Unnsteinsdóttir Glitri frá Grafarkoti Brúnn/milli-einlitt Þytur 5,23
7 Hallfríður Sigurbjörg Óladóttir Prýði frá Dæli Bleikur/álóttureinlitt Þytur 4,83
A úrslit
Sæti Knapi Hross Litur Aðildarfélag knapa Einkunn
1 Ísólfur Líndal Þórisson Krummi frá Höfðabakka Brúnn/milli-einlitt Þytur 6,83
2 Kolbrún Stella Indriðadóttir Stuðull frá Grafarkoti Brúnn/milli-tvístjörnótt Þytur 6,08
3 Kolbrún Grétarsdóttir Stapi frá Feti Jarpur/milli-einlitt Þytur 6,00
4 Guðmar Hólm Ísólfsson Líndal Björk frá Lækjamóti Brúnn/dökk/sv.einlitt Þytur 5,67
5 Jóhann Magnússon Embla frá Þóreyjarnúpi Rauður/milli-blesótt Þytur 5,62

Tölt T3
Opinn flokkur - 1. flokkur
Forkeppni

Sæti Knapi Hross Litur Aðildarfélag knapa Einkunn
1 Fanney Dögg Indriðadóttir Ísó frá Grafarkoti Brúnn/milli-tvístjörnótthringeygt Þytur 6,63
2 Herdís Einarsdóttir Griffla frá Grafarkoti Brúnn/milli-einlitt Þytur 6,53
3-5 Kolbrún Grétarsdóttir Jaðrakan frá Hellnafelli Rauður/dökk/dr.einlitt Þytur 6,40
3-5 Jónína Lilja Pálmadóttir Sigurrós frá Syðri-Völlum Rauður/milli-tvístjörnótt Þytur 6,40
3-5 Jóhann Magnússon Mjölnir frá Bessastöðum Rauður/ljós-skjótt Þytur 6,40
6 Herdís Einarsdóttir Fleinn frá Grafarkoti Brúnn/milli-einlitt Þytur 6,27
7 Kolbrún Stella Indriðadóttir Grágás frá Grafarkoti Grár/jarpurskjótt Þytur 5,80
8 Halldór P. Sigurðsson Frosti frá Höfðabakka Rauður/milli-blesótt Þytur 4,60
9 Halldór P. Sigurðsson Röskva frá Hvammstanga Rauður/milli-blesa auk leista Þytur 4,50
A úrslit
Sæti Knapi Hross Litur Aðildarfélag knapa Einkunn
1 Fanney Dögg Indriðadóttir Ísó frá Grafarkoti Brúnn/milli-tvístjörnótthringeygt Þytur 7,00
2 Herdís Einarsdóttir Griffla frá Grafarkoti Brúnn/milli-einlitt Þytur 6,72
3 Jónína Lilja Pálmadóttir Sigurrós frá Syðri-Völlum Rauður/milli-tvístjörnótt Þytur 6,44
4 Jóhann Magnússon Mjölnir frá Bessastöðum Rauður/ljós-skjótt Þytur 6,39
5 Kolbrún Grétarsdóttir Jaðrakan frá Hellnafelli Rauður/dökk/dr.einlitt Þytur 6,17

Ungmennaflokkur
Forkeppni

Sæti Knapi Hross Litur Aðildarfélag knapa Einkunn
1 Ásta Guðný Unnsteinsdóttir Mylla frá Hvammstanga Móálóttur,mósóttur/milli-einlitt Þytur 5,60
A úrslit
Sæti Knapi Hross Litur Aðildarfélag knapa Einkunn
1 Ásta Guðný Unnsteinsdóttir Mylla frá Hvammstanga Móálóttur,mósóttur/milli-einlitt Þytur 5,94

Unglingaflokkur


Forkeppni

Sæti Knapi Hross Litur Aðildarfélag knapa Einkunn
1 Eysteinn Tjörvi K. Kristinsson Þokki frá Litla-Moshvoli Rauður/ljós-blesótt Þytur 6,20
2 Rakel Gígja Ragnarsdóttir Trygglind frá Grafarkoti Rauður/milli-skjótt Þytur 5,97
3 Margrét Jóna Þrastardóttir Smári frá Forsæti Brúnn/mó-einlitt Þytur 5,17
A úrslit
Sæti Knapi Hross Litur Aðildarfélag knapa Einkunn
1 Eysteinn Tjörvi K. Kristinsson Þokki frá Litla-Moshvoli Rauður/ljós-blesótt Þytur 6,56
2 Rakel Gígja Ragnarsdóttir Trygglind frá Grafarkoti Rauður/milli-skjótt Þytur 6,50
3 Margrét Jóna Þrastardóttir Smári frá Forsæti Brúnn/mó-einlitt Þytur 5,50

Tölt T7
Opinn flokkur - 2. flokkur
Forkeppni

Sæti Knapi Hross Litur Aðildarfélag knapa Einkunn
1 Sverrir Sigurðsson Byrjun frá Höfðabakka Jarpur/milli-stjörnótt Þytur 6,20
2 Sverrir Sigurðsson Tía frá Höfðabakka Rauður/ljós-einlitt Þytur 5,80
3 Þorgeir Jóhannesson Birta frá Áslandi Grár/mósóttureinlitt Þytur 5,53
4 Þorgerður Gyða Ásmundsdóttir Nína frá Áslandi Brúnn/milli-einlitt Þytur 5,43
5 Eydís Anna Kristófersdóttir Sædís frá Kanastöðum Rauður/milli-blesótt Þytur 5,30
6 Sigrún Eva Þórisdóttir Freyja frá Brú Brúnn/milli-einlitt Þytur 4,80
7 Eyjólfur Sigurðsson Draumur frá Áslandi Brúnn/milli-einlitt Þytur 4,77
8 Eyjólfur Sigurðsson Ofsi frá Áslandi Rauður/milli-einlitt Þytur 4,70
9 Þórhallur Magnús Sverrisson Fursti frá Höfðabakka Rauður/milli-stjörnótt Sörli 3,10
10 Stella Guðrún Ellertsdóttir Lukku-Láki frá Sauðá Brúnn/milli-einlitt Þytur 0,00
A úrslit
Sæti Knapi Hross Litur Aðildarfélag knapa Einkunn
1 Sverrir Sigurðsson Byrjun frá Höfðabakka Jarpur/milli-stjörnótt Þytur 6,67
2 Þorgeir Jóhannesson Birta frá Áslandi Grár/mósóttureinlitt Þytur 6,25
3 Þorgerður Gyða Ásmundsdóttir Nína frá Áslandi Brúnn/milli-einlitt Þytur 5,75
4 Eydís Anna Kristófersdóttir Sædís frá Kanastöðum Rauður/milli-blesótt Þytur 5,67
5 Sigrún Eva Þórisdóttir Freyja frá Brú Brúnn/milli-einlitt Þytur 5,42

Barnaflokkur


Forkeppni

Sæti Knapi Hross Litur Aðildarfélag knapa Einkunn
1 Guðmar Hólm Ísólfsson Líndal Freyðir frá Leysingjastöðum II Móálóttur Þytur 6,93
2 Indriði Rökkvi Ragnarsson Vídalín frá Grafarkoti Jarpur/milli-einlitt Þytur 5,77
3 Dagbjört Jóna Tryggvadóttir Dropi frá Hvoli Bleikur/álótturtvístjörnótt Þytur 5,30
4 Sigurður Dagur Eyjólfsson Aladín frá Torfunesi Jarpur/ljóseinlitt Þytur 2,77
A úrslit
Sæti Knapi Hross Litur Aðildarfélag knapa Einkunn
1 Guðmar Hólm Ísólfsson Líndal Freyðir frá Leysingjastöðum II Móálóttur Þytur 7,00
2 Indriði Rökkvi Ragnarsson Vídalín frá Grafarkoti Jarpur/milli-einlitt Þytur 5,75
3 Dagbjört Jóna Tryggvadóttir Dropi frá Hvoli Bleikur/álótturtvístjörnótt Þytur 5,50
4 Sigurður Dagur Eyjólfsson Aladín frá Torfunesi Jarpur/ljóseinlitt Þytur 4,00

Fjórgangur V2
Opinn flokkur - 1. flokkur
Forkeppni

Sæti Knapi Hross Litur Aðildarfélag knapa Einkunn
1 Jóhann Magnússon Glaumur frá Bessastöðum Brúnn/dökk/sv.einlitt Þytur 6,30
2 Fanney Dögg Indriðadóttir Ísó frá Grafarkoti Brúnn/milli-tvístjörnótthringeygt Þytur 6,23
3 Vigdís Gunnarsdóttir Ármey frá Selfossi Jarpur/milli-einlitt Þytur 6,07
4 Herdís Einarsdóttir Griffla frá Grafarkoti Brúnn/milli-einlitt Þytur 6,00
5 Kolbrún Grétarsdóttir Jaðrakan frá Hellnafelli Rauður/dökk/dr.einlitt Þytur 5,97
6 Pálmi Geir Ríkharðsson Herjann frá Syðri-Völlum Rauður/milli-stjörnótt Þytur 5,90
7 Halldór P. Sigurðsson Frosti frá Höfðabakka Rauður/milli-blesótt Þytur 5,83
8-9 Pálmi Geir Ríkharðsson Brynjar frá Syðri-Völlum Brúnn/dökk/sv.einlitt Þytur 5,40
8-9 Fríða Marý Halldórsdóttir Muninn frá Hvammstanga Brúnn/milli-einlitt Þytur 5,40
10 Jónína Lilja Pálmadóttir Stella frá Syðri-Völlum Rauður/milli-einlitt Þytur 5,30
11 Halldór P. Sigurðsson Tara frá Hvammstanga Grár/jarpureinlitt Þytur 4,20
A úrslit
Sæti Knapi Hross Litur Aðildarfélag knapa Einkunn
1 Kolbrún Grétarsdóttir Jaðrakan frá Hellnafelli Rauður/dökk/dr.einlitt Þytur 6,73
2 Fanney Dögg Indriðadóttir Ísó frá Grafarkoti Brúnn/milli-tvístjörnótthringeygt Þytur 6,70
3 Jóhann Magnússon Glaumur frá Bessastöðum Brúnn/dökk/sv.einlitt Þytur 6,40
4 Vigdís Gunnarsdóttir Ármey frá Selfossi Jarpur/milli-einlitt Þytur 6,33
5 Herdís Einarsdóttir Griffla frá Grafarkoti Brúnn/milli-einlitt Þytur 6,07

Ungmennaflokkur
Forkeppni

Sæti Knapi Hross Litur Aðildarfélag knapa Einkunn
1 Eva Dögg Pálsdóttir Erla frá Grafarkoti Brúnn/mó-einlitt Þytur 5,87
2 Ásta Guðný Unnsteinsdóttir Glitri frá Grafarkoti Brúnn/milli-einlitt Þytur 5,80
A úrslit
Sæti Knapi Hross Litur Aðildarfélag knapa Einkunn
1 Eva Dögg Pálsdóttir Erla frá Grafarkoti Brúnn/mó-einlitt Þytur 6,03
2 Ásta Guðný Unnsteinsdóttir Glitri frá Grafarkoti Brúnn/milli-einlitt Þytur 5,97

Unglingaflokkur


Forkeppni

Sæti Knapi Hross Litur Aðildarfélag knapa Einkunn
1-2 Rakel Gígja Ragnarsdóttir Trygglind frá Grafarkoti Rauður/milli-skjótt Þytur 5,63
1-2 Eysteinn Tjörvi K. Kristinsson Þokki frá Litla-Moshvoli Rauður/ljós-blesótt Þytur 5,63
3 Margrét Jóna Þrastardóttir Smári frá Forsæti Brúnn/mó-einlitt Þytur 5,17
A úrslit
Sæti Knapi Hross Litur Aðildarfélag knapa Einkunn
1 Rakel Gígja Ragnarsdóttir Trygglind frá Grafarkoti Rauður/milli-skjótt Þytur 6,13
2 Eysteinn Tjörvi K. Kristinsson Þokki frá Litla-Moshvoli Rauður/ljós-blesótt Þytur 6,03
3 Margrét Jóna Þrastardóttir Smári frá Forsæti Brúnn/mó-einlitt Þytur 4,77

Fjórgangur V5
Opinn flokkur - 2. flokkur
Forkeppni

Sæti Knapi Hross Litur Aðildarfélag knapa Einkunn
1 Þorgeir Jóhannesson Stígur frá Reykjum 1 Jarpur/dökk-einlitt Þytur 5,60
2 Sigrún Eva Þórisdóttir Freyja frá Brú Brúnn/milli-einlitt Þytur 5,57
3-4 Þorgerður Gyða Ásmundsdóttir Nína frá Áslandi Brúnn/milli-einlitt Þytur 5,53
3-4 Eydís Anna Kristófersdóttir Sædís frá Kanastöðum Rauður/milli-blesótt Þytur 5,53
5 Eva-Lena Lohi Kolla frá Hellnafelli Brúnn/milli-einlitt Þytur 5,47
6 Eydís Anna Kristófersdóttir Urður frá Kanastöðum Rauður/milli-einlitt Þytur 5,20
7 Stella Guðrún Ellertsdóttir Lukku-Láki frá Sauðá Brúnn/milli-einlitt Þytur 5,07
8 Sverrir Sigurðsson Tía frá Höfðabakka Rauður/ljós-einlitt Þytur 4,60
9 Þórhallur Magnús Sverrisson Fursti frá Höfðabakka Rauður/milli-stjörnótt Sörli 3,93
10 Eyjólfur Sigurðsson Ofsi frá Áslandi Rauður/milli-einlitt Þytur 3,87
11 Sverrir Sigurðsson Byrjun frá Höfðabakka Jarpur/milli-stjörnótt Þytur 3,43
A úrslit
Sæti Knapi Hross Litur Aðildarfélag knapa Einkunn
1 Þorgerður Gyða Ásmundsdóttir Nína frá Áslandi Brúnn/milli-einlitt Þytur 5,71
2-3 Þorgeir Jóhannesson Stígur frá Reykjum 1 Jarpur/dökk-einlitt Þytur 5,58
2-3 Sigrún Eva Þórisdóttir Freyja frá Brú Brúnn/milli-einlitt Þytur 5,58
4 Eva-Lena Lohi Kolla frá Hellnafelli Brúnn/milli-einlitt Þytur 5,50
5 Eydís Anna Kristófersdóttir Sædís frá Kanastöðum Rauður/milli-blesótt Þytur 5,46

Barnaflokkur
Forkeppni

Sæti Knapi Hross Litur Aðildarfélag knapa Einkunn
1 Guðmar Hólm Ísólfsson Líndal Daníel frá Vatnsleysu Leirljós/Hvítur/milli-einlitt Þytur 6,37
2 Indriði Rökkvi Ragnarsson Vídalín frá Grafarkoti Jarpur/milli-einlitt Þytur 5,40
3 Dagbjört Jóna Tryggvadóttir Dropi frá Hvoli Bleikur/álótturtvístjörnótt Þytur 5,27
A úrslit
Sæti Knapi Hross Litur Aðildarfélag knapa Einkunn
1 Guðmar Hólm Ísólfsson Líndal Daníel frá Vatnsleysu Leirljós/Hvítur/milli-einlitt Þytur 6,46
2 Dagbjört Jóna Tryggvadóttir Dropi frá Hvoli Bleikur/álótturtvístjörnótt Þytur 5,83
3 Indriði Rökkvi Ragnarsson Vídalín frá Grafarkoti Jarpur/milli-einlitt Þytur 5,75

Fimmgangur F2
Opinn flokkur - 1. flokkur
Forkeppni

Sæti Knapi Hross Litur Aðildarfélag knapa Einkunn
1 Hallfríður Sigurbjörg Óladóttir Kvistur frá Reykjavöllum Rauður/milli-einlitt Þytur 6,13
2 Guðmar Hólm Ísólfsson Líndal Návist frá Lækjamóti Brúnn/milli-einlitt Þytur 6,07
3 Jóhann Magnússon Atgeir frá Bessastöðum Brúnn/dökk/sv.einlitt Þytur 5,50
4 Pálmi Geir Ríkharðsson Káinn frá Syðri-Völlum Rauður/milli-stjörnótt Þytur 5,33
5 Kolbrún Grétarsdóttir Karri frá Gauksmýri Rauður/milli-skjótt Þytur 4,60
6-7 Fríða Marý Halldórsdóttir Elja frá Hvammstanga Brúnn/milli-einlitt Þytur 4,53
6-7 Hallfríður Sigurbjörg Óladóttir Uni frá Neðri-Hrepp Grár/bleikurskjótt Þytur 4,53
8 Pálmi Geir Ríkharðsson Viðar frá Syðri-Völlum Brúnn/dökk/sv.einlitt Þytur 4,43
9 Vigdís Gunnarsdóttir Sabrína frá Fornusöndum Brúnn/milli-einlitt Þytur 4,37
10 Ásdís Brynja Jónsdóttir Konungur frá Hofi Brúnn/milli-einlitt Neisti 3,83
11 Eyjólfur Sigurðsson Draumur frá Áslandi Brúnn/milli-einlitt Þytur 3,00
A úrslit
Sæti Knapi Hross Litur Aðildarfélag knapa Einkunn
1 Hallfríður Sigurbjörg Óladóttir Kvistur frá Reykjavöllum Rauður/milli-einlitt Þytur 6,24
2 Jóhann Magnússon Atgeir frá Bessastöðum Brúnn/dökk/sv.einlitt Þytur 6,05
3 Pálmi Geir Ríkharðsson Káinn frá Syðri-Völlum Rauður/milli-stjörnótt Þytur 5,64
4 Guðmar Hólm Ísólfsson Líndal Návist frá Lækjamóti Brúnn/milli-einlitt Þytur 5,55
5 Kolbrún Grétarsdóttir Karri frá Gauksmýri Rauður/milli-skjótt Þytur 4,98

Gæðingaskeið PP1
Opinn flokkur - 1. flokkur

Sæti Knapi Hross Litur Aðildarfélag knapa Einkunn
1 Jóhann Magnússon Frelsun frá Bessastöðum Jarpur/dökk-einlitt Þytur 6,50
2 Pálmi Geir Ríkharðsson Káinn frá Syðri-Völlum Rauður/milli-stjörnótt Þytur 4,33
3 Hallfríður Sigurbjörg Óladóttir Uni frá Neðri-Hrepp Grár/bleikurskjótt Þytur 2,25

Flugskeið 100m P2
Opinn flokkur - 1. flokkur

Sæti Knapi Hross Litur Aðildarfélag knapa Tími
1 Svavar Örn Hreiðarsson Skreppa frá Hólshúsum Brúnn/milli-einlitt Hringur 7,97
2 Eysteinn Tjörvi K. Kristinsson Viljar frá Skjólbrekku Jarpur/ljóseinlitt Þytur 8,07
3 Svavar Örn Hreiðarsson Bandvöttur frá Miklabæ Móálóttur,mósóttur/milli-einlitt Hringur 8,31
4 Jóhann Magnússon Mjölnir frá Bessastöðum Rauður/ljós-skjótt Þytur 8,67
5-6 Hallfríður Sigurbjörg Óladóttir Eydís frá Keldudal Brúnn/mó-einlitt Þytur 0,00
5-6 Jóhann Albertsson Sigurrós frá Gauksmýri Bleikur/fífil-blesótt Þytur 0,00

Samanlagðir sigurvegarar:
Opinn flokkur - 1. flokkur
Fjórgangssigurvegari

Fanney Dögg Indriðadóttir / Ísó frá Grafarkoti 12,87
Tölt T3 6,63
Fjórgangur V2 6,23 

19.06.2019 10:51

Sauðburður 2019

Sauðburðurinn gekk bara vel í ár, þurftum reyndar að hitta Ingunni einu sinni. Fengum eins og alltaf mikið af skrautlegum lömbum. Einn hrútur sem gefur bara hvítt svo það er 1/3 hvítur af lambahópnum. Enduðum með fjóra heimalinga. Mun setja eitthvað inn af þeim snillingum á síðuna.  20.04.2019 20:58

Kvennatölt Norðurlands 2019


Kvennatölt Norðurlands var haldið á skírdag og voru margar Þytskonur sem tóku þátt. Fórum saman, ég, Rakel, mamma, Fanney og Ásta og komumst allar í A úrslit í okkar flokkum ????????
Ég sigraði T3 á Grámanni með eink 6,89, Rakel sigraði T7 á Evu frá Grafarkoti með eink 6,58. Mamma endaði í 3. - 4. sæti í T1 á Grifflu frá Grafarkoti með eink 6,89, Fanney í 5.sæti í T1 á Ísó frá Grafarkoti með eink 6,72 og Ásta endaði í 6. sæti í T3 á Myllu sinni með eink 6,22